Icesafe-mįliš er samsafn rangra įkvaršana ķ 15 įr

Ķslenska žjóšin situr įfram föst ķ Icesafe-dżkinu og sér hvergi ķ land. Sś ótrślega staša aš einkabankar geti stofnaš til skuldbindinga ķ śtlöndum sem leiši til endurkröfu į ķslenska rķkiš į rętur ķ EES-samningnum sem rķkisstjórn Sjįlfstęšisflokks og Alžżšuflokks stóš aš fyrir 15 įrum og helmingur žingflokks Framsóknar skrifaši upp į.

Icesafe-skuldbindingarnar įttu drjśgan žįtt ķ aš fella ķslensku bankana haustiš 2008 og žįverandi rķkisstjórn Sjįlfstęšisflokks og Samfylkingar skrifaši upp į endurkröfu Breta og Hollendinga og fékk hana samžykkta meš įlyktun Alžingis 5. desember 2008 svohljóšandi:

"Alžingi įlyktar aš fela rķkisstjórninni aš leiša til lykta samninga viš višeigandi stjórnvöld vegna innstęšna ķ śtibśum ķslenskra višskiptabanka į Evrópska efnahagssvęšinu į grundvelli žeirra sameiginlegu višmiša sem ašilar hafa komiš sér saman um."

Mešal žeirra sameiginlegu višmiša sem žarna er vķsaš til og birt voru ķ greinargerš stjórnartillögunnar stóš m.a.:

"Ašilar [ķslensk, bresk og hollensk stjórnvöld] komu sér saman um aš tilskipunin um innstęšutryggingar hafi veriš felld inn ķ löggjöfina um Evrópska efnahagssvęšiš ķ samręmi viš samninginn um Evrópska efnahagssvęšiš og gildi žvķ į Ķslandi meš sama hętti og hśn gildir ķ ašildarrķkjum Evrópusambandsins." Um pólitķska nišurstöšu sagši m.a. ķ greinargerš: "Gert er rįš fyrir žvķ aš žau rķki sem hlut eiga aš mįli muni ašstoša sjóšinn viš aš standa undir žessu verkefni og žaš verši ķ formi lįnveitinga viškomandi rķkja til sjóšsins meš įbyrgš ķslenska rķkisins."

Žessari mįlsmešferš greiddu atkvęši žingmenn Samfylkingar og Sjįlfstęšisflokks, žingmenn Framsóknar sįtu hjį en allir višstaddir žingmenn VG greiddu į móti svo og Pétur H. Blöndal. Breytingartilaga Péturs H. Blöndal um aš bera ętti vęntanlega samningana undir Alžingi var felld af stjórnarlišinu.

Meš žessari samžykkt Alžingis į ašventu 2008 var brautin vöršuš sem leitt hefur ķ nśverandi stöšu. Į žvķ ber nśverandi rķkisstjórn einnig įbyrgš og hśn hefur vissulega gert żmis mistök ķ mešferš mįlsins.

Meš synjun forseta Ķslands ķ dag į stašfestingu į lögunum um rķkisįbyrgš frį žvķ į gamlįrsdag er deilan um Icesafe fęrš į nżtt óvissustig sem įskorendurnir undir kröfu um žjóšaratkvęšagreišslu hafa margir hverjir enga grein gert sér fyrir. Hvergi hillir undir leikslok ķ žeirri hryllingsóperu sem efnt hefur veriš ķ sl. 15 įr undir merkjum EES-samningsins.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jślķus Björnsson

Hvergi hillir undir leikslok ķ žeirri hryllingsóperu sem efnt hefur veriš ķ sl. 15 įr undir merkjum EES-samningsins.

Žaš eru orš aš sanni, sem margir kalla nż-frjįlshyggju ķ framkvęmd. 

Jślķus Björnsson, 5.1.2010 kl. 18:56

2 Smįmynd: Siguršur Žóršarson

Ég get sannarlega tekiš undir allt ķ žessari glass žinni en hśn er langt frį žvķ aš vera tęmandi eins og viš vitum.

Aušvitaš er tekin įhętta meš žessu en hinn  kosturinn  sem bošiš er uppį aš kaupa žennan ašgöngumiša aš ESB var einfaldlega žaš slęmur viš höfšum engu aš tapa.

Siguršur Žóršarson, 5.1.2010 kl. 20:22

3 Smįmynd: Kristinn Pétursson

Glešilegt įr Hjörleifur. Žś hefur oft višhaft réttmęt ašvörunarorš.

Kristinn Pétursson, 5.1.2010 kl. 20:51

4 Smįmynd: Ómar Bjarki Kristjįnsson

Takiši eftir žvķ aš Hjörleifur įttar sig į lagalegu skuldbindingunni žessu mįli višvķkjandi ?

Žiš ęttuš nś aš bišja Hjörleif um aš uppfręša ykkur žvķ eg sé menn hérna aš ofan sem hafa NEITAŠ žvķ aš um lagalega skuldbindingu vęri aš ręša !

"Sś ótrślega staša aš einkabankar geti stofnaš til skuldbindinga ķ śtlöndum sem leiši til endurkröfu į ķslenska rķkiš į rętur ķ EES-samningnum..."

Skuldbinding sem leišir til endurkröfu og į rętur ķ ees - žetta er alveg nógu skżrt.

Ómar Bjarki Kristjįnsson, 5.1.2010 kl. 23:21

5 Smįmynd: Siguršur Sveinsson

Góš upprifjun, Hjörleifur. Lįttu heyra ķ žér miklu oftar um žetta mįl og żmis önnur.

Siguršur Sveinsson, 6.1.2010 kl. 07:12

6 Smįmynd: Jakob Žór Haraldsson

Tek heilshugar undir orš Siguršar Sveinssonar, mjög mikilvęgt aš RÖDD žķn heyrist oftar..!

kv. Heilbrigš skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Žór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 17:42

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband