Færsluflokkur: Bloggar
1.12.2008 | 20:15
Áhrifamikil og beinskeytt ræða Styrmis
Það var áhrifamikið að hlýða á ræður þeirra Styrmis Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur í Salnum í Kópavogi á fullveldisdaginn. Styrmir beindi máli sínu tæpitungulaust til Sjálfstæðismanna og hvatti þá til að hrinda sókn ESB-sinna innan flokksins. Hann sagðist raunar ekki í vafa um að að þögull meirihluti flokksmanna myndi standa fast á stefnu hans og verja auðlindir þjóðarinnar og vænti að hið sama væri uppi á teningnum hjá forystu flokksins. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega varaformanninn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Katrín Jakobsdóttir taldi brýnt að fjalla um fullveldið og styrkja það í breyttum heimi og koma á framfæri við þjóðina staðgóðum upplýsingum um Evrópusambandið.
Framundan eru söguleg átök um hugi landsmanna. Forysta Vinstri grænna hefur ítrekað andstöðu sína við að Ísland gerist aðili að ESB og nú er beðið svara frá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 20:09
Áhrifamikil og beinskeytt ræða Styrmis
Það var áhrifamikið að hlýða á ræður þeirra Styrmis Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur í Salnum í Kópavogi á fullveldisdaginn. Styrmir beindi máli sínu tæpitungulaust til Sjálfstæðismanna og hvatti þá til að hrinda sókn ESB-sinna innan sloksins, sagðist raunar ekki í vafa um að að þögull meirihluti innan flokksins myndi standa fast á stefnu hans og verja auðlindir þjóðarinnar og vænti að hið sama væri uppi á teningnum hjá forystu flokksins. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega varaformanninn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Katrín Jakobsdóttir taldi brýnt að fjalla um fullveldið og styrkja það í breyttum heimi og koma á framfæri við þjóðina staðgóðum upplýsingum um Evrópusambandið.
Framundan eru söguleg átök um hugi landsmanna. Forysta Vinstri grænna hefur ítrekað andstöðu sína við að Ísland gerist aðili að ESB og nú er beðið svara frá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.
Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 16:47
Rökleysur forsætisráðherra Finnlands
Hvaðan skyldi Matti Vanhanen koma sú viska að aðild Noregs og Íslands að Evrópusambandinu myndi styrkja þróun heimsskautasvæðisins. Hverjum í hag? Kannski fyrir hagsmuni Mið-Evrópu-ríkja eins og Þýskalands og Frakklands og vina okkar Breta, að ógleymdum Finnum sjálfum sem ekki eiga land að Íshafinu. Evrópusambandið myndi yfirtaka samningsumboð varðandi norðurheimsskautssvæðið af Íslandi og Noregi ef löndin gegngju í ESB, eins og aðra samninga, svo sem um nýtingu fiskistofna.
Það er svo ekkert nýtt að forsætisráðherrar norrænna ESB-ríkja blandi sér í afstöðu norrænna ríkja utan Evrópusambandsins þegar um ESB-aðild er að ræða. Ég minnist Paul Schlüters þá forsætisráðherra Dana á þingi Norðurlandaráðs upp úr 1990 þar sem hann lagði að Íslendingum að ganga í ESB. Íhlutun hans andmælti ég og hann varð heldur kindarlegur blessaður. Þannig eigum við að frábiðja okkur áróður eins og finnski forsætisráðherrann nú hefur uppi. Skyldu Finnar ekki hafa nóg með sig?
Telur Ísland og Noreg munu ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2008 | 18:07
Misnotkun ESB-sinna í mörgum samtökum
LÍÚ hótar úrsögn úr SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 12:02
Varúð í nýtingu háhitasvæða
Stefán Arnórsson prófessor hefur lög að mæla þegar hann bendir á hversu óvarlega hefur verið gengið fram við undirbúning og ákvarðanir um virkjun háhitasvæða. Það er nóg komið af handahófsvinnubrögðum hérlendis í orkumálum og stóriðju og eru fyrirætlanirnar um að álver í Helguvík og við Húsavík lýsandi dæmi um slíkt.
Það er hægt að kollsigla þjóðarbúið á fleiri sviðum en í fjármálastarfsemi. Lykillinn að farsæld er að flýta sér ekki um of. Jarðhitinn er dýrmæt auðlind sem stórbætt hefur hag okkar eins og hitaveiturnar sanna. En það eru takmörk fyrir hversu hratt má ganga á háhitasvæði og á því sviði þurfum við að fara okkur hægt. Mörg slíkra svæða á jafnframt að vernda ósnortin um alla framtíð.
Íslensk orka í brennidepli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 11:43
Verkefnið að endurreisa krónuna
Eins og málum er háttað er verkefnið nú að endurreisa íslensku krónuna. Endurskoða jafnframt peningastefnuna þannig að við getum búið við eigin gjaldmiðil. Það kallar m.a. á að Íslendingar sníði sér stakk að vexti og endurtaki ekki þá hringavitleysu sem viðgekkst í skjóli svonefndrar útrásar. Í því sambandi þarf m.a. að fara gagnrýnið yfir þær tilskipanir sem við erum bundin af um fjármagnshreyfingar og bankastarfsemi í EES-samningnum.
Því miður hafa menn eytt ómældum tíma í þessa Evru-umræðu, sem aldrei gat gengið upp. Á meðan magnaðist bankabólan og sprakk í andlitið á okkur. Þeir sem kynt hafa undir umræðunni eru einstaklingar og stjórnmálaflokkur sem vilja umfram allt koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
En meðal annarra orða, ef gjaldmiðilsskipti er það sem menn horfa til, skil ég ekki hvers vegna bandaríkjadalur hefur ekki verið meira til umræðu en raun ber vitni. Mér skilst að það sé á valdi viðkomandi ríkis að taka ákvörðun um slíkt og engar meiriháttar hindranir í vegi að formi til. Augljóslega fylgir slíku hins vegar veruleg áhætta fyrir íslenskt hagkerfi, eins og dæmi erlendis frá sanna.
Verkefnið er því að hlúa að krónunni okkar og hætta þessu Evru-rugli.
Minnkandi áhugi á ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 23:04
Varað við óheftum fjármagnshreyfingum í EES fyrir 18 árum
Þegar forsætisráðherra nú ítrekað bendir á EES-samninginn sem undirrót þess að ekki var unnt að koma böndum á útþenslu íslensku bankanna sé ég ástæðu til að rifja upp eftirfarandi.:
Vorið 1988 setti Alþingi á fót svonefnda Evrópustefnunefnd sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka. Hún fjallaði næstu árin um þróun mála innan ESB [þá EB] og hugmyndina um stofnun Evrópsks efnahagssvæðis sem Ísland gerðist aðili að árið 1994. Undirritaður átti sæti í nefndinni meðan hún starfaði sem fulltrúi þingflokks Alþýðubandalagsins. Nefndin gaf í maí 1990 út "Áfangaskýrslu til Alþingis" sem hafði m.a. að geyma álit einstakra nefndarmanna. Undirritaður skilaði gildu áliti undir fyrirsögninni "Íslensk leið í samskiptum við umheiminn."
Þar sagði um "Óheftar fjármagnshreyfingar og þjónuststarfsemi" m.a.:
Óheftir fjármagnsflutningar eru eitt undirstöðuatriði innri markaðar EB sem áformað er að yfirfæra til EFTA-ríkjanna. Ísland hefur sérstöðu að því leyti að hér eru miklar hömlur á þessu sviði. Með þátttöku í EES yrðum við skuldbundnir til að aflétta þessum hömlum innan skamms og fórnuðum þannig þeim stjórntækjum í efnahagsstarfsemi sem í þeim felast.
Þótt bent sé á vissa kosti sem fylgt geti fjármagnshreyfingum, tengjast þeim mörg vandamál, ekki síst fyrir litla efnahagsheild eins og þá íslensku. Þannig takmarka óheftar fjármagnshreyfingar verulega möguleikann á að reka sjálfstæða peningastefnu og hafa stjórn á gengi og vöxtum. Niðurstaðan af því að aflétta hömlum af fjármagnshreyfingum gæti að því er Ísland varðar orðið verulegt útstreymi á fjármagni úr landi, auk þeirrar hættu sem tengist spákaupmennsku og undandrætti frá sköttum.
"Frjáls" þjónustuststarfsemi varðar m.a. fjármálaþjónustu með óheftum rétti til hvers konar banka- og tryggingastarfsemi, ... Fyrir Ísland gæti "frelsi" á þjónustusviði haft í för með sér miklar breytingar sem m.a. kæmu fram í því að erlendum bönkum yrði leyft að starfa hérlendis með tilheyrandi heimild til fjármagnsflutninga milli landa.
Fyrir liggur að í könnunar- og undirbúningsviðræðum voru engir ákveðnir fyrirvarar gerðir af Íslands hálfu .... Telja verður með ólíkindum að ekki skuli hafa verið settir skýrir fyrirvarar af Íslands hálfu varðandi samningaviðræður um þjónustu- og fjármagnssviðið.
Þetta var skrifað fyrir 18 árum. EES-samningurinn var samþykktur af meirihluta á Alþingi og síðan hafa margir haft um hann hástemmdar yfirlýsingar, þó enginn eins og þáverandi utarríkisráðherra Jón Hannibalsson, sem dró ágæti þeirra niðurstöðu sem í samningnum fólst fyrir Ísland þá með orðunum ALLT FYRIR EKKERT.
Nú þegar jaðrar við þjóðargjaldþrot í skjóli ákvæða þessa samnings er kannski ástæða til að staldra við og halda ekki lengra en orðið er inn í gin Evrópusambandsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 21:34
Mótsagnakenndur málflutningur Samfylkingarinnar
Vikum saman hefur Samfylkingin kallað eftir afsögn Davíðs Oddssonar. Halda mætti að þar með væri öllu réttlæti fullnægt eftir bankahrunið. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur tönnlast á þessari kröfu, Ingibjörg og Össur þar í fararbroddi, fyrir utan bankamálaráðherrann Björgvin sem vissi ekki nokkurn skapaðan hlut hvað var að gerast. - Eftir ræðu Davíðs hjá Viðskiptaráði bregður hins vegar svo við að Ingibjörg formaður veitti Davíð erkifjanda siðferðisvottorð, hann hefði ekkert misjafnt aðhafst sem seðlabankastjóri, og aðeins það eitt út á hann að setja að hafa verið að vasast í stjórnmálum hér á árum áður.
Sá sem þetta ritar hefur lengi verið þeirrar skoðunar að fyrrum stjórnmálamenn eigi ekki að koma nálægt bankastjórastörfum og brýnt sé að lögfesta þá skipan. Hins vegar hefur nánast verið hefð fyrir slíku eins og sést ef litið er til baka: Steingrímur Hermannsson, Jón Sigurðsson krati og Tómas Árnason svo nokkrir fyrrum ráðherrar séu nefndir.
Sjálf hefur Ingibjörg upplýst að hún hafi setið eina 6 fundi með Seðlabankamönnum fyrr á árinu, m.a. þann 6. febrúar þegar lesnar voru upp háalvarlegar aðvaranir Seðlabankans um stöðu bankanna og horfur framundan. Ekki verður öðru trúað en hún sem formaður hafi komið þessum aðvörunum áfram til samráðherra í Samfylkingunni, þar á meðal til bankamálaráðherrans sem segist vera alveg stikkfrí. Samfylkingin hefur greinilega ætlað að firra sig ábyrgð með því að benda á sökudólginn Davíð Oddsson. Það er ótrúverðugt og nú er Ingibjörg farin að skynja það og dregur heldur betur í land. Kannski bankamálaráðherrann sé líka farinn að ókyrrast. Vissi Björgvin kannski meira en hann lætur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 20:24
Hrikaleg uppgjöf í Icesafe-deilunni
Niðurstöðunni sem utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, nú hefur kynnt í deilunni við Evrópusambandið um Icesafe-reikningana verður ekki jafnað við neitt annað en afarkosti. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu örlagaríka máli hafa verið forkastanleg og bæta gráu ofan á svart.
Fullkomin óvissa er um hversu mikið fæst fyrir svonefndar eignir Landsbankans fyrrverandi og vissara að gera ráð fyrir að það verði lítið þegar til kastanna kemur. Óvissuna um þetta staðfesti reyndar Sigurjón fv. bankastjóri í viðtali við Stöð 2. Hér er verið að skrifa upp á reikning sem örugglega nemur hundruðum milljarða og sem fellur á Íslendinga að greiða næstu ár og áratugi.
Evrópusambandið hefur sýnt sitt rétta andlit í þessu máli og jafnframt er ljóst hverju fjórfrelsi EES-samningsins er að valda Íslendingum, samningurinn sem Jón Hannibalsson kynnti upp úr 1990 með þeim orðum að hann færði þjóðinni allt fyrir ekkert!
Það er sögulegt að á undirskriftardegi þessa Icesafe-víxils hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ákveðið að svara innan fárra vikna spurningunni um hvort stefnt skuli að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Afarkostirnir sem ESB nú hefur sett Íslendingum ættu að auðvelda þessum flokkum svarið séu þeir ekki með öllu heillum horfnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 21:29
Samfylkingin og 350 þúsund tonna álver í Helguvík
Upplýst var í kvöldfréttum 14. nóvember 2008 að Norðurál ráðgeri að stækka fyrirhugað álver sitt í Helguvík um 100 þúsund tonn, úr 250 þúsund tonna ársframleiðslu í 350 þúsund tonn fram til ársins 2015. Um þetta hafa ráðherrarnir Árni Matt og Össur rætt við Norðurál. Segir sá síðarnefndi litla hrifningu innan síns flokks á þessum áformum. Samt ætlar iðnaðarráðherrann að halda þessum viðræðum áfram.
Bygging álvers í Helguvík er hafin miðuð við 250 þúsund tonna hámark og umhverfismat hefur farið fram. Óljóst er með öllu hvaðan orka eigi að koma til að knýja þetta álver, hvað þá stærri verksmiðju. Fallist Samfylkingin á fyrirætlanir Norðuráls er ljóst að nýtt mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram, sem sennilega tekur þá til alls fyrirtækisins. Gerist það gefst Þórunni umhverfisráðherra tækifæri til að setja allt gumsið, verksmiðju, virkjanir og raflínur í sameiginlegt umhverfismat eins og hún gerði með álvershugmyndina á Bakka við Húsavík.
Framkvæmdir í Helguvík eru í hægagangi vegna lánsfjárskorts og álverð á hraðri niðurleið. Ekki er ósennilegt að öllum hugmyndum um nýjar álbræðslur og stækkun í Straumsvík verði slegið á frest. Það breytir því ekki að stóriðjumeirihlutinn í Samfylkingunni mun berjast hetjulega fyrir þessum framkvæmdum rétt eins og hann gerði þegar Fjarðaál og Kárahnjúkavirkjun áttu í hlut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)