Ísland úr skammarkróknum

Það er góðra gjalda vert að Ísland er á leið úr skammarkróknum sem fyrri stjórnvöld komu okkur í samhliða Kyótóbókuninni. Eflaust eiga eftir að heyrast ramakvein hérlendis frá ýmsum vegna þessarar stefnubreytingar.

Annað mál er það að horfurnar varðandi niðurstöður Kaupmannahafnarfundarins eru ekki bjartar og þau markmið sem samningamenn ráðandi ríkja og ríkjahópa nú ræða um sem viðbrögð við loftslagsvandanum ná alltof skammt. Það þýðir að vandinn vex og glíman fram undan verður þeim mun erfiðari.


mbl.is Loftlagsráðstefnan sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju ættum við að vilja úr skammarkróknum?  Þar er svo hlýtt og notalegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Hjörleifur, margt af því sem þú tókst upp hér fyrr á árum og þótti skrítið, er nú talið hið eðlilegasta mál.

Hélt reyndar fyrst að þú værir að hvetja til þess að samþykkja Icesave eða ganga í ESB, það hefði verið verra mál

Sigurður Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ef það er að vera í skammarkróknum að vera það land í heiminum sem notar nær eingöngu endurnýjanlegar orkulindir og stendur fremst meðal jafningja í nýtingu á þeim þá held ég menn þurfi að endurskilgreina hugtakið skammarkrókur.

Ég myndi þá ráðleggja með menn byrjuðu á því að skilgreina svart sem hvítt.

Mengunarkvótar eru í dag verðmæti eins og fiskveiðikvótar, mjólkurkvótar og allir aðrir kvótar sem byggja á að takmarka aðgang að auðlindum eða verðmætum.

Ef til stendur að Ísland ætli að kasa frá sér kvóta að verðmæti 15 milljarðar þá ætla ég rétt að vona að einhverjir reki upp ramakvein.

Hvað svo sem kvótinn eða verðmætin heita, það skiptir ekki máli, það er skylda stjórnvalda á hverjum tíma að gæta hagsmuna þjóðarinnar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með nafna mínum Þorsteinssyni.  Hjörleifur hefur oft  sagt ýmislegt t.d. um náttúruvernd og Schengen sem féll ekki að tískunni, jafnvel ekki í hans eigin flokk, en eltist vel ef svo má segja.

Í ljósi þessa yrði mér illa brugðið ef Hjörleifur tæki upp á því að hvetja til þess að Ísland yrði innlimað í ESB, hvað þá að aðgöngumiði yrði keyptur með VISA rað í partíið  fyrir 700 milljarða

Sigurður Þórðarson, 7.12.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband