Jón Bjarki - ungur maður sem á heiður skilið

Það var eflaust ekki auðvelt skref fyrir Jón Bjarka Magnússon að afhjúpa ritstjóra DV með þeim hætti sem hann gerði. Í því efni lét hann samvisku sína ráða og fyrir það á hann heiður skilið.

Með þessu hefur Jón Bjarki sýnt fram á með ótvíræðum hætti hvernig eigendur einkarekinna fjölmiðla beita áhrifavaldi sínu til að grípa fram fyrir hendur blaðamanna og stjórna því sér í hag sem kemur fyrir almenningssjónir.

Af ýmsum talsmönnum fjölmiðla hefur verið reynt að andmæla gagnrýni um tengsl eigenda og ritstjórnar en nú liggur það fyrir í tilviki DV með ótvíræðum hætti. Margir hafa líka áttað sig á ofurvaldi eigenda gagnvart Fréttablaðinu og kollsteypa Morgunblaðsins eftir að Styrmir lét þar af ritstjórn blasir við þeim sem sjá vilja.

Hér er um að ræða einn stærsta veikleikann á íslensku samfélagi, því að fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu afar skoðanamyndandi áhrif með svipuðum hætti og auglýsingar.

Davíð Oddson gerði heiðarlega tilraun til að takmarka kverkatak einstakra auðmanna á fjölmiðlum en þáverandi stjórnarandstaða bar ekki gæfu til að stuðla að lagasetningu sem reisti skorður við eignarhaldi fjársterkra aðila - að ekki sé talað um hlut forseta Íslands í því samhengi.

Vonandi blæs fordæmi blaðamannsins unga öðrum heiðarlegum blaðamönnum kapp í kinn þannig að þeir standi vörð um starfsheiður sinn gegn íhlutun valdsmanna og fjármagnseigenda.

 


mbl.is Reynir biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vil þakka þér fyrir þessi hlýju orð þín í garð Davíðs Oddssonar, orð í tíma töluð úr þinni átt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nú er ljóst að Jóni Bjarka ætti að veitast fálkaorðan fyrir djörfung síðan í þágu íslensku þjóðarinnar. Ég fer fram á stórriddarakross þar sem þetta er sérstök hetjudáð (með það í huga að tveir frammámenn i handboltahreyfingunni fengu stórriddarakross orðunnar þegar handboltaliðið kom heima frá Kína).

Baldur Gautur Baldursson, 17.12.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég verð að segja að mér þótti miður að VG skyldi ekki taka ótvíræða afstöðu með fjölmiðlafrumvarpinu gegn Baugsveldinu, krötum og forseta þessara afla.

Varðandi ritstjóra DV, sem ætlar að sitja sem fastast: Af hverju var þessi maður ekki dreginn fyrir dóm á sínum tíma fyrir kókaínsmygl?

Björgvin R. Leifsson, 18.12.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Björgvin Rúnar, athugasemd þín er afar ósmekkleg. Reynir Traustason hefur án vafa sætt sinni ábyrgð gagnvart fortíð sinni með tilheyrandi mannorðsskaða.

Það breytir því hins vegar ekki að Reynir bregst í hlutverki sínu nú sem ritstjóri, trúverðugleiki hans sem og DV er hruninn enn einu sinni.

Ég fæ hins vegar ekki skilið Hjörleifur hvers vegna þú ert ósáttur við aðkomu Forseta að fjölmiðlafrumvarpinu. Það var að mínu mati það eina rétta í stöðunni, það eina lýðræsilega í stöðunni. Ólafur Ragnar hafnaði ekki frumvarpinu sem slíku, hann vildi láta þjóðina kjósa um það. Hvort sem að menn eru með eða á móti frumvarpinu eins og það lá fyrir að þá er Forseta að mínu mati ekki stætt á því að samþykkja lög sem skoðanakannanir þá sýndu að ríflega 80% þjóðarinnar var orðið andstætt.

Jón Bjarki á óskerta virðingu mína fyrir sitt athæfi.

Baldvin Jónsson, 20.12.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Baldvin. Maður, sem smyglar kókaíni viljandi gegnum tollinn til þess að geta síðan skrifað um þá lífreynslu í sorpblað, sem hann ritstýrir, er að mínu mati að minnsta kosti jafn ósmekklegur og athugasemd mín.

Björgvin R. Leifsson, 20.12.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Einu gleymdi ég varðandi fyrri athugasemd mína en það er að mér hefði hugnast betur að forsetinn hefði beitt neitunarvaldi gegn hinum fálffasísku útlendingalögum, sem við sitjum uppi með og liðu í gegn um þingið í skjóli moldviðrisins kringum fjölmiðlafrumvarpið.

Björgvin R. Leifsson, 20.12.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband