Orkuöflun til álvera í Helguvík og á Bakka stenst ekki gagnrýna skoðun

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar 1. október gagnmerka grein í Smuguna (http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2327) undir fyrirsögninni Hinar miklu orkulindir Íslands. Getum við virkjað endalaust?.

Þetta er skýrt framsett og vel rökstudd grein hjá Sigmundi sem ég hvet sem flesta til að lesa.

Í niðurlagi hennar segir m.a.:
"Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu."

Lokaorð höfundar eiga erindi við sem flesta:
"Því miður er það svo að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands er tómt plat. Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa. Það er fráleitt að æða út í framkvæmdir við álver eins og gert er í Helguvík og halda að það „reddist einhvern veginn“ þegar fyrirsjáanlegt er að það reddast ekki."

Sigmundur hefur af ásettu ráði ekki tekið umhverfisverndarsjónarmið með í röksemdir sínar nema í fáum tilvikum, en sé það gert verður galskapur stóriðjuliðsins enn augljósari. Benda mætti einnig á aðvaranir Stefáns Arnórssonar jarðefnafræðings og prófessors um sjálfbæra nýtingu háhitasvæða.

Þessi grein Sigmundar ætti að vera skyldulesning fyrir alþingismenn og ráðherra og ríkisstjórn svo og forseta Íslands sem erlendis hefur kynt undir glórulausar hugmyndir um orkulindir Íslands. Sérstaklega ættu þingmenn Suðurlandskjördæmis og Norðurlands eystra þar sem umrædd álver yrðu staðsett að taka úttekt Sigmundar til sameiginlegrar meðferðar í sinn hóp.

Ábendingar Sigmundar renna styrkum stoðum undir nauðsyn þess að allar stóriðjuframkvæmdir er varða álver í Helguvík, orkuöflun og orkuflutning til þess, verði tafarlaust settar í sameiginlegt umhverfismat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er algjörlega sammála þér Guttormur,

  • þetta þýðir bara það eitt, að með þessu háttarlagi er verið að taka sjálfa lífsbjörgina frá fólki á stórum landsvæðum. Fólkið kemur engum vörnum við í þessu stríði. Því orkan skipar æ stærri og meiri sess mögu leikum fólks til sjálfsbjargar á sínu heimasvæði.
  • Ekki bara það, fólk sem býr í námunda við hugsanleg jarð-varmavirkjunarsvæði virðist dæmt til að þola endalausa brennisteins mengun. Stórskaðleg mengun, er gæti orðið hlutskipti íbúa í Hveragerði
  • En þessi lífsbjörg fer ekki bara frá fólki á fjarlægum slóðum, heldur einnig t.d. á Suðurnesjum. Svæði sem hefur mjög fjölbreytta möguleika í atvinnumálum. 

Kristbjörn Árnason, 2.10.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Fyrirgefðu Hjörleifur,

ég snéri nafninu við

Kristbjörn Árnason, 2.10.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það er fráleitt að æða út í framkvæmdir við álver eins og gert er í Helguvík og halda að það „reddist einhvern veginn“ þegar fyrirsjáanlegt er að það reddast ekki."

Þetta er órökstutt bull og slíkt á ekki að vera skyldulesning eins eða neins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband