Málflutningur á ótrúlega lágu plani

Mig rak í rogastand að hlýða á viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur á sjónvarpsvef Mbl í gær. Hún hafði efnislega ekkert fram að færa annað en tönnlast á ESB-aðild sem allrameinabót. Hún tók meira að segja undir með Benedikt Jóhannessyni sem rekur nú stanslaust hræðsluáróður um annað hrun ef Íslendingar kyngi ekki ESB-aðild.

Eitt af því sem borið er á borð og Jóhanna skrifaði upp á með Benedikt framkvæmdastjóra er að umsókn um ESB-aðild strax í júní sé svo mikilvæg þar eð Svíar verði í forsæti fyrir ESB á seinni helmingi ársins. Þetta afhjúpar slíka fávisku að halda mætti að viðkomandi sé ekki sjálfrátt. Umsókn um ESB-aðild fer ekki í hendur formennskuríkis hverju sinni heldur til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel sem sér um samninga við önnur ríki.

Álíka gáfulegur er forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins um að Bretar muni hjálpa Íslandi inn í ESB á mettíma og bæta með því fyrir að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Flest er þannig tínt til af merkingarlausu þvaðri til stuðnings við áróður ESB-liðsins. Þegar fréttin er útfærð aftar í blaðinu kemur í ljós að viðkomandi ráðherra breskur nefnir sérstaklega að "aðgangur að fiskimiðum" yrði væntanlega stórt atriði! Það er von að Bretar myndu "fagna og styðja sterklega" ESB-aðildarumsókn Íslands, svo enn sé vitnað í þennan fréttamiðil Þorsteins Pálssonar.

 

 


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Já, slíkur málflutningur er fyrir neðan hverja einustu hellu.

Sigurjón, 22.4.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er með ólíkindum hvað kreppuklám Benedikts hefur náð að lita umræðuna mikið. Nú eru kosningar að skella á og umræðan farin að snúast um flóttaleiðina til Brussel, eingöngu. Þetta er mjög sorglegt.

Haraldur Hansson, 22.4.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það stefnir í það að öllu skipti að VG standi í ístöðunum í Evrópumálunum gagnvart Samfylkingunni. Yfirlýsingar Samfylkingarinnar í Evrópumálum, sem augljóslega er ekki sízt beint að VG, eru fyrir neðan allar hellur. Ég trúi því að VG láti ekki vaða yfir sig og taki þátt í því að opna á inngöngu í Evrópusambandið. En ég verð líka að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvað Ögmundur Jónasson er að fara hérna: http://www.visir.is/article/20090421/FRETTIR01/310852991

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 11:58

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Leiðrétting: "Ég trúi því að VG láti ekki vaða yfir sig og taki ekki þátt í því að opna á inngöngu í Evrópusambandið."

:)

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 11:59

5 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Ósköp er þessi bloggfærsla þín lituð af pirringi og hroka; andstæðingurinn er sem fyrr hinn vinstri flokkurinn, þeir sem eru óssammála þér eru fávísir og á lágu plani. Ég segi nú bara eins og nafna mín forðum: Skyldi þér ekki leiðast að hafa alltaf rétt fyrir þér?

Guðrún Helgadóttir, 22.4.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Reyndar er hryggilegt að stjórnmálamenn skuli ekki sjá lengra en skammtímalausnir signt og heilagt. Ég furða mig á ummælum Jóhönnu sem ég tel prýðisgóða stjórnmálakonu. Sama á við um ummæli Þorgerðar Katrínar. Þar birtast skammtímalausnir sem eiga sína líkar meðal sæmilega velupplýstra stjórnmálamanna. Allir gera sér grein fyrir að álvershugmyndir eru landskemmandi, brot á allri skynsemi og um 10 árum á eftir sínum tíma. Þeir sem hafa kynnt sér ástand þungaiðnaðar meðal iðnlandanna stóru vita að áliðnaðurinn er hverfandi núna á tímum lokanna á stórum bílaverksmiðjum, flugvélaverksmiðjum og í skipasmíðaiðnaði. 

Svona málfluttningur hryggi mig bara!

Baldur Gautur Baldursson, 22.4.2009 kl. 16:31

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

ESB er langtímastefna sem er skýr og efnisleg.  Menn geta verið með eða á móti en það liggur alveg ljóst fyrir að ESB þýðir ýmislegt sem hægt er að ræða um og þreifa á.  Sum gott og annað miður svo sem sjávarútvegsstefnan. 

Hins vegar virðast ESB andstæðingar hafa engin önnur sameiginlega stefnumál en að vera ósammála ESB sinnum.  Þar haga þessi aðilar sér eins og repúblikanar í Bandaríkjunum með Karl Rove og Bush í fararbroddi.  Engin efnisleg stefna nema að krítisera andstæðinginn og reyna að þreyta fólk svo það gefist upp á andstæðinginum og hverfi yfir til "tómarúmsins" 

Hjörleifur, ef þessi málflutningur Jóhönnu er á svona lágu plani hvar finn ég hinn háfleyga málflutningur ESB andstæðinga?

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.4.2009 kl. 17:52

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er einhver maðkur í mysunni þegar hinar gömlu nýlenduþjóðir Evrópu gefa það í skyn að Ísland fái "flýtimeðferð" inn í ESB - umfram allar aðrar þjóðir. Hverra hagsmuna?

Er einhver hissa á því að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé vantrúa á heilindin sem búa að baki?

Kolbrún Hilmars, 22.4.2009 kl. 18:18

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þarna kemur þú einmitt að mergi málsins Hjörleifur.... Eins og Lára Hanna bloggari gat til í silfri Egils er pólitískur rétttrúnaður sem ræður för þegar talað er um á með eða á móti evrópusamaninu- Menn eru sífelt ofan í skotgröfunum og kemur það í veg fyrir að ræða um hlutina af ísköldu raunsæi. Ég get ekki með nokkru móti myndað mér heilstæða skoðun um evrópu mál því áróður beggja þessara hópa er svo hlutdrægur.

Ég auglýsi eftir málefanalegri og hlutlausri umræðu um þetta mál... 

Brynjar Jóhannsson, 22.4.2009 kl. 18:42

10 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Mæti Hjörleifur, hvar finnur þú helst til minnimáttarkenndar gagnvart félögum okkar í Evrópu? Þú ert næst síðasti maður, hvern ég kannast við, til að vera kyndilberi fáfræði og heimóttar.

Bjarni G. P. Hjarðar, 22.4.2009 kl. 20:43

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Íslenskt hugvit og menntun er miklu eftirsóknarverðari fyrir ESB en einhverjir þorskar!

Já er það kæri Stefán? Kanski áttu við bankahugvit Samfylkingarinnar? Banka og fjármálahugvit Banka-Samfylkingarinnar? En bankamálaráðherra Íslands og yfirmaður Fjármálaeftirlits Íslands sagði þetta einnig, en bara með öðrum orðum. Hann er nefnilega Samfylkingarmaður og sagði því þetta:

Frambjóðandi Samfylkingarinnar 2009

"Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma".  

Þetta sagði bankamálaráðherra Íslands, yfirmaður Fjármálaeftirlits Íslands, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson þann 5. ágúst 2008 um bankakerfi Íslands. Hugvit Samfylkingarinnar. Ég undirstrika að þetta er ekki tekið úr bíómyndinni Clueless, heldur úr ræðu þessa fyrrverandi yfirmanns Banka- og Fjármálaeftirlits Íslands

Þeir sem hafa raunverulegan áhuga á að vita hvað það er sem er og hefur alltaf verið grunnstólpi tilveru íslensku þjóðarinnar, ættu að skoða eftirfarandi mynt hér. Það er mjög mikið hugvit sem er skapað, notað og bundið í SJÁVARÚTVEGI ÍSLANDS. Hann er gullforði Íslands. Það er hinsvegar einn gratís Samfylkingar bolli af Café Latté á bar í Brussel ekki. 

Mikilvægi sjávarútvegs fyrir efnahag Íslands

mikilvaegi sjavarutvegs thumb 250 

Smella hér til að skoða í mynd og tölum

Mikilvægi sjávarútvegs 

 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2009 kl. 21:36

12 identicon

Sannið til, Samfylkingin mun taka Vinstri Græna í gíslingu með þetta mál og gera þar með stjórnina óstarfhæfa strax eftir kosningar.

Sama og gerðist síðasta haust. Undanfarnir 3 mánuðir eru bara leikaraskapur og eftir næstu helgi verður þetta no more mr. nice guy - fuck the public.

sandkassi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:42

13 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Ágætu gestir.

Það verður auðvitað hver og einn að hafa það sem hann telur réttast í mati á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Sjálfur hef ég fylgst náið með þróun ESB í aldarfjórðung, taldi mér skylt að gera það sem þingmaður, sem fulltrúi í fyrstu Evrópustefnunefnd Alþingis 1988-1991, sem fulltrúi í utanríkismálanefnd Aþingis í áratug, með setu í Norðurlandaráði um árabil og síðar á vettvangi EFTA-nefndar þingsins. Áratugur er frá því ég hætti á þingi, en ég hef áfram fylgst með þróun ESB og umræðu um hugsanlega aðild og þá leið sem ég mæli með, þ.e. að standa utan sambandsins en halda uppi góðum samskiptum við það með okkar fullveldi í því horfi sem nú er og helst að styrkja það enn frekar.

Það eru enginn vandkvæði á að halda uppi góðu samstarfi við ESB á fjölmörgum sviðum, á grundvelli EES-samningsins eða með tvíhliða samningi í hans stað. Hér á því enginn hræðsluáróður rétt á sér.

Einn nefndi hér hættu á einangrun varðandi menntun og rannsóknir. Auðvitað þarf að tryggja gott og eðlilegt samstarf á þeim sviðum sem öðrum en alveg ástæðulaust að halda að til þess þurfum við ESB-aðild. Heimurinn er líka stærri en ESB-svæðið og þar erum við í betri stöðu að tryggja okkar hagsmuni en sem þátttakendur í sambandinu.  - Gjaldmiðill er flóknara mál og á því eru margar hliðar, en evra er þar engin patentlausn og auk þess ekki í boði um langt árabil, þótt við værum orðin aðili að ESB á morgun. - Lítið líka til landa á evru-svæðinu eins og Írlands og til landa með tengingu eigin gjaldmiðils við evru eins og Lettlands.

Ég hef talið mér skylt að kynna öðrum mín sjónarmið, m.a. nú í aðdraganda alþingiskosninga þar sem Samfylkingin og fleiri knýja á um að sótt verði um aðild að sambandinu. Á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur hef ég dregið saman í stuttu formi nokkur þau atriði sem ég tel að mæli gegn aðild lands okkar að Evrópusambandinu. Ég tel mig byggja þar á staðreyndum um grundvallareglur sambandsins og álykta út frá þeim og samningaviðræðum ríkja sem leitað hafa eftir aðild, þar á meðal Norðmanna í tvígang. Ísland fær enga sérmeðferð umfram önnur ríki í aðildarviðræðum, í mesta lagi tilslökun um fáein ár varðandi gildistöku (tímabundnar undanþágur) einstakra þátta. Þannig liggur málið ljóst fyrir þeim sem til þekkja og þetta getur hver og einn kynnt sér þótt auðvitað fylgi því nokkur fyrirhöfn.

Það er leitt að fylgjast með því hvernig margir þeir sem hafa áhuga á aðild að ESB koma sér hjá að ræða málið á efnislegum forsendum en reyna að sveipa það þoku og láta liggja að því að Íslendingum kunni að bjóðast einhver sérkjör. 

Hjörleifur Guttormsson, 22.4.2009 kl. 22:24

14 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afhverju einblína menn alltaf á evru?? er sambó kannski búin að lofa uppí ermina á sér með múturpeningum frá ESB einsog þeir eru þekktir fyrir að nota til að nauðga þjóðum inní ESB.Við búum á besta stað í heimi og ég vill ekki að einhver Brussel ketlingur segi mér í framtíðinni um það hvenær ég megi fara á klósettið af því að hann bjó til reglu um það!! nei takk.Það eru miklir möguleikar að opnast fyrir okkur kannski í olíu og kannski líka þegar siglingaleiðin norðurfyrir Grænland opnast og ekki vill ég að einhverjir spilltir ánskotar í Brussel hirði það af okkur.Það virðist vera voða viðkvæmt að ræða um aðra möguleika tildæmis að ath með Dollar sem væri mun heppilegra fyrir okkur einsog er og tæki ekki eins langan tíma að koma í gagnið og evru.Er ekki aðalmálið í dag að koma stöðugleika á okkar gjaldmiðil svo að við getum haldið áfram?og ég held að það gerist ekki í sambandi með ESB þar sem allt er á niðurleið og hver hugsar um sjálfansig..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.4.2009 kl. 22:29

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mæltu manna heilastur, Hjörleifur. Mér hefur alltaf fundist rök ESB-sinna vera þokukennd, á meðan að þeir sem ekki vilja inngöngu eru mun jarðbundnari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 02:10

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð og þörf skrif hjá þér, Hjörleifur.

Ég hvet alla til að smella á þennan tengil í innleggi Gunnars Rögnvaldssonar. Þar sést á 2. töflunni, að þrjú ríki eru algerlega sér á báti í því, hve tekjur af sjávarútvegi eru þar miklar á mann hjá þeim þjóðum – öll önnur ríki eru með slíkar árstekjur undir 100 dollurum á mann. En tekjuhæstu ríkin að þessu leyti eru Danmörk (240 dollarar á mann), Noregur (835) og .... ÍSLAND í efsta sæti með 3.642 dollara tekjur af sjávarútvegi á hvern ríkisborgara á árinu 2005. Þetta merkir, að þessar tekjur, reiknaðar á hverja fjögurra manna fjölskyldu, eru (skv. núgengi dollars) yfir 1,8 milljónir króna á ári.

Þar að auki má benda á, að gjaldeyristekjur sem hver meðalstarfsmaður í sjávarútvegi og landbúnaði aflar þjóðinni (síðari greinin skilar reyndar mun minna en sú fyrrnefnda) eru 12 sinnum meiri en meðalstarfsmanna í öðrum atvinnugreinum, sjá greinina Hagsmunir Íslands liggja í sjávarútvegi.

Svo vanvirða sumir þessa aðalgjaldeyrislind landsins – þykjast hafa efni á að líta sjávarútveginn smáum augum! Sorglegt, hvílík blinda hefur heltekið marga í þjóðfélaginu.

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 02:10

17 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Við þurfum ekki að skipta um gjaldmiðil hér innanlands en við gætum þurft að skipta um hagfræðinga og áreiðanlega um peningastefnu.

Það er ótrúlegt að menn kenni krónunni um ófarir viðskiptalífsins og telji hana dauða. Raunverulega ástæðan er auðvitað mistök stjórnenda í fyrirtækjum, hagstjórnarmistök og röng peningastefna. Þeir sem stýrðu fyrirtækjum sínum og þjóðarskútunni í þrot vilja núna Evru. Eigum við að trúa þeim?

Við getum vel haft krónuna áfram og hún þjónað okkur betur en nokkur annar gjaldmiðill ef við stýrum henni rétt. 

Við vitum núna að krónan má ekki fljóta. Hún á ekki að vera leikfang spákaupmanna. Hún á ekki að ganga kaupum og sölum í útlöndum. Við notum erlendar myntir í erlend viðskipti en krónuna innanlands. Þetta er mjög framkvæmanlegt.

Gjaldeyrishöft getum við alveg eins kallað gjaldeyrisvarnir. Markmið þeirra á að vera að liðka fyrir erlendum viðskiptum en verjast spákaupmennsku sem skekkir gengið. 

Við stjórn peningamála á að stefna að því að halda atvinnustigi innan eðlilegra marka og jákvæðum vöruskiptajöfnuði. Ef það næst verður verðbólga og vextir eðlilegir. 

Erlendir fjárfestar munu hafa fulla trú á mynt sem er stýrt af skynsemi. 

Krónan var gjaldmiðill okkar í marga áratugi (áður henni var fleytt með afdrifaríkum afleiðingum) og dugði okkur til að komast í hóp ríkustu þjóða.

Köstum ekki krónu fyrir eurinn.

Frosti Sigurjónsson, 23.4.2009 kl. 02:16

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Þegar fréttin er útfærð aftar í blaðinu kemur í ljós að viðkomandi ráðherra breskur nefnir sérstaklega að "aðgangur að fiskimiðum" yrði væntanlega stórt atriði!"

Já já, og er bara ekkert voðalegt !

Alveg rétt auðvitað hjá Caroline að talsvert verður talað um fyrirkomulag veiða úr sameiginlegum flökkustofnum  í aðildarviðræðum.  Ekkert dularfullt við það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 02:34

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Ómar, Bretarnir eru ekki að tala um, að eitthvað, sem hefur verið stöðugt átsand, haldist óbreytt, heldur að nú verði breyting á og þeim í hag (enda margir sjómenn atvinnulausir þar; fjórði hver skozkur sjómaður missti t.d. vinnuna eftir inngöngu Stóra-Bretlands í EBé).

En sem fyrri daginn fagnar þú jafnvel þeim ágangi Evrópubandalagsins í íslenzkri lögsögu, sem þú virðist þrá af einhverri annarlegri ástæðu – eða kannski bara heltekinn af Samfylkingaranda?

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 02:41

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða hvaða.  Eg var bara að benda á hið augljósa,  rétt eins og Caroline vinkona okkar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 02:50

21 Smámynd: Sigurjón

Ótrúlegt bull í þér Ómar.  Heldurðu að Bretar ásælist ekki fiskimið okkar í gegnum ESB?!  Þurftum við að ganga í gegnum 3 Þorskastríð fyrir ekki neitt til að þú þurftir svo að gefa Bretum aftur aðgang að okkar fiski?

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 02:59

22 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jóhanna Sigurðardóttir er reyndar á óendlega hærra plani en þið hræsðluáróðursmenn sem þjónið íslenska kvóta-auðvaldinu með lýgiáróðri gegn ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 03:05

23 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Enginn innan ESB fær aðgang að Íslandsmiðum umfram það sem verið hefur síðustu ár þó engar sérreglur yrðu settar fyrir Ísland.

Þess utan kýs lýgiáróður auðvaldsins sem Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds fer nú fyrir, að telja þjóðinni trú um að hagsmunum þjóðsrinnar sé ógnað með óöryggi auðvaldshagsmuna kvótabarónanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 03:10

24 Smámynd: Sigurjón

Já, auðvitað:

Beygjum okkur í auðmýkt fyrir Jóhönnu og ESB!  Það er ljóst að hvorki Bretar né aðrir í ESB fái nokkurn aðgang að auðlindum Íslands, hvorki fyrr né síðar...

Sieg Heil!

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 03:14

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér hlýtur að líða illa að hugsa svona, Helgi Jóhann.

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 03:15

26 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Gleðilegt sumar allir viðmælendur.

Sameinumst um að hlúa að landinu okkar og fiskimiðunum.

Það er í rauninni okkar ríkidæmi og ef við nýtum þær auðlindir í þágu þjóðarinnar, skynsamlega og á sjálfbæran hátt, er engu að kvíða.

Hjörleifur Guttormsson, 23.4.2009 kl. 10:36

27 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gleðilegt sumar

Gunnar, hvernig er hægt að líta fram hjá því að það eru „útflutningsverðmæti sjávarafurða“ sem þú ert að tala um og dregur fram svo skýrt að eru miklu, miklu meiri á hvert mannsbarn á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu.

Ekkert annað ríki Evrópu og jafnvel alls heimsins er eins háð viðskiptum og samskiptum við útlönd og við erum, við getum ekk einu sinni veitt fisk án þess að nota útlenda öngla eða snæri og reyndar er allt sem við notum til að veiða, vinna, selja og flytja fiskinn útlenskt eða gert úr útlendu hráefni, - og svo seljum við fiskinn til útlanda.

Ályktunin sem við drögum af því getur aldrei orðið „innilokunarstefna“, heldur aðeins hið gagnstæða þ.e. traust og örugg samskipti við umheiminn og okkar helstu viðskiptalönd.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 14:53

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ótrúlegt bull í þér Ómar.  Heldurðu að Bretar ásælist ekki fiskimið okkar í gegnum ESB?!" 

Tja, bull og bull.  Það er nú bara þannig að allar slíkar spekúlasjónir um hvað Bretar vilja í þeim efnum eru óþarfar.  Þökk sé sameiginlegu sjávarútvegsstefnu esb !

Það er margbúið að fara í gegnum þessa umræðu og meir að segja svæsnustu esb andstæðingar viðurkenna að spurningar um "ásælni" eru ekki relevant í umræðunni.  Tókstu ekki eftir að Ragnar Arnalds minntist bara á deilistofna þegar hann var í Kastljósi með Benedikt.  Hann reyndi að mála skratta á vegg viðvíkjandi deilistofnum en ég fattaði ekki alveg hjá honum afhverju.  Helst að skilja á honum að Ísland mundi þurfa að semja um deilistofna og það væri alveg voðalegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 16:58

29 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Ómar.

Þú ert að velta fyrir þér stöðunni um samningsstöðu Íslands varðandi deilistofna sem bar á góma í viðtali Kastljóss við tvo heiðursmenn á dögunum. Með ESB-aðild eru slíkar "áhyggjur" úr sögunni með því að í stað Íslands sem samningsaðila um flökkustofna kemur ESB. Ísland er þar ekki lengur viðsemjandi fyrir hönd lands okkar heldur fer ESB með samningsumboðið.

Svo er það sameiginlega fiskveiðistefna ESB sem lengi hefur verið höfuðverkur og illa gengur að lagfæra þannig að komið verði í veg fyrir gegndarlausa ofveiði alltof stórs fiskveiðiflota aðildarrríkjanna. Enn eru hugmyndir á borði framkvæmdastjórnarinnar í Brussel, m.a. um að breyta reglunni um hlutfallslegan stöðugleika, en samkvæmt henni halda aðildarríkin hlutdeild sinni í aflamarki ESB milli ára. Engar horfur eru á undirtektum við þessa hugmynd, þar eð 26 af 27 aðildarríkum sambandsins vilja ekki hrófla við reglunni, - að sögn Morgunblaðsins í dag.

Hjörleifur Guttormsson, 24.4.2009 kl. 10:14

30 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl öll aftur

Ég bendi vinsamlegast á að það væri stórhættulegt að lokast inni í Evrópusambandinu því það er deyjandi. Að læsa sig þar inni væri fatal error því Evrópusambandið á enga framtíð fyrir sér. Lýðræði fer þar hratt minkandi. Þetta er að verða skuggaleg slagsíða á Evrópusambandinu. Lýðræðið er þar virt að vettugi. Þjóðir þvingaðar til að éta ofaní sig og kjósa aftur og aftur þangað til það kemur "rétt" út úr kosningum.

Allir vita að lýðræðisþjóðir fara ekki í stríð við hvor aðra. Það gera þær ekki. En það gera hinsvegar lönd og svæði sem missa lýðræðið. Þannig það það er frekar aukin ófriðarhætta með og í Evrópusambandinu en án þess, vegna þess að lýðræðið er þar á undanhaldi

Í tilefni fréttar um vexti og peningmál í Morgunblaðinu í dag leyfi ég mér að benda á eftirfarandi.

Ég vil benda á að það er neikvætt spread (vaxtamunur) á milli Svíþjóðar og Þýskalands. Svíþjóð stendur fyrir utan myntbandalagið og markaðurinn álítur að Svíþjóð hafi betri möguleika á að standa í skilum með lán sín en ÖLL lönd myntbandalagsins. Sænska ríkið er álitið vera betri skuldari sökum þess að hafa eigin peningastjórn og mynt heldur en öll lönd í myntbandalaginu. Svona væri staðan einnig á Íslandi ef Ísland hefði ekki farið í það að byggja Banka Zeppelin loftför sem stýrt var af brjálæðingum, verndaðir af fjármálaeftirliti Samfylkingarinnar sem var í dauðadái.

Anders Dam bankastjóri Jyske Bank, sem er næst stærsti banki Danmerkur, útskýrir þetta ágætlega hér á þessu video sem er upptaka frá "høring" í danska þinginu fyrir stuttu, því þá ætlaði ESB aðdáandinn Anders Fogh að reyna að hræða Dani til evru upptöku á meðan verstu lausafjárvandamálin voru. Rökin voru þau sömu og í frétt Moggans, þ.e. eintóm þvæla og áróður.

Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring

Einnig bendi ég á að vextir á húsnæðislánum Spánverja hafa hækkað mikið á síðustu 12 mánuðum á meðan EURIBOR viðmiðunarvextir á evrusvæðinu hafa fallið og fallið. Hvernig skyldi standa á þessu? Jú vegna þess að spánska bankakerfið er í steik vegna offjárfestinga og skuldsetninga. Þessutan þá eru raunvextir skuggalega háir á Spáni núna sökum eiginlegrar verðhjöðnunar. Það gilda sömu lögmál í og utan myntbandalaga. Ef þú ert á hausnum þá hjálpar ekkert annað en að koma fjármálunum í lag aftur.

Hvenær skyldi þessi vísdómur komast til eyrna ESB sölumanna á Íslandi? Að maður þurfi að hafa fjármálin í sæmilegu lagi til að fá lán á góðum kjörum. Þetta ætti ekki að vera flókið. Það væri jafnvel hægt að kenna Samfylkingunni svona einfalda hluti

Að lokum: öll myntbandalög sem byggja ekki á algerum pólitískum samruna inn í eitt stór-pólitískt bandalag mun HRYNJA ! Alltaf. Alltaf. Markaðurinn mun rífa það niður, tæta í tætlur og þúsund bita.

Myntbandalag Evrópusambandsins mun springa í loft upp. það er 100% öruggt - NEMA, að Evrópusambandið verði eitt ríki með einum seðlabanka, einni ríkisstjórn og einum SAMEIGINLEGUM fjárlögum. Velkominn til United States of Europe. Þessu "gleymdi" Samfylkingin að segja ykkur frá.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband