Sigurstranglegur listi með Kolbrúnu áfram í forystusveitinni

Niðurstöður forvals VG í Reykjavík eins og víðar á landinu skilar Vinstri grænum sigurstranglegum framboðslistum. Þeir eru skipaðir þrautreyndu fólki ásamt nýliðum á þessum vettvangi og þeim mun fjölga í þingflokknum miðað við góðar horfur um verulega fylgisaukningu. Sérstaklega þykir mér ánægjulegt að sjá að Kolbrún Halldórsdóttir er áfram með í forystusveitinni. Hún hefur verið hornsteinn í starfi Vinstri grænna allt frá stofnun og staðið sig frábærlega vel á Alþingi, stefnuföst og ósérhlífin. Ég fullyrði að enginn þingmaður býr yfir jafn mikilli yfirsýn og Kolbrún í umhverfismálum og því er hún nú á réttum stað sem ráðherra í þeim málaflokki.
mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sömuleiðis takk fyrir þinn pistil, Hjörleifur - Kolbrún hefur staðið vaktina af sannfæringu í tíu ár, lengst af í fimm eða sex manna þingflokki. Aldrei hlíft sér við því þótt yfir hana dembist svívirðingar. Hún er ein af þeim stjórnmálamanneskjum sem ég tel minnstar líkur á að muni svíkja sannfæringu sína - eða hugsjónir flokksins - fyrir lýðskrum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Æi mér leiðist Ágúst að heyra þig tala um "viðrini" og "drasl"; ef þú ert ekki ánægður með flokkinn getur þú auðvitað stofnað sjálfur önnur samtök. Við stofnuðum fjölda samtaka á 8. áratugnum vegna þess að vinstri flokkarnir þá, þar með talið Alþýðubandalagið, töldum við handónýta flokka. Ef Kolbrún kemst ekki á þing fyrir VG mun það líklega bitna á getu flokksins til að sinna umhverfis- og kvenfrelsismálum, jafnvel þótt aðrir góðir fulltrúar, þ.m.t. fólkið sem þú, Ágúst, kallar viðrini og drasl, vnni vel í umhverfismálum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: corvus corax

Listi VG er svo rosalega "sigurstranglegur" með Kolbrúnu innanborðs að það stendur flokknum fyrir þrifum. Sjálfur hef ég engan áhuga á VG á meðan stuðningur minn fer óhjákvæmilega til Kolbrúnar vegna búsetu minnar og veit ég um nokkra sem eru sama sinnis. Það má vera að nokkur atkvæði skipti flokkinn ekki máli þótt ég hafi haldið annað, en einn er hver einn.

corvus corax, 8.3.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll aftur, Ágúst, og þakka þér viðbrögðin - ég held ég sé þér ósammála um að við getum sett kvenfrelsi og umhverfisvernd í hvaða flokk sem er - það er einmitt styrkur VG að hafa sett vinstri stefnu (velferð, félagslegan jöfnuð), kvenfrelsi og umhverfisvernd og reyndar má ekki gleyma alþjóðahyggju allt saman á oddinn, ekki bara eitt mál. En ég móttek ósk um velvirðingu þótt svo blygðunarkennd mín hafi ekki særst mikið.

Já, þótt ég þekki þig ekki tel ólíklegt að ungur aldur þinn komi í veg fyrir að taka þátt í að stofna flokk eða stjórnmálasamtök - gerði það a.m.k. ekki á 8. áratugnum né öðrum tímum. Við töluðum þá, innan við tvítugt og rúmlega tvítug, á þann hátt að það ætti að taka mark á okkur!

Með bestu kveðjum til þín og til bloggsíðueigandans, Hjörleifs

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ágúst, ég held að nýr sterkur vinstri flokkur, eða lítil samtök með sannfæringu, hvort heldur, yrðu EKKI klofningur úr VG, fremur en þau mörgu samtök sem urðu til á 8. áratugnum voru klofningur frá fyrri samtökum. Einkum var stafrófssúpan KSML, KSMLb, KFÍML, EIKML o.s.frv. ekki slík samtök. Þetta fólk myndaði stjórnmálahreyfingar um sannfæringu sína. Rétt eins og þegar við, ekkert mörg, stofnuðum VG fyrir tíu árum um sannfæringu okkar, sum líka þreytt á ágreiningi um ditten og datten.

VG hefur ekki sérstaklega skilgreint femínísma og alls ekki flokkinn sem hástéttarfemínisma - verkefni flokksins er að framfylgja femínískum áherslum í pólítísku starfi. Verkefni fræðafólks getur verið að flokka femínismann, eða flokka umhverfisverndarstefnuna.

Það er einfaldlega svo að þingmenn vinstri grænna, t.d. með Kolbrúnu í fylkingarbrjósti hafi haldið þessum tveimur málaflokkum hærra á lofti en aðrir, þótt ég lasti ekki einstaka þingmenn annarra flokka. Er það t.d. hástéttarfemínismi að krefjast þess að kaup á kynlífsþjónustu, eins og það er stundum kalla, vændi í daglegu tali, verði bönnuð? Að lögum verði komið yfir melludólga? Enginn þingmaður hefur staðið í því strangara en Kolbrún á þessu sviði - held ég - og úr engum lítið gert með því, en býst ég við að hún vilji eigna flokknum baráttuna, og því geri ég það líka. Svona tegund af femínisma er reyndar allra stétta, og bæði mikilvægur fyrir karla og konur.

Með bestu kveðjum til þín, Ágúst, og líka til Hjörleifs fyrir að hýsa skoðanaskipti okkar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 17:00

6 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Ágúst.

Ég heyri að þú er annarrar skoðunar. Við því er ekkert að segja. Annars hefur Ingólfur farið ágætlega yfir sviðið.

Vegni þér vel.

Hjörleifur Guttormsson, 8.3.2009 kl. 19:41

7 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll aftur.

Félag Vinstri grænna í Reykjavík tók ákvörðun um forvalsreglur í aðdraganda þessara kosninga í félaginu og voru þær samþykktar ágreiningslaust á félagsfundi. Um röðun eftir kyni á framboðslistalista gildir það sama og í kosningunum 2007, þannig að engum þarf að koma það á óvart.

Kjörnefnd Vinstri grænn vegna alþingiskosninganna 1999 í Reykjavík gerði tillögu um framboðslista með Kolbrúnu í 2. sæti og var tillaga um listann samþykkt á félagsfundi. Það var engum fórnað fyrir hana frekar en aðra sem þá ýttu úr vör. Kolbrún hefur staðið sig frábærlega vel alla götu síðan. Það er sérstaklega ánægjulegt að hafa hana áfram í forystusveitinni.

Hjörleifur Guttormsson, 8.3.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband