Stefnumörkun Þingvallanefndar 1988. Hvað er að gerast?

 

Árið 1988, 27. maí, samþykkti Þingvallanefnd skipuð Þórarni Sigurjónssyni, Þorsteini Pálssyni og undirrituðum Stefnumörkun í skipulagsmálum þjóðgarðsins. Þar segir í lið 3.24: Sumarbústaðir innan þjóðgarðsins:"Samningar um sumarbústaði í þjóðgarðinum renna út á næstu árum. Þessir samningar verða ekki framlengdir, nema þá til 10 ára í senn.Ákvæði verða sett í samninga, m.a. um hámarksstærðir húsa, frjálsa og hindrunarlausa umferð, forkaupsrétt og kauprétt, þannig að þjóðgarðurinn geti smám saman eignast þau mannvirki sem þörf er talin á vegna skipulagsins.Girðingar verða ekki leyfðar umhverfis hvern sumarbústað enda verði allir bústaðir innan einnar girðingar.Gert verður deiliskipulag af sumarbústaðasvæðinu."Eðilegt er að Þingvallanefnd upplýsi nákvæmlega hvað gert hefur verið í sumarbústaðamálum þjóðgarðsins eftir að þessi stefnumörkun var samþykkt 1988 en með henni var snúið frá fyrri stefnu, t.d. voru samningar um bústaði í upphafi gerðir til allt að 50 ára. Undirritaður telur, nú eins og þegar stefnan var mótuð 1988, að allir sumarbústaðir einkaaðila undir Hallinum í landi þjóðgarðsins, þ.e. á svæðinu sunnan Valhallar meðfram Þingvallavatni, eigi að víkja. Með því einu er unnt að bæta fyrir það hneyksli sem fólst í úthlutun sumarbústaðalóða í þjóðgarðslandinu á tímabilinu frá 1930 til 1970.Svo virðist sem þetta hafi ekki gengið eftir. Eðlilegt er að krefjast þess að Þingvallanefnd geri nú hreint fyrir sínum dyrum og marki stefnu sem samræmist lögum um þjóðgarðinn en samkvæmt þeim "skulu Þingvellir við Öxará og grenndin þar vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga." (Lög nr. 59/1928).
mbl.is Þyrlur sveima yfir þjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband