Misnotkun ESB-sinna í mörgum samtökum

Yfirgangur þeirra sem berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur undanfarið birst mönnum í mörgum hagsmuna- og almannasamtökum.  Dæmi um það eru Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins með ESB-áróðursmann í starfi framkvæmdastjóra. Ekki er annað hægt en undrast langlundargeð LÍU í því samfloti og viðbrögð stjórnar þess eru ofur eðlileg. Ágreiningur hér innanlands um kvótakerfið og stjórn fiskveiða má ekki leiða til þess að menn horfi framhjá þeim voða sem afsal á forræði yfir sjávarauðlindunum til Evrópusambandsins hefði í för með sér.
mbl.is LÍÚ hótar úrsögn úr SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Verð að játa að mér finnast þessir blessuðu ESB-sinnar fara fram með skipulegu ofbeldi.  Hér er ekki verið að berja á fólki, en öll röksemdafærsla þeirra er í "hót-tón". 

Baldur Gautur Baldursson, 25.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband