Of mikið færst í fang samtímis

Fyrirsögnin er sótt í pistil minn sem birtist á heimasíðu um sl. áramót. Þar var m.a. átt við stjórnlagaþingið sem nú er í uppnámi. Eftir að hafa bent á stór viðfangsefni í kjölfar hrunsins, Icesafe og vanda heimilanna, vék ég að stjórnlagaþinginu og ESB-umsókninnni þessum orðum:

Allt hefði þetta nægt landslýð og stjórnkerfi að fást við þótt ekki væri ráðist í viðameiri mál horft til framtíðar, svo sem endurskoðun stjórnarskrár lýðveldis okkar, að ekki sé talað um að sækja fyrir Íslands hönd um aðild að Evrópusambandinu. Hvoru tveggja var þó knúið fram fyrir forgöngu ríkisstjórnar og með þátttöku stjórnarandstöðu á Alþingi, umsókn um ESB-aðild með naumum meirihluta en aðeins einn greiddi atkvæði gegn lögum um stjórnlagaþing. Svikist var aftan að kjósendum með fyrri ákvörðunina og sú síðari um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefði þurft mun lengri aðdraganda og betri undirbúning, meðal annars til að ræða ítarlega spurninguna um samskipti Íslands við önnur ríki.

Nú eftir niðurstöðu Hæstaréttar ætti Alþingi að taka sér góðan tíma áður en næstu skref eru stigin. Lítil þátttaka í kosningum til stjórnlagaþingsins bar ekki vott um að meirihluti þjóðarinnar teldi málið brýnt. - Sjálfur notaði ég atkvæðisréttinn eins og í öllum almennum kosningum til þessa og er eftir sem áður þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi stjórnarskrána í heild sinni.

Hugmynd forsætisráðherra um að Alþingi skipi þá fulltrúa sem kjörnir voru á stjórnlagaþingið sem einskonar ráðgefandi nefnd án þess að til kosninga komi tel ég ótæka. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Þetta snýst ekki um magn heldu gæði.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 25.1.2011 kl. 20:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi sýndarerningur er eingöngu til þess að troða í gegn afsali fullveldis, eins og tiltekið er í 7. atriði sem endurskoða skal, samkvæmt forskrift Jóhönnu sjálfrar að ráðum Brrussel.  Annað skiptir engu máli. Þetta þing er blekking og þáttur í að liða í sundur stjórnarskránna en ekki efla hana.

Nú er tími fyrir Jóhönnu og Steingrím að taka pokann sinn. Ef þau ætla að neyða þessu með ólögu ofanm í okkur þá tekur fólk til sinna ráða. Nú er nóg komið.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú gleymir Össuri en hann er einn af aðal landráðamönnunum. Sjá lög sem brotin voru vegna ESB málsins : http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/

Valdimar Samúelsson, 26.1.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband