Samfylkingin farin að tapa fylgi á ESB-áróðrinum

Einhliða og órökstuddur áróður Samfylkingarinnar fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er farinn að bitna á fylgi flokksins. Almenningur áttar sig æ betur á hversu hættuleg stefna er hér á ferðinni. Um það fjalla ég í dag nánar á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur Þar kemur m.a. fram að aðild á ESB myndi koma á fjölmörgum sviðum koma illa niður á íslensku samfélagi, m.a. fullveldi okkar, atvinnuvegum og launafólki.

Samfylkingin reynir að kaupa fólk til fylgis við ESB-aðild með því að vísa á evru sem gjaldmiðil sem allir mega vita að ekki stendur til boða næstu 5-10 árin jafnvel þótt Ísland gengi í ESB strax á morgun. Það er raunar ótrúlegt að núverandi forsætisráðherra með sína reynslu skuli bera slíkt rugl á borð fyrir kjósendur. Jóhanna er auðvitað ekki svo skyni skroppin að hún viti ekki hvers konar blekking býr hér að baki og Össur hefur reyndar haft hægt um sig í þessu máli upp á síðkastið. Bæði átta sig auðvitað á að engin von er til þess að Samfylkingin fái undirtektir annarra flokka við kröfu sinni um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið eftir kosningar - sem betur fer.

Annars er áfram traustur stuðningur við ríkisstjórnina og fátt sem bendir til annars en að kosningarnar eftir rúma viku skili henni meirihluta á Alþingi.


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hrun framundan ef við sækjum ekki um í ESB, en þið afurhaldsseggirnir ætlið að horfa á ísland sökkva og eigur almennings brenna uppi og ykkur er alveg sama, bara ef ekki verður farið í ESB.

Valsól (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Magnús Gíslason

Ísland og Noregur eru sko fullvalda og með atvinnuvegi og launafólk, tja ... væntanlega í blóma. Og Tyrkland líka. Frábært! Aumingja Danmörk, Svíþjóð, Finnland, já og bara flest hin löndin í Evrópu vestanverðri og víðar, þau eiga víst ósköp bágt og eru í bráðri hættu eins fullveldislaus og þau nú eru. Já, það er nóg komið af ruglinu í Jóhönnu. Og skítt með hrunið. Íslandi allt!

Magnús Gíslason, 17.4.2009 kl. 02:33

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Hjörleifur, þótt fylgi Samfylkingar sé verulegt á Akureyri, um 30% skv. nýrri skoðanakönnun, er hitt mjög áberandi, að í sveitum og sjávarbyggðum NA-kjördæmis er fylgi hennar einungis 11%. Þar telja fréttamenn skýringuna stefnu Samfylkingar í Evrópubandalagsmálum, enda eiga íbúarnir þar mikið í húfi.

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Staðan og horfurnar í efnahagsmálum Evrópusambandsins eru vægast sagt grafalvarlegar. Að ganga í sambandið væri einfaldlega eins og að fara um borð í Titanic áður en skipið lagði af stað í jómfrúarferðina örlagaríku árið 1912.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 13:01

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Valsól: "Það er hrun framundan ef við sækjum ekki um í ESB".  Hvernig viltu rökstyðja þessa fullyrðingu?  Ég hef hér og þar auglýst eftir rökstuðningi við þá fullyrðingu Samfylkingarfólks að hag okkar sé best borgið í ESB, en engin svör fengið enn. 

Hjörtur, ég ætla að leyfa mér að botna fullyrðingu þína hér á undan..   "Að ganga í sambandið væri einfaldlega eins og að fara um borð í Titanic áður en skipið lagði af stað í jómfrúarferðina örlagaríku árið 1912"... vitandi að skipið mun sökkva.

Sigríður Jósefsdóttir, 17.4.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigríður:
Takk fyrir botninn. Þessi hræðsluáróður Evrópusambandssinna nú er aumkunarverður og lýsir aðeins örvæntingu þeirra sem æstir vilja koma Íslandi sem allra fyrst undir yfirráð Evrópusambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þetta er óskhyggja hjá þér Hjörleifur; felstir þeir sem ég þekki sem ætla að kjósa samfylkinguna vegna ESB, og margir þeirra telja sig Sjálfstæðismenn.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 18:09

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við fengjum ekki sjálfkrafa einhverja EBé-vexti né heldur (eftir ca. 10 ára bið eftir evru) sjálfkrafa einhverja evrusvæðis-vexti, enda eru engir samræmdir vextir á því svæði, löndin þar eru með misháa vexti.

Við fengjum heldur ekkert samræmt EBé-verðlag, enda er það ekki til. Grikkland er með langtum lægra matvælaverð en Bretland, Svíþjóð og Finnland með langtum hærra en Slóvakía og Portúgal. Við myndum áfram gjalda það nokkru verði að vera hér í fámenni og að yfir úthaf er að sækja vörurnar. EBé-borgar ekki farmgjöld skipafélaga, og evran lækkar ekki álagninguna, sem að hluta til stafar af smáum markaði hér og óhagkvæmni þess vegna.

Hátt matvælaverð hér er heldur ekki umfram allt íslenzkum landbúnaði að kenna, því að hann vegur ekki nema um 15–16% af þeim vörum, sem í matarkörfunni eru.

Ef Samfylkingin telur lágt (eða "Evrópubandalags-") matvælaverð munu sjálfkrafa fylgja svokallaðri aðild (um "aðild", sjá kaflann Innlimun er rétta orðið, ekki "aðild" neðarlega í þessari grein), af hverju er hún þá feimin við að setja það fram sem skilyrði fyrir aðild, að Evrópubandalagið veiti okkur það lága meðal-matvælaverð sitt?

Og ef hún telur einhverja samræmda vexti fylgja sjálfkrafa aðild, af hverju hefur hún þá ekki sagt það sama um hið gríðarlega viðvarandi atvinnuleysi í Evrópubandalaginu? Ætli Jóhanna að háma í sig freistandi tertusneiðina, verður hún að éta hana med alle ingredienser.

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 21:37

9 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Góðir gestir.

Þetta eru fjörleg skoðanaskipti og nokkuð langt á milli sjónarmiða. Ég bið þá sem hallast að ESB-aðild að fara inn á heimasíðu mína og kynna sér rökin sem þar eru sett fram gegn aðild.

Ef litast er um í landslagi stjórnmálanna tel ég engar líkur á því að íslensk stjórnvöld sæki um aðild að Evrópusambandinu á komandi kjörtímabili og sennilega verður málið úr sögunni að því loknu. Þróunin innan ESB talar sínu máli þar sem æ fleiri ríki eru að lenda í miklum erfiðleikum vegna leikreglna sambandsins og þá ekki síst innan evrusvæðisins.

Framundan er mikið uppbyggingarstarf á Íslandi og samhliða því þarf þjóðin að finna sjálfa sig, ná sammæli um góða stjórnarskrá og öðlast á ný það sjálfstraust sem þarf í hörðum heimi. Þar skiptir mestu að varðveita sjálfsákvörðunarréttinn og ætla sér ekki um of.

Sé rétt að málum staðið eigum við afar góð tækifæri til samskipta til allra átta, en forsenda þess að þau verði að veruleika er að við stýrum skútu okkar út frá eigin forsendum en afhendum ekki stjórnina fjarlægu valdi.

Hjörleifur Guttormsson, 17.4.2009 kl. 21:43

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er almennt snakk hjá þér, Ægir, og af vettvangskönnun þinni í Evrópu dregur þú einfeldningslegar ályktanir,

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband