Hvað verður um stækkunaráformin í Straumsvík?

Það er ekki aðeins að tekjur Landsvirkjunar hafi dregist mikið saman vegna lækkunar á álverði heldur má einnig búast við að álfyriræki, bæði Rio Tinto Alkan, Alcoa og Century dragi við sig að ráðast í nýfjárfestingar.

Hvað verður um áformin um stækkun í Straumsvík?

Hvað verður um fyrirhugaðar framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun?

Eru líkur á að Helguvíkurál haldi áfram með framkvæmdir?

Álver á Bakka við Húsavík er augljóslega úti í buska.

Fróðlegt væri að fá heildarmat innvígðra á stóriðjudæmið hérlendis, bæði framkvæmdaáform og einnig raforkusamninga sem passað er að birta ekki í skjóli viðskiptaleyndar.


mbl.is Rio Tinto dregur saman seglin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Á meðan er íbúum Norðurþings - og sveitarfélaginu sjálfu - haldið í heljargreipum einhvers samnings við Alcoa, sem virðist koma í veg fyrir að aðrir aðilar geti komið til Húsavíkur með meðalstóran atvinnurekstur og nýtt eitthvað af orkunni á Þeistareykjum. Ég veit um nokkur dæmi þess að fyrirtækjum hafi verið neitað um aðstöðu hér fyrir norðan.

Björgvin R. Leifsson, 10.12.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband