Bindi eða ekki bindi - það er spurningin

Loksins tók forysta Alþingis á sig rögg og aflétti þeirri þrúgandi kvöð af karlkyns þingmönnum að þurfa að bera hálsbindi í þingsölum. Þessi tímamótaákvörðun sem forsætisnefnd þingsins tók að tillögu sómakærs skrifstofustjóra er í fullu samræmi við það langa nef sem gömlum hefðum um aðhald og forsjálni hefur verið gefið á útrásartímum. Þar voru einmitt víkingarnir okkar sem skildu hálsbindin eftir heima þegar þeir lögðu til atlögu við gömul virki jafnt í Danmörku sem á Stóra-Bretlandi. Hver man ekki eftir Jóni Ásgeiri með opna skyrtuklauf þess albúinn að gera atlögu að Windsor-kastala? Sjálfsagt vilja alþingismenn ekki vera minni bógar nú þegar þeir hyggjast hefna harma sinna út af Icesafe og öðrum yfirgangi hermdarverkaliðsins handan Atlantsála.  

 

Auðvitað verður ekki staðar munið við skyrtuklaufina og ólukkans hálsbindið. Er ekki sjálfsögð og eðlileg krafa karlkynsins að fá að íklæðast stutterma bolum einum saman að ofan merktum helstu hugðarefnum viðkomandi hverju sinni, nú eða einfaldlega bera á sér brjóstin? Ég geri ráð fyrir að skrifstofustjóri og forsætisnefnd geti ekki haft á móti því að menn fái að hnykla vöðvana til áréttingar úr ræðustól þingsins. Er ekki frjálsræði í þessu landi? Við erum öll á vatnaskilum. Tie or no tie – that is the question.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins og ég hef sagt mættu þingmenn vera allsberir mín vegna ef eitthvað vit væri í þeim!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband