Írar búa við evru en eru samt í gífurlegum efnahagsvanda

Írska bólan sem oft var vitnað til hér af áróðursmönnum fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið er sprungin með hörmulegum afleiðingum. Evran hefur þar engu bjargað og er þeim nú líklega fjötur um fót þegar reynt er að rétta við efnahaginn. Innan ESB og Myntbandalagsins sérstaklega hafa ráðamenn nú þungar áhyggjur af því að þurfa kannski að draga skuldugustu ríkin upp úr feninu. Maastrict-stöðugleikanum er ógnað og spennan innan bandalagsins vex dag frá degi. Íslendingar geta verið fegnir að vera þar ekki innanborðs.
mbl.is Írar í vanda og reyna að bjarga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Sammála þér Hjöleifur.

Hans Miniar Jónsson., 3.3.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þakka þér, Hjörleifur, ágæta grein (að vanda). Vil aðeins bæta því við, að ég las á

textavarpi TVE í morgun, að atvinnuleysti á Spáni aukist enn hröðum skrefum.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.3.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

í morgun....les: í morgunn og... atvinnuleysti...les : atvinnuleysi Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.3.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er leitt að sjá hvernig óskabólan sprakk í höndunum á frændum okkar Írum áður en þjóðin náði að njóta ávaxtanna af aðlögunarerfiðleikunum. EN þessir erfiðleika Íra eru ekkert einsdæmi. Í nýinngengnum löndum ESB í austur Evrópu hefur efnahagshrunið slegið hart til! Á sama tíma biðja þessi ríki ekki um annað en eina heildstæða stefnu í fjármálum bandalagsins og hvað gera forystuþjóðirnar Frakkar, Þjóðverjar og Ítalir?   Jú, að hugsa sér: "í anda bandalagsins" hafa þessar stóru leiðandi þjóðir brugðist við efnahagsástandinu með eigin fjármálapakka til bjargar eigin landi og iðnaði. Þetta var nú öll samstaðan! 

EURO er vissulega stór "efnahagsheild" og mikið fjármagn í umferð, en bakgrunnur, hugmyndafræðin og samstaðan (samtryggingin) er fjarska feysk og ekki að byggja á.  Ég innilega vona að Íslendingar beri hamingju til þess að leggja ekki stórfé og mannafla í að eltast við þennan ljóta skapnað fyrri efnahagshugsanna sem sýnt hafa sig vera máttlausar og óvirkar!

Baldur Gautur Baldursson, 4.3.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekki bara Írland. Það var orðið deginum ljósara strax í nóvember að evran yrði Grikkjum fótakefli í baráttu við kreppuna. Og fórnarlömb evrunnar eiga því miður eftir að verða fleiri.

Haraldur Hansson, 4.3.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

mjög athyglisvert innlegg um þetta frá Kenneth Rogoff prófessor við held ég Harward í hádegisfréttum í dag. Var annars að rekast á kveðjuna frá þér sem þú settir inn á síðuna hjá mér í fyrradag og þakka - en ætli það sé ekki með mig eins og fleiri afturbata framsóknarmenn að það er bæði hægra og vinstra hjartahólf í okkur!

Bjarni Harðarson, 4.3.2009 kl. 14:47

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjóðverjar eru ótrúlega klárir og mjög svo duglegir og kröftugir og mótíveraðir og hefur bresk-bandarísku fjármálamafínnui reynst erfitt að hemja þá síðustu öldina og það svo að Þjóðverjar hafa núna í raun unnið heimsstyrjaldirnar og ráða Evrópu algjörlega og gengi evrunnar ræðst af útflutningshagsmunum Þjóðverja. Á næstu áratugum munum við sjá samruna Þjóðverja við Rússa og það verður þrælgóð eining - á friðsömun nótum í þetta sinn - og Kína og Indland munu síðan renna í þá einingu. Þetta verður Evrasískt veldi og Bandaríkin munu sitja og standa eftir fyrirmælum þess og vafalaust renna inn í það í fyllinguy tímans.

Baldur Fjölnisson, 4.3.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki er ég nú alveg sammála að evran  hafi engu bjargað fyrir Íra.  Þegar Írar tóku upp evru lækkuðu vextir þar um 4-5%. Hvað ætli séu margir Írar sem vildu skipta á evru of kr. og fá 18% vexti á lán sín? Írar hafa ekki þurft að leita á náðir AGS enda hefur EB ákveðið að aðildarríki þurfi ekki að biðla til  AGS.  Þeirra vandmál verða leyst af EB.  Þótt bankakreppan sé ógurleg á Írlandi gerður þeir ekki mun á innlendum og erlendum sparifjáreigendum þegar þeir þjóðnýttu bankana. Allir sitja við sama borð á Írlandi en ekki á Íslandi. Þessu gleyma útlendingar seint og verður komandi kynslóðum dýrkeypt.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.3.2009 kl. 09:27

9 Smámynd: Birgir Þórarinsson

Það er allavega ljóst að vafasamt telst að hlaupa í evruna með núverandi ójafnvægi í hagkerfi Íslendinga. Það væri einungis til þess fallið að festa ójöfnuðinn í sessi. Hagkerfið þarf að gengisfella í heild sinni en ekki bara velta áföllum útrásarinnar á almenning. Við þurfum að nota þau tól og tæki sem við höfum með sjálfstæðri mynt til að leiðrétta hagkerfið svo það fá að dafna á ný áður en við förum í einhver myntbandalög. Vísitölutrygging lána/innlána er þó helsti þröskuldrinn fyrir því að eðlilega sé hægt að standa að gengisfellingu skuldasöfnunarsamfélagsins íslands. Vísitölutryggingin veldur því að við gengisfallið halda þeir sem eiga peningalegar eignir sínum hlut en þeir sem skulda munu sjá eignir sínar rýrna um leið og skuldirnar hækka. Við eruð því að horfa uppá mjög mikla og óeðlilega eignatilfærslu í samfélaginu. Í öðrum samfélögum sem ekki búa við verðtryggingu rýrast bæði fasteignir og peningalegar eignir og þá um leið skuldir. En hér er vaxtaáhætta lánveitenda engin.

Birgir Þórarinsson, 5.3.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband