Berlusconi styður Tony Blair sem forseta ESB

Með Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins er stigið stórt skref í samruna í átt að Evrópustórveldi. Samkvæmt sáttmálanum kýs ráðherraráð ESB sér  forseta til tveggja og hálfs árs í senn og sambandið fær sérstakan talsmann í utanríkis- og hermálum. Þótt þessi stjórnarskrár-bastarður sé ekki genginn í gildi er kosningabarátta um væntanlegan forseta komin í fullan gang. Þar fer fremstur sem forsetaefni hægrikratinn Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Breta, eindreginn stuðningsmaður Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í Írakstríðinu.

Margt bendir til að hægri menn sem ráða lögum og lofum í sambandinu eftir kosningar til Evrópuþingsins sl. vor geti vel sætt sig við Blair sem forseta ESB. Síðast í gær, 14. október, fékk Blair eindregna stuðningsyfirlýsingu frá persónulegum vini sínum Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sem eins og Blair studdi Bush með ráðum og dáð í Írakstríðinu. Blair eyddi sumarleyfi 2004 með fjölskyldu sinni sem heiðursgestur í villu Berlusconis á Sardiníu, þeirri sömu og verið hefur í hámælum að undanförnu vegna veisluhalda og kvennafars ítalska forsætisráðherrans.

Það er ekki amalegt fyrir Íslendinga að eiga kost á að skríða inn í Evrópusambandið undir slíkri forystu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Ég er ekki hissa Hjörleifur.

Sækjast sér um líkir enda spyrðast líkir fiskar best.

Sumir maðkar á mykjuhaug spillingarinnar skriðu inn í núverandi stjórn undir handarjaðar Steingríms og Jóhönnu. 

Sumir réttlæta allt bara ef það heitir vinstri eða hægri. Þannig er t.d. Ögmundur ekki og þess vegna nýtur hann virðingar minnar og margra annarra. 

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Það sem er enn ógvænlegra er að með þessu verður EU að einræði. Undir stjórn Breta. Með Lissabon sáttmálanum eru ríkin að afsala sér atkvæðisrétti. Tony Blair er fulltrúi Breska Heimsvedisins (Brutish Empire) sem er ábyrgt fyrir þeim efnahagsþrengingum sem eiga sér stað í veröldinni í dag. Í raun varð Bush að leiksoppi Tony Blair í Íraks stríðinu og síðan í Afganistan. Það sama virðist vera í gangi með Obama, sem er orðinn leiksoppur Breta, enda kostuðu Bretar kosningabaráttu Obama að mestu. Svo vita allir Íslendingar hvernig Bretar haga sér gagnvart okkur!

http://www.icelandcrash.com/tonyblair.pdf

Birgir Rúnar Sæmundsson, 15.10.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sómamaður Berðluskóni ekta ítalskur kavalér. Við kunnum að met´ann sem höfum vit á fallegum konum í alvöru kvendressum en sendum vinstrisinnaðar mussukonur í frí. Blair er fair og vill allt hið besta. Líklegastur allra er Blair til að leiða ísrael og palestínumenn til friðar. Hann hefur afturða innsæi í þau mál og afburða tillögur. Er það skandall að B og B skuli vera vinir? Ekki nenni ég að hafa áhyggjur af því herra Hjörleifur. Íslendingar eru einstakir. Einstök þjóð á meðal evrópuþjóða. Þjóða sem hafa aðrar skoðanir og lífsýn en við sjálfir. Fátækir erum við einir og sér.

Guðmundur Pálsson, 15.10.2009 kl. 11:23

4 identicon

Ég vill nú kalla hann "Brelluskjóna" en það er önnur saga.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Jón Lárusson

Samt svolítið skondið í öllum áróðrinum, að eitt það helsta sem stoppaði stjórnarskrána og þurfti að fela vel í Lissabon sáttmálanum, var þetta fyrirbæri forseti ESB. Núna er komið heitið á þetta, forseti framkvæmdastjórnarinnar, en eins og Tony Blair var talinn líklegastur fyrsti forseti ESB í anda stjórnarskráinnar, þá er hann talinn líklegastur forsetaefna framkvæmdastjórnarinnar. Hvað mun svo líða langur tími þangað til titillinn forseti framkvæmdastjórnar ESB missir missir niður orðið "framkvæmdastjórnar".

Maður getur ekki annað en dáðst að lýðræði ESB. Spurning hvort maður fari ekki að lesa Hal Koch aftur.

Jón Lárusson, 15.10.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eiríkur Bergmann sagði í viðtali í vikunni að ríkisstjórnin hafi ákveðið að ganga í ESB. Átt þú þá von á að VG styðji Tony Blair sem forseta ESB, eða eigum von á frambjóðanda úr okkar liði sem gæti þá orðið t.d. Ranar Arnalds eða Davíð Oddson?

Sigurður Þorsteinsson, 15.10.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er mesta dýrindi!  Ætli Beriskjóni verði svo ekki bara næstur á eftir Toný!´

Það vona ég að Íslendingar beri gæfu til að senda Samfylkinguna og Evrópudrauma þeirra í mjög langt frí bráðlega.

Jón Ásgeir Bjarnason, 15.10.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband