Færsluflokkur: Bloggar
Strauss-Kahn: Óttast um afdrif evru-svæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 17:09
Sjávarútvegsráðherra gerir í bólið sitt
Einar K. Guðfinnsson stóð sig lengi vel nokkuð vel á stóli sjávarútvegsráðherra. Nú undir lok ferils síns hefur hann þó gert í bólið sitt, annars vegar með útgáfu viðbótarkvóta í þorski til tveggja ára og nú sitjandi í starfsstjórn með reglugerð um stórhvala- og hrefnuveiðar til 5 ára.
Þetta eru dapurlegar og fálmkenndar ákvarðanir sem spilla fyrir skynsamlegri auðlindanýtingu hérlendis og munu varpa löngum skugga á orðstír Íslands erlendis. Var þó ekki á bætandi eftir bankahrunið sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde ber ábyrgð á.
Aukinn þorskveiðikvóti gengur gegn þeirri 20% aflareglu sem ráðherrann hafði áður tekið undir og setur stórt spurningarmerki við það einhliða vald sem sjávarútvegsráðherra, hver sem hann er, hefur fengið til að ákvarða aflamark í einstökum tegundum nytjastofna.
Hvalveiðireglugerðin mun ekki standa lengi spái ég eftir að ný stjórn hefur verið mynduð. Útgáfa hennar ber vott um örvílnun. Björg Thorarensen lagaprófessor segir skv. forsíðufrétt í Morgunblaðinu 28. janúar að unnt eigi að vera að breyta slíkri ákvörðun ráðherra í starfsstjórn án þess að það baki ríkinu skaðabótaábyrgð.
Rökleysa er hjá ráðherranum að telja sig vera að fara hér að ráðum Hafrannsóknastofnunar. Hennar niðurstaða skv. ástandsskýrslu segir aðeins um hvað óhætt væri að veiða án þess að skaða viðkomandi stofna en ekkert um að í slíkar veiðar skuli ráðist.
Fyrir heildarhagsmuni Íslands var ákvörðun ráðherrans glapræði og hermdargjöf, einnig fyrir sjávarútveginn með tilliti til sölu afurða erlendis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 10:20
Meirihluti vill ekki sækja um ESB-aðild
Um 60% aðspurðra vilja ekki að sótt verði um aðild að ESB samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Þetta eru mikil umskipti frá könnun í október sl. þegar tæp 70% landsmanna töldu að sækja bæri um aðild. Meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka nema Samfylkingarinnar vilja nú ekki sækja um aðild og í þeim flokki styðja nú 73% aðild sem er veruleg fækkun frá stöðunni á liðnu hausti.
Hér eru mikil tíðindi á ferð í ljósi þeirrar háværu kröfu Samfylkingarinnar að sækja eigi um ESB-aðild. Undanfarið hefur raunar verið að koma í ljós minnkandi stuðningur við aðild þannig að viðsnúningurinn í þessari síðustu könnun kemur ekki svo mjög á óvart.
Augu landsmanna eru að opnast fyrir því hversu holt er undir röksemdum um að ESB-aðild muni leysa efnahags- og gjaldmiðilsvandann hérlendis en á því hefur Samfylkingin og ýmsir talsmenn Samstaka atvinnulífsins og ASÍ klifað. Rökin gegn aðild eru yfirgnæfandi ef fólk setur sig inn í gangverk Evrópusambandsins. Þegar við bætast fréttir um þá djúpstæðu kreppu sem þar grefur nú um sig með sívaxandi atvinnuleysi og mismunun lífskjara mun væntanlega fjara enn frekar undan hugmyndinni um að vænlegt sé fyrir Ísland að hugsa til aðildar að þessu fyrirhugaða stórveldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 17:00
Kosningar að vori sigur fyrir lýðræðið
Það er að rofa til. Kosningar til Alþingis eftir röska þrjá mánuði er stór áfangi í að svara kröfum mikils meirihluta landsmanna. Ákvörðunin er sigur í lýðræðisátt, árangur tugþúsunda mótmælenda, stjórnarandstöðu og fólks í stjórnarflokkunum sem skynjaði að ekki væri boðlegt að stjórnin reyndi að þrauka.
Það skyggir óneitanlega á að að forystumenn ríkisstjórnarinnar í báðum flokkum ganga ekki heil til skógar, Geir formlega úr leik sökum veikinda og óvissa um bata Ingibjargar. Pólitískir andstæðingar harma slík mannleg örlög, hver sem á í hlut.
Alþingiskosningar að vori verða mikið uppgjör sem miklu getur ráðið um framvindu íslensks samfélags. Segja má að enginn sé öfundsverður sem tekur við þrotabúinu en skyldan kallar og mikilsvert að ný forysta í landsmálum blási þjóðinni í brjóst sóknaranda og bjartsýni. Umfram allt þarf að leggja grunn að gjörbreyttri stefnu með jöfnuð og sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 21:28
Samfylkingin 2009 minnir á Alþýðuflokkinn 1979
Ríkisstjórnin er heillum horfin og hefur verið það allt frá bankahruninu og kannski frá byrjun. Það hefur vantað mikið á það að forsætisráðherrann hefði það jarðsamband sem nauðsynlegt er fyrir mann í hans stöðu. Bæði fyrir og eftir hrun hefur hann verið í afneitun og lokað augum fyrir stöðu mála.
Ástandið innan Samfylkingarinnar er ekki síður alvarlegt og hægt að taka undir með stjórnmálafræðingum í Kastljósi í kvöld að flokkurinn sé í skelfilegu ástandi og forystan út og suður. Um margt minnir þetta á stöðuna í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar fyrir 30 árum þegar Alþýðuflokkurinn rauf stjórnarsamstarf fyrirvaralaust á sama tíma og formaður flokksins Benedikt Gröndal var erlendis. Aðdragandinn voru langvinnar og hatrammar deilur í þingsflokki Alþýðuflokksins eftir mikinn uppgang í kosningum árið áður.
Nú er það hins grasrótin í Samfylkingunni sem ríður á vaðið og heimtar stjórnarslit á sama tíma og formaðurinn er á sjúkrabeði erlendis. Margir þingmenn hafa tekið undir þessa kröfu í fjölmiðlum án þess að formleg niðurstaða þingflokksins liggi fyrir. Virðist sem dokað sé við eftir að Ingibjörg Sólrún komi erlendis frá en jafnframt er boðað að hún leggist inn á sjúkrahús við heimkomuna. Undarlegt verður að teljast að Ingibjörg skuli ekki taka sér formlega frí frá stjórmálunum á meðan hún er að glíma við sinn sjúkdóm og ná bata. Sennilega endurspeglar þetta djúpstæða forystukreppa í Samfylkingunni.
Þjóðin þarf síst á því að halda að búa við óstarfhæfa ríkisstjórn nú langtímum saman. Í þessari stöðu er eina ráðið að rjúfa þing hið fyrsta og boða til kosninga sem gætu verið afstaðnar eftir 2-3 mánuði. Að því búnu tæki við stjórn með ferskt umboð til að glíma við þau hrikalegu vandamál sem síst af öllu verða leyst af flokkum sem hrjáðir eru af innanflokksátökum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 11:51
Hvers megnugur verður Barack Obama?
Sjálfbærni er hugtak sem er órafjarri og yfir heimsbyggðinni hvílir skuggi sjálfseyðandi búskaparhátta. Það mun sjást áður langt um líður hvernig Obama, þessum hæfileikaríka og heillandi ræðumanni með rætur í frumskógum Afríku, gengur glíman við vandamálin. Við ríkjandi aðstæður er góð tilbreyting að sjá vaskan mann í forystu þar vestra og skynja þá vakningu sem fylgt hefur framboði Baracks Obama.
.....
Þegar ljóst var í nóvember sl. að Barack Obama yrði næsti forseti Bandaríkjanna ritaði ég ofangreindan pistil á heimasíðu mína www.eldhorn.is/hjorleifur Hann er birtur hér af tilefni þess að Obama tekur formlega við embætti í dag, 20. janúar 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2009 | 22:29
Samfylkingin tvíátta eins og Framsóknarflokkurinn - opin í báða enda
Af skrifum framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar er ljóst að flokkurinn veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Að þessu leyti er jafnt á komið með Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Sennilega er að verða tímabært fyrir þessa flokka að sameinast eða a.m.k. mynda með sér bandalag. Eftir samþykkt Framsóknar nú á flokksþingi að sækja um aðild að Evrópusambandinu er komið það bindiefni sem kann að hafa vantað.
Bæði Samfylkingin og Framsókn bera mikla ábyrgð með Sjálfstæðisflokknum á því hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Samfylkingin spilaði undir og stundum fyrstu fiðlu með útrásinni og tengsl hennar við Baugsveldið fóru ekki fram hjá neinum. Flokkurinn stóð nær óskiptur með stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi sem bættu rækilega í skuldsetningu þjóðarbúsins og þensluna. Ingibjörg formaður tók höndum saman með Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur um að veita ríkisábyrgð fyrir Kárahnjúkavirkjun. Og nú er Össur sem iðnaðarráðherra kominn í forustu fyrir stóriðjusókninni og gefur þar í engu Framsókn eftir. Hér er því komið bindiefni í samflot þessara hentistefnuflokka. Hvort allir halda hópinn í því vanheilaga bandalagi er svo önnur saga.
Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2009 | 21:09
Framsóknarflokkurinn á útsölu
Samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins um að sækja um aðild að Evrópusambandinu hlýtur að gleðja Halldór Ásgrímsson óendanlega mikið um leið og látnir forystumenn flokksins frá fyrri tíð eins og Eysteinn Jónsson bylta sér í gröfinni.
Valgerður og aðrir Evrópusambandssinnar hafa fallist á málamyndaskilyrðin í trausti þess að ekkert verði með þau gert þegar til kastanna kemur. Fyrir alþingiskosningarnar 1995 var helsta slagorð Framsóknarmanna xB=ekki ESB. Nú verður þessu snúið við þannig að XB=Ísland í ESB.
Það verður fróðlegt að heyra hvernig Bjarni Harðarson bóksali leggur út af þessum leikþætti.
Framsókn vill sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 19:06
Sjávarútvegsráðherra hleypur burt frá 20% aflareglunni
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka þorskkvóta um 30 þúsund tonn í 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári og gefa út að þorskkvóti verði ekki lægri á næsta fiskveiðiári ber vott um mikinn og illa rökstuddan hringlandahátt. Með þessari ákvörðun hleypur ráðherrann frá þeirri stefnumótun um uppbyggingu þorskstofnsins sem hann studdi á síðasta ári í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar.
Forstjóri Hafró Jóhann Sigurjónsson segir nú um þessa ákvörðun ráðherrans:
Ef það gengur eftir sem lesa má úr tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins, að þessari aukningu fylgi viðlíka aukning á næsta ári, þá náttúrulega stefnir þetta uppbyggingarstarfinu í algjöra óvissu. Og það eru vaxandi líkur á að það langtímamarkmið að stækka hrygningarstofninn, sem ég held að allir hafi verið sammála um, hreinlega náist ekki. Það eru mikil vonbrigði. Tíðar breytingar á aflalreglunni í þorski, sem hafa óneitanlega verið á undanförnum árum, færa okkur augljóslega frá markmiðinu um uppbyggingu stofnsins og þeim markmiðum að veita atvinnugreininni meiri stöðugleika.
Þetta er skýrt og ákveðið hjá Jóhanni. Í þessu sambandi er ástæða til að vitna í skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2007 (fjölrit nr. 129) þar sem segir m.a. á bls. 7:
"Nýliðun síðustu sex árin hefur verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa í sögulegu lágmarki. Í ljósi þessa telur Hafrannsóknastofnunin mikilvægt að veiðihlutfall verði nú þegar lækkað og að aflamark á komandi árum miðist við 20% af viðmiðunarstofni í stað 25% sem verið hefur." Í samræmi við þetta ákvað sjávarútvegsráðherra aflamark í þorski 130 þúsund tonn, en hefur nú hlaupið frá þeirri afstöðu með órökstuddu pennastriki.
Athygli vekur að Friðrik J Arngrímsson talsmaður LÍU hefur fyrirvara um þessa ákvörðun um aukningu kvóta en Örn Pálsson hjá smábátamönnum fagnar í stíl við þá hentistefnu sem forysta Landssambands smábátamanna hefur fylgt að undanförnu.
Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2009 | 06:01
Evra hefði engu breytt um hrunið segir Carsten Valgreen
Fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, Carsten Valgreen, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær, laugardag 10. janúar. RÚV vitnaði til hennar í fréttum en ég saknaði þar eftirfarandi orða Carstens um evruna:
"Þó að mynt hagkerfisins hefði verið evra hefði það ekki komið í veg fyrir áhlaupið", þ.e. bankahrunið.
Og síðar í greininni: "Síðan þegar innlendum stofnunum og verðbólguvæntingum hefur verið komið í eðlilegt horf er hægt að fara að hugleiða upptöku evrunnar. Það er þó ekki víst að þess þurfi. Það er ekki ljóst hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta, ætti að taka upp alþjóðlega mynt."
Hér kemur fram allt annað sjónarmið en klifað er á af þorra hagfræðinga hérlendis nú um stundir. Evran er ekki sú allra meina bót sem af er látið. Hrunið í október var ekki krónunni að kenna sem gjaldmiðli, heldur því hvernig útrásarvíkingar hegðuðu sér í skjóli ESB/EES-reglna og að stjórnvöld og innlendar stofnanir sváfu á verðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)