Tillagan um ESB-aðild sem flokksráð VG hafnaði

Á flokksráðfundi VG í Hagaskóla 20. nóvember 2010 var hafnað með 38 atkvæðum gegn 28 viðaukatillögu Ragnars Arnalds varðandi  ESB-aðild. Efnið var sótt í upphaflega tillögu 70 flokksmanna sem Atli Gíslason flutti á fundinum, en sú tillaga var dregin til baka í von um samkomulag um málið. Sú von brást. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, lét ekki svo lítið að eyða einu orði að þessari tillögu.   

 

Viðbótin við tillögu VG-forystunnar sem meirihluti á flokksráðsfundinum felldi var eftirfarandi:  

 

Fyrirhugað aðlögunarferli á því að stöðva og ekki að leyfa boðaðar fjárveitingar úr sjóðum ESB inn í íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf.  Jafnframt telur flokksráð VG óhjákvæmilegt að núverandi umsóknarferli verði fært í nýjan farveg og þegar á þessum vetri fáist á hreint í samningaviðræðum hver sé afstaða ESB til ýmissa helstu grundvallarhagsmuna Íslands, meðal annars: 
  • Hvort Ísland hafi óbreytt og óskorað forræði yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu.
  • Hvort áfram verði í gildi sú undanþága sem Ísland hefur samkvæmt EES samningi til að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi.
  • Hvort Ísland haldi rétti sínum sem strandríki og fari áfram með samningsumboð og forræði vegna íslenskrar lögsögu á sviði fiskveiða og hafréttar meðal annars með tilliti til deilistofna.
  • Hvort íslensk stjórnvöld hafi rétt til að takmarka og eftir atvikum banna innflutning á lifandi dýrum, hráu kjötmeti og öðrum þeim vörum sem ógnað geta hreinleika og öryggi í íslenskum landbúnaði og íslenskri náttúru.
  • Hvort Íslendingar ráði sjálfir hvernig hagað verði framleiðslustýringu í landbúnaði og geti dregið úr styrkjum og aukið þá án utanaðkomandi afskipta.
  • Hvort Ísland geti staðið utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar og staðið utan við samstarf ESB á sviði varnarmála sem útheimti m.a. liðsmenn til viðbragða, friðargæslu og hernaðar.
  • Hvort Ísland haldi ótvíræðu forræði sínu og stöðu sem strandríki og sjálfstæður samningsaðili meðal ríkja á norðurslóðum.
  • Hvort tryggt verði að íslenskir kjarasamningar gildi á íslenskum vinnumarkaði þannig að launakjör séu ekki sett á alþjóðlegan uppboðsmarkað eins og ítrekað hefur gerst  innan Evrópusambandsins m.a. með ákvörðunum ESB-dómstólsins.
 Þegar svör liggja fyrir af hálfu ESB verði kannað í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort landsmenn séu reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna við ESB um aðildarsamning á þeim grundvelli.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er illt Hjörleifur, og illa á að fara með þína fornu heimabyggð.

Er ekki tími til kominn að nota mátt pennans henni til bjargar.  Lítið er 50 ára streð Stefáns verðlagt þessa daganna.

Það er ekkert lögmál guðs að láta AGS eyðileggja innviði samfélagsins, það skiptir framtíð ríkissjóðs engu máli hvort hann skuldi 1.326 milljarða eða 1.366 milljarða, en þessi uppsafnaður sparnaður af niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu skilur á milli feigs og ófeigs hjá hinum dreifðu byggðum landsins.

Þetta var ekki draumsýn gömlu mannanna, þeirra Lúðvíks, Bjarna og Jóhannesar, þegar þeir treystu þér þér fyrir merki sínu.

Það er ögurstund Hjörleifur, ekki bara í ESB málum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enda skrifaði VG upp á dánarvottorð sitt í dag.  Hefðu menn lýst vantrausti á einræðisherrann og fellt umsóknina og um leið stjórnina hefði VG sennilega risið úr öskustónni og hlotið afgerandi kosningu í nýja ríkistjórn.  

Þökk sé þeim, þá hafa þeir tryggt að hægri öfgar festist hér í sessi næstu áratugi. Þess er þó ekki að vænta af jarfræðingnum að sjá framtíð landsins í stærra samhengi en nemur gerfileðrinu á stólnum hans í þinghúsinu.

Megi hann aldrei þrífast. Hans mun minnst sem versta Quislings í okkar stuttu fullveldissögu.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 23:30

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Seint verður Steingrímur öfundaður að leiða þjóðina á sínum eigin öxlum í gengum mestu kreppu sem menn muna til ef hann lítur við og sér hippana fyrir aftan sig að brýna hnífana á leið í bakið á honum.

Varðandi þessa punkta þín, það er alveg fráleitt að halda það að við getum samið um þessi mál á tveimur mánðum eins og Ögmundur Jónasson heldur fram. EINMITT vegna þess að við erum að fara fram á mikið þá þurfum við taka okkar tíma til að undirbúa okkar mál.

1. Við gætum fengið alla þessa hluti í gegn, ekkert mál, svo lengi sem viðsemjendur okkar samþykki þá. Er það raunhæft að við fáum alla þessa hluti í gegn, hugsanlega. En að taka viðsemjendur okkar með stormi og klára allt ferilið á tveim mánuðum sýnir bara aðeins eitt, að þið viljið allra versta samning fyrir þjóðina og þið getið mögulega fengið. 

Varðandi einstaka punkta:

  • Hvort Ísland hafi óbreytt og óskorað forræði yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu.//þetta er samningsmarkmið númer 1, 2, og 3 hjá íslendingum. Ef þið ágæta fólk í VG gætuð kannski farið að einbeita ykkur að ná þessu markmiði í staðinn fyrir að þvælast með málið fram og til baka, þá er góðar líkur að við náum slíku samningsmarkmiði.
  • Hvort áfram verði í gildi sú undanþága sem Ísland hefur samkvæmt EES samningi til að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi.//Ég vona innilega að samningsnefnd íslendinga leggi enga áherslu á þetta atriði. Af þessu að dæma virðist markmið hjá vinstri grænum að ólígarkar á íslandi geti eignast kvóta á Íslandi en ekki erlendir aðilar. Svo lengi sem það er tryggt að kvótinn fari ekki frá Íslandi þá er mér nákvæmlega sama hvort maðurinn heitir Finnur Ingólfsson eða John Johnson sem á þennan kvóta. Og þá segi ég af þessu að dæma, ég er ekkert að væna ykkur um að ganga erinda útgerðamanna, en þannig hljómar þessi liður. Þetta fer líka út fyrir sjávarútvegstefnuna og yfir í fjórfrelsið um frjálst flæði fjármagns og því erfitt að fá þetta í gegn. Það sem VG eiga að vera kalla hér á er að hluti af fisknum skuli vera landað og fullunninn hér á landi eins og er núna og reyna að berjast fyrir því að meira skuli vera landað hérna en núna. EKKI HVER EIGI ÚTGERÐIRNAR. Alveg ótrúlegt að það megi enginn útlendingur eiga í útgerð eða orkugeira, jafnvel þó ekki sé hægt að flytja þorskinn eða kárahnjúkavirkjun til Grikklands, en það geta til dæmis erlendir hluthafar gert við Össur, CCP, Marel, Icelandair og fleiri fyrirtæki, flutt heila klabbið úr landi með öllu starfsfólkinu, en það virðist vera í lagi svo lengi sem það er ekki fiskur eða lamb.
  • Hvort Ísland haldi rétti sínum sem strandríki og fari áfram með samningsumboð og forræði vegna íslenskrar lögsögu á sviði fiskveiða og hafréttar meðal annars með tilliti til deilistofna.//Að Ísland haldi rétti sínum sem strandríki og fari áfram með samningsumboð og forræði vegna íslenskrar lögsögu er hægt að fá í gegn. En varðandi deilitstofna, MJÖG ÓLÍKLEGT. ESB þjóðir munu ekki sætta sig við að íslendingar ákveði sinn eigin kvóta úr sameiginlegum deilistofnum eins og makríl og fari síðan líka og veiði deilitstofna út um alla evrópu úr þeirra eigin deilistofnum. Þetta er mjög ólíklegt að verði samið um af mikilli alvöru, hvað þá samþykkt. EF þetta yrði samþykkt, þá er ekki ólíklegt að á móti kæmi hlutir eins og að tollar á fiskafurðir til ESB verði ekki felldar niður og að íslendingar geti þá ekki farið inn á deilistofna annarra þjóða þar sem liggja nokkur tækifæri fyrir íslenskar útgerðir. Ef allar þjóðir í ESB myndu ákveða sinn eigin kvóta á deilistofnum þá væri enginn fiskur í ESB, þetta þarf fólk að muna þegar það gagnrýnir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, eins ófullkominn og allir viðurkenna að hún er eftir allt saman, en hún þó hefur komið í veg fyrir að frakkar, bretar, spánverjar, belgíumenn, hollendingar, portúgalar og Írar séu nú öll að "veiða sig út úr kreppunni" eins og reyndar sjálfstæðismenn hafa lagt til núna.
  • Hvort íslensk stjórnvöld hafi rétt til að takmarka og eftir atvikum banna innflutning á lifandi dýrum, hráu kjötmeti og öðrum þeim vörum sem ógnað geta hreinleika og öryggi í íslenskum landbúnaði og íslenskri náttúru.//'islenskur landbúnaður er ekki hreinni en annar landbúnaður. Liggur við í hverjum mánuði sem maður heyrir um salmonellu sýkingu eða aðrar sýkingar á íslandi og reyndar að mér finnst furðulega mikið miðað við hvað markaðurinn er lítill. Og afhverju hef ég það á tilfinningunni að matvælastofnun sé að standa sig jafn illa í stykkinu eins og fjármálaeftirlitið fyrir hrun.
  • Hvort Íslendingar ráði sjálfir hvernig hagað verði framleiðslustýringu í landbúnaði og geti dregið úr styrkjum og aukið þá án utanaðkomandi afskipta.//íslendingar munu fá í gegn leyfi til að styrkja sinn landbúnað meira en aðrar þjóðir, sbr. Finnland og heimskautalandbúnaður. Persónulega er ég eiginlega á moti því en ef íslendingar vilja endilega fá þetta inn þá ætti það að vera lítið vandamál.
  • Hvort Ísland geti staðið utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar og staðið utan við samstarf ESB á sviði varnarmála sem útheimti m.a. liðsmenn til viðbragða, friðargæslu og hernaðar.//þetta segir sig sjálft, þarf ekkert einu sinni að semja um þetta. 
  • Hvort Ísland haldi ótvíræðu forræði sínu og stöðu sem strandríki og sjálfstæður samningsaðili meðal ríkja á norðurslóðum.//nema hvað?
  • Hvort tryggt verði að íslenskir kjarasamningar gildi á íslenskum vinnumarkaði þannig að launakjör séu ekki sett á alþjóðlegan uppboðsmarkað eins og ítrekað hefur gerst  innan Evrópusambandsins m.a. með ákvörðunum ESB-dómstólsins.//Hvað ertu að vísa í hérna. Veit ekki betur en að við höfum tekið upp þennan hluta löggjöf ESB að öllu leyti. Má vera að mér skjátlist en hvað er verið að vísa í hér?

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 01:03

4 Smámynd: Gunnar Waage

Sæll Hjörleifur,

Þetta eru vissulega vonbrigði og skapar þetta en meiri ótrúverðugleika fyrir flokkinn sem hann má ekki við.

Það er ekki hægt að vera yfirlýstur ESB-andstæðingur og standa um leið í þessu aðildarferli.

Nú laut flokkurinn í gras fyrir kreddum. Við vitum vel að mikilvægustu grundvallarkröfum Íslendinga verðu ekki mætt af sambandinu.

Því er aðildarumsóknin hreint út sagt fáránleg og ber að draga hana til baka. Vinstri Grænir skrifuðu undir dauðadóm sinn með þessu og á flokkurinn ekki lengur erindi.

Nú þarf bara að kljúfa þennan flokk.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 01:31

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Hjörleifur. Því miður eru líkur á, eftir fund helgarinnar, að Vinstrihreyfingin grænt framboð sé komið á þann stað að ekki verði aftur snúið.

Ég vil benda Jóni Gunnari á að ekki er talað um í þeirri tillögu sem felld var á flokkráðsfundinum, að semja skuli um þessi mál og alls ekki talað um tvo mánuði. Það er einungis verið að fara fram á að fá úr því skorið að hálfu ESB, hvort þau deilumál sem líklegust eru til að fella aðildina, séu umsemjanleg og af því loknu skuli, með atkvæðagreiðslu þjóðarinnar, kannað hvort viðræðum skuli haldið áfram. Annað er ekki farið fram á.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Gunnar Waage

Ég er hræddur um að aðildarsinnar vilji ekki fá neinar upplýsingar um stöðu mála, því miður er það nú svo að engin fordæmi eru fyrir því að okkar helstu grundvallarkröfur muni fást i gegn.

Það er merkilegt meðan að aðildarsinnar teljast til jaðarhóps hér á landi þá eigi að keyra málið áfram á söngnum um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Hér á landi er meira en nægur stuðningur fyrir hendi til að kalla til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið hér og nú. Það útskýrir kannski af hverju ríkisstjórnin er ekkert að flýta sér með reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur heldur vísar málinu til stjórnlagaþings.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 18:34

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Nafnar Waage og Heiðarsson.

Þú eruð komnir út í sama rugl frasan og esb andstæðingar reyna að festa sig í. Það er allt opið í þessum samningaviðræðum, þar á meðal allir þeir punktar sem Hjörleifur nefndi hérna. Eins og ég hef áður sagt, VIÐ GETUM FENGIÐ ALLAR SÉRLAUSNIR í gegn sem við viljum, svo lengi sem viðsemjendur okkar samþykki þær. Og maður fer ekki í slíka leitun með því að vaða uppi með kröfur á tveim vikum, skirfa svo upp á samninginn og kynna málið fyrir þjóðinni fyrir þjóðaratvæðisgreiðslu, allt á tveim mánuðum eins og Ögmundur Jónasson leggur til. 

Svo ef spurningin er að fá svar við ykkar spurningu, þá er svarið já, það er hægt að semja um þetta allt saman og þurfið þið ekkert að fara í einhvern sérstakan leiðangur út í heim til að fá svar við þeirri spurningu. HVORT VIÐ FÁUM þessi atriðið í gegn eða ekki veltur svo auðvitað allt á hversu vell okkar samningsteymi tekst vel til, en það er verulegur skortur á því að þeir fái frið eða stuðning til að leitast eftir þessum sérlausnum frá mönnum eins og ykkur.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 19:42

8 Smámynd: Gunnar Waage

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 20:20

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Viltu ræða þetta á einhverjum málefnalegum forsendum eða bara halda þig einhverja frasa eins og "Ég er hræddur um að aðildarsinnar vilji ekki fá neinar upplýsingar um stöðu mála því miður er það nú svo að engin fordæmi eru fyrir því að okkar helstu grundvallarkröfur muni fást i gegn."

Í fyrsta lagi þá eru öll fordæmi til fyrir hendi um sérlausnir við samningum um aðild að ESB. ALLAR þjóðir hafa fengið sínar sérlausnir og þyrftu þið ESB andstæðingar að klúðra gjörsemlega allri samningstöðu íslendinga ef við eigum ekki að fá neinar sérlausnir, en það er nú markmið ykkar eftir allt saman.

Ísland er sér á báti hvað varðar þjóðir í Evrópu sem semja sig inn í ESB, alveg sérstaklega hvað varðar fiskveiði og landbúnað, einfaldlega vegna þess að við erum staðsett langt frá Evrópu og því fiskikvótarnir mest staðbúndnir og að við erum mjög drefibýlt land og eigum því að geta sótt mjög í landbúnaðarstyrki ESB. Þar af leiðandi eigum við að geta landað mjög viðamiklum sérlausnum í báðum málaflokkum ef samninganefndin stendur sig í stykkinu.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 20:28

10 Smámynd: Gunnar Waage

Nei það eru engin forfæmi fyrir undanþágum, hvaðan hefur þú það eiginlega?

Það eru dæmi um tímabundnar undanþágur, það dugir ekki. Meira en helmingur af tekjum landsins kemur inn frá fiskveiðum, það dugir engin tímabundin undanþága í því efni.

Til þess þyrfti frávik og það er ekki í boði og verður ekki i boði.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 20:39

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sko, þetta sýnir alveg nákvæmlega að þú veist ekki neitt hvað þú ert að tala um og er sami hálfvitinn og allir þínir skoðanbræður þínir.

Hvar tala ég um undanþágur hérna. Ég tala um sérlausnir og það er svo sem alltaf sama dæmið, maður þarf að berja ofan í ykkur ESB andstæðingana muninn á þessu tvennu.

Undanþágur = Tímabundnar.

Sérlausnir = Varanlegar. 

Allar þjóðir fá bæði sínar undanþágur(tímabundnar) og sínar sérlausnir(varanlegar). Alveg ótrúlegt að menn eins og þú hafi verið að blaðra um Evrópumál í mörg ár og vitir ekkert í þinn haus hvað þú ert að tala um.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 21:25

12 Smámynd: Gunnar Waage

Þú ert að tala um það sem kallast frávik frá sjávarútvegsstjórnun ESB.

Stendur þér ekki til boða drengur minn. Er ekki á borðinu.

Fjallaðu um eitthvað sem þú ræður við drengur.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 21:45

13 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Hér er til dæmis vitna ég í aðeins nokkur dæmi um sérlausnir sem teknar voru saman í skýrslu evrópunefndar undir formennsku Björn Bjarnasonar sem seint verður talinn til Evrópusinna enda fer hann jafnan út á tún með Evrópumál eins aðrir ESB andstæðingar:

 Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum enda er
markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB. Komi upp vandamál vegna ákveðinnar
sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er þó reynt að leysa málið með því að semja um
tilteknar afmarkaðar sérlausnir.
Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973, en
samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku. Í þeirri
löggjöf felst m.a. að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í a.m.k. fimm ár mega kaupa
sumarhús í Danmörku, en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til
dómsmálaráðherra Danmerkur.175
Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum, en samkvæmt bókun við
aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka
heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í a.m.k. fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á
eyjunni. Rökin fyrir þessari bókun eru m.a. að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað
landrými fyrir nýbyggingar, sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt
landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.176
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða frávik frá 56. gr. stofnsáttmála ESB, sem bannar
takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns. Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá
banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði
um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu. Á
sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku
og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.177
Finna má ýmis dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja
og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.178
Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var
um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum,
þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að
styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu
landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við ESB um sérstuðning fyrir
Suður-Finnland.179
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og
Írlands í ESB, en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um
sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við
frjósamari svæði Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig
stuðning í aðildarsamningi sínum180 og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem
harðbýlt svæði.181 Í aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt
svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og m.a. tiltekið að hún verði
flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.182
Þegar Grikkir gengu inn í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í
aðildarsamning þeirra, en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf. Þótti ljóst að
landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst
Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningum sínum. Hið sama
gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt
gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í aðildarsamningi Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða
færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB, en í þeim
flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum,
sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á
verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang (sjá nánar í
sjávarútvegskafla).
Þá er í aðildarsamningi Möltu að finna bókun um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um
fóstureyðingar, en sambærilegt ákvæði varðandi Írland er að finna í bókun með Maastricht
sáttmálanum 1992.
Einnig gilda sérákvæði um Álandseyjar sem eru undir stjórn Finnlands.
Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur
hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af
aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir.183

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 22:00

14 Smámynd: Gunnar Waage

Hvar finnur þú frávik sem er fordæmi fyrir sjálfstæðri fiskveiðistjórnun Íslendinga?

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 22:12

15 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Og nei, ég er ekki að tala um frávik frá einu eða neina, við erum að tala um sérlausnir hérna og stendur okkur alveg til boða gagngert því sem þið reynið að ljúga að þjóðinni. Sérlausnir sem við munum fá(já munum fá ef samninganefndin fer ekki að rolast eitthvað út í horni vælandi eins og ykkar er hátturinn heldur muni sækja okkar rétt af dugnaði) munu ekki þýða nein frávik eins og þú kallar þau eða það að við séum undanþeginn sjávarútvegsstefnunni með undanþágum. En þegar þessar sérlausnir eru samþykktar af ESB, þá er þetta orðinn hluti af lagastrúktúr ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 22:12

16 Smámynd: Gunnar Waage

komdu með fordæmið takk

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 22:15

17 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

þetta er náttúrulega fyndið að rökræða þetta.

Þú segir:

"Hvar finnur þú frávik sem er fordæmi fyrir sjálfstæðri fiskveiðistjórnun Íslendinga?"

Ertu að meina fordæmi frá því þegar við sóttum seinast um aðild að ESB, og hvenær var það? Það er ekkert FORDÆMI þar sem við höfum aldrei sótt um ESB og það er enginn þjóð með nálægt því sömu sérstöðu og íslendingar í sjávarutvegi. Flestar þjóðir í ESB sitja í einni kös ofan í annarri og deila því öllum fiskistofnum saman. 

En út frá almennri skynsemi þá ætti að vera töluvert auðveldara að sækja sérlausnir í sjávarútvegi heldur en í landbúnaði þar sem Finnum var til dæmis vel ágengt. Afhverju, vegna þess að íslendingar njóta algjörrar sérstöðu miðað við aðrar ESB þjóðir í sjávarútvegi, og numer 2, sumum evrópuþjóðum væri nákvæmlega sama þótt við myndum veiða allan fisk í evrópu þar sem þær þjóðir hafa ekki einu sinni landamæri að hafinu. Raunverulegir hagsmunir okkar liggja í Sjávarútvegi, raunverulegir hagsmunir ESb liggur í landbúnaði.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 22:18

18 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

En bara til að nefna dæmi úr því sem ég var reyndar að nefna hérna rétt áðan, þá er lítill dráttur úr því sem ég copy og pastaði frá skýrslunni hérna:

"Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum,
sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á
verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang (sjá nánar í
sjávarútvegskafla)."

Og þetta meira segja þegar við erum að tala um deilistofna enda Maltverjar og Lettar ekki með neinn einasta staðbundinn fiskistofn eins og meirihluti okkar fiskistofna eru(þorslur, ýsa til dæmis).

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 22:21

19 Smámynd: Gunnar Waage

Sem sagt á Íslensku ertu að viðurkenna að fordæmin eru engin.

ok. Sem sagt tómt bull í þér frá byrjun til enda.

Hvað' finnst þér þá um margítrekuð svör stækkunarstjóra sambandsins um að ekkert sé í boði annað en að við göngumst undir stefnu sambandsins?

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 22:23

20 Smámynd: Gunnar Waage

Malta er land sem þú getur undanskilið í þessari umræðu. Kemur málinu ekkert við.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 22:24

21 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gunnar Waage, ef ég myndi taka þessi komment þín alvarlega þá væri ég skrifa hérna með það í huga að þú sért heilalaus einstaklingur. En vegna þess að við báðir vitum að þú sért kominn í vörn núna þar sem þú byrjaðir að tala niður til mín um að ég vissi ekki þetta eða hitt og ég dúndraði á þig staðreyndum sem sýndu fram á að þú vitir ekkert hvað þú ert að tala um, þá eru núna kominn í einhverja vörn og byrjaður að snúa út um að möltu getum við undanskilið og hún komi þessu máli ekkert við og að ég sé með tómt bull hérna.

Þetta eru komment sem þú kemur með til bjarga andliti í augum sjálfs þíns, en því meira sem þú skrifar af þessu bulli því bjánalegri stendur þú eftir í augum þeirra sem lessa þessi komment.

En til að svara þér.

Fordæmin vegna þess að ísland hefur aldrei sótt um og sérstaða okkar er mikil.

Og varðadni "margítrekuð svör stækkunarstjóra" sambandsins um að ekkert sé í boði, þá ert þú bara að sýna fram á að þú sért heimsýnarmaður ert að kokgleypa bullið í áróðri þinna eigin skoðanabræðra. Heimsýn hefur nefnilega á snjallan hátt tekist að hamra á því að engar "varanlegar undanþágur séu í boði". AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI. Það eru engar varanlegar undanþágur aðeins tímabundnar, og þær eru alveg í boði, og síðan VARANLEGAR SÉRLAUSNIR. Eins og áður sagði, maður þarf að berja þetta í hausinn á ykkur. 

Varðandi það sem Olli Rehn(þáverandi stækkunarstjóri) sagði um þetta mál, þá veit hann alveg sjálfur að við munum fá bæði tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir, þarf að minna þig á að hann er frá Finnlandi, þeir fengu nú aldeilis undanþágur og sérlausnir, EINS OG ALLAR ÞJÓÐIR.

Það sér það hver einasti maður 

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 22:36

22 Smámynd: Gunnar Waage

"Varðandi það sem Olli Rehn(þáverandi stækkunarstjóri) sagði um þetta mál, þá veit hann alveg sjálfur að við munum fá bæði tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir"

Jæja þetta er svona erfitt, ég skil.

Hjörleifur, kærar þakkir og haltu barráttunni áfram.

bestu kveðjur.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 22:40

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svörin hjá Jóni Bjarkan eru öll rétt.  (Í raun eru þetta  samt fáránlegar spurningar.)

þar sem mætti hugsanlega svara ítarlegar er með innflutning á dýrum og hráu kjeti o.þ.h.  þar eru reyndar ýmsir möguleikar sem eg nenni samt ekki að fara útí.  Ýmsir tæknilegir þættir sem myndu de faktó þýða bann eða verulegar takmarkanir.  það væri hægt að fá slíkt í gegn já.  Ef vilji er fyrir hendi.  En þá þarf að haska sér í hlutina og einbeita sér að verkinu!  Ekki þvarga og þvæla og henda sér niður og hlekkja við borð og stóla!  það er engu líkara en sumir hjá vg - vilji vondann samning!  I wonder why!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2010 kl. 23:37

24 Smámynd: Gunnar Waage

Það eru rétt svör við vissum spurningum Ómar, þú fleygir ekki inn einhverri hrúgu af atriðum heldur svarar til tekinni spurningu.

Spurningarar eru ekki fáránlegri en svo að þær standa í um 70% þjóðarinnar. Nánar tilt. hvernig ætlum við að komast af án fiskveiða.

Það munum við bara ekki gera. 200 mílna lögsaga okkar verður lögð niður og aflaheimildir okkar verða ekki lengur til staðar. 

Flóknara er þetta ekki. Ef einhver getur bent á fordæmi fyrir einhverju öðru þá óska ég eftir því að það sé lagt fram ellegar menn þegi bara.

Þú þarft samþykki allra aðildaríkjanna fyrir samningi við Íslendinga og af hverju ættu Íslendingar að fá í gegn auðlyndasamninga sem ekki eitt einast ríki hefur fengið? Það hafa margar þjóðir reynt að fá slíka samninga í gegn en aldrei gengið.

Nú ert þú búin að afsala þér úthlutun aflaheimilda, leyfir þar með erlendum ríkjum að ryksuga hjá þér miðin eins og ESB flotinn er þekktur fyrir. Búin að gefa frá þér alla samningsstöðu er varðar flökkustofna sem okkur hefur gengið ágætlega að semja um tvíhliða eftir atvikum í gegn um tíðina.

Þið viljið meina að einhver fordæmi séu fyrir öðru, komið þá með fordæmin - sambærileg og í beinu samhengi við spurninguna.

,,,,,,,,,,

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 00:12

25 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um Gunnar Waage, þú ert búinn að sýna algjörlega fram á það í þessum umræðum.

1. Hvernig ætlum við að komast án fiskveiða. Það er enginn að tala um að við munum verða án fiskveiða eða að lifa í þessu landi án fiskveiða.

2. 200 mílna lögsaga okkar verður lögð niður og aflaheimildir okkar verða ekki lengur til staðar. Enn og aftur þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Stærsti hluti okkar er bundinn við staðbundna stofna og ESB ríki hafa ekkert tilkall til að veiða úr neinum af þeim stofnum. Fyrir utan það að samningarnir ganga út á af okkar hálfu að gera lögsögu okkar að sérstöku sjálfstjórnarsvæði. Hér ertu því bara fariinn að blaðra eitthvað út loftið eins og Heimsýnarmönnum eru einum lagið.

3. Það er ekki til neitt fordæmi fyrir því enda ekkert ríki sem hefur eins mikla sérstöðu hvað varðar slíka lögsögu eins og íslendingar og þú ertu eins og álfur út úr hól með þessa spurningu um fordæmi.

4. "Þú þarft samþykki allra aðildaríkjanna fyrir samningi við Íslendinga og af hverju ættu Íslendingar að fá í gegn auðlyndasamninga sem ekki eitt einast ríki hefur fengið? Það hafa margar þjóðir reynt að fá slíka samninga í gegn en aldrei gengið." Það er bara algjört rugl, allar sérlausnirnar sem ég nefndi áðan eru dæmi um að þjóðir sækji um sérlausn út af einhverri ákveðinni sérstöðu. Til dæmis hefði finnskur esb andstæðingur eflaust röflað það sama og þú núna, en um það að Finnar gætu nú bara aldrei fengið að styrkja sína bændur meira en aðrar þjóðir þar sem allar þjóðir þyrftu að samþykkja það. Svo hefði hann heimtað að fá fordæmi fyrir því, en þá hefði ESB sinni lamið í hausinn á honum og sagt að það séu enginn fordæmi fyrir því þar sem engar þjóðir í ESB hafi sömu landfræðilega legu og Finnland og þetta norðarlega og því enginn fordæmi til, augljóslega. Það segir sig sjálft að það eru enginn fordæmi fyrir þessum sérlausnum öllum sem ég minntist á áður en þær voru samþykktar, þetta liggur í augum uppi annars væru það ekki sérlausnir. 

Jón Gunnar Bjarkan, 22.11.2010 kl. 02:21

26 Smámynd: Gunnar Waage

Í fyrsta lagi þá legg ég til að þú temjir þér að nota gæsalappir, allavega þegar þú vitnar í mín orð. Ofangreint blaður þar sem að ægir saman bullinu í þér og mínum texta fullnægir bara ekki kröfum.

Það nægir þér ekki að segja menn vitlausa og fara með rugl, þú ferð með algjöra þvælu Jón Gunnar og alveg merkilegt að þú skulir vera að tjá þig um málið.

Íslendingar eru með lögvarða 200 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis landið. Ráðstöfunarréttur er tryggður í lögum Sameinuðu þjóðanna, Íslendingum og engum öðrum, þetta er mjög skýrt.

Íslendingar geta gert samninga um nýtingu flökkustofna tvíhliða eða einhliða undir vernd Hafréttarsamnings Sameinuðu Þjóðanna, þetta er algerlega óumdeilt.

Það er ekkert sem að bendir til þess að  Framkvæmdastjórn ESB muni fallast á afsal sinna strandríkisréttinda undir þessum sama sáttmála.

Hér er því um hreinræktað fullveldisafsal að ræða sem og öll ökkar strandríkisréttindi færast yfir til Framkvæmdavaldsins í Brussel.

Ég er satt best að' segja orðin þreyttur á kjánum eins og þér sem vaða hér um netið og kalla okkur Íslendinga hinum ýmsu nöfnum.

Íslendingar munu afsala sér sínum réttindum sem strandríki með inngöngu í sambandið og framselja þau undir Framkvæmdastjórn ESB, eins og öll önnur ríki.

Samningur á við aðildarsamning þann sem verið er að kanna möguleikana á um þessar mundir, fer fyrir Framkvæmdastjóra allra aðildarríkja til undirritunar og engum samningi eins og þeim sem þú lýsir verður nokkurn tíman hleypt þar í gegn.

Ég veit fyllilega hvað ég er að segja eins og venjulega, Jón Gunnar Bjarkan. En þú virðist standa í þeirri trú að við séum með lögsögu hér upp á 2.200 mílur. Það eitt og sér segir mér að ég eigi ekki að eiða tíma í þetta samtal. 

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 02:47

27 Smámynd: Gunnar Waage

Lærðu að nota gæsalappir, í guðanna bænum.

bkv

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband