ESB-áróður Samfylkingar Íslandsmet í óskammfeilni

Það er fróðlegt að fylgjast með færibandaáróðri Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu sem flokkurinn lýsir sem allrameinabót. Ljóst er að Samfylkingin er með bundið fyrir bæði augu þegar kemur að því að meta íslenska hagsmuni og ESB-aðild. Það er látið sem sjávarútvegurinn sé það eina sem fórna þurfi á altari aðildar en sannleikurinn er sá að álitaefnin varða flesta málaflokka. Ég vísa þeim sem kynna vilja sér fjölmargt af því sem mælir gegn aðild að ESB á grein á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur . Þar er auk auðlindanna m.a. nefnt sjálft fullveldið, svigrúm Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir, rödd okkar hjá Sameinuðu þjóðunum, þróun lýðræðis, sveigjanlega efnahagsstefnu, atvinnuvegi eins og landbúnað, atvinnuöryggi, umhverfisvernd og fjölmarga þætti félags- og jafnréttismála. Á öllum þessum sviðum myndi aðild að Evrópusambandinu þrengja að hagsmunum Íslendinga í bráð og lengd.

Samfylkingin á fáa bandamenn sem keyra vilji Ísland inn í Evrópusambandið. Meirihluti landsmanna áttar sig á þeim holhljómi sem er á bak við síbylju flokksins sem þessa dagana er að slá Íslandsmet í óskammfeilni.

 

 


mbl.is ESB aðild samofin endurreisninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Það er líka mögulegt Hjörleifur, að þú og aðrir Heimsýnar menn séu með bundið fyrir augun varðandi kosti aðildar að ESB.

Steinar og glerhús kemur upp í hugann.....!!

kv.

Einar Ben, 16.4.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Einar, þú vilt kannski upplýsa fáfróða þjóð um hverjir kostir ESB aðildar eru?  Einu svörin sem maður hefur fengið, ef svör skyldi kalla, eru dáleiðandi sönglandi fyrrverandi formanns Samfylkingar um að "við veeeerðum að ganga í ESB".....

Sigríður Jósefsdóttir, 16.4.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, nú eru ESB sinnar á Íslandi að reyna að taka upp svipaða taktík og notuð var með góðum árangri hér í Svíþjóð þ.e. að nota "JÁkveðni" sem yfirbragð sbr. undirskriftalistann "Sammála".

Það er væntanlega verið að bíða eftir að við sem erum á öðru máli förum fram undir yfirbragðinu "Ósammála" en það er svona neikvæðnisstimpill yfir því að vera ósammála eða að vera "nei-segjari" eins og sænskir kalla það.

Ég legg til að stofnaður verði annar undirskriftalisti t.d. undir fyrirsögninni "Já fyrir Ísland" þar sem undirritaðir lýsa yfir stuðningi við það að Ísland standi utanvið ESB.

Látum ekki plata okkur ofan í neikvæðnigryfjuna!

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.4.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hjörleifur,

Því miður hafa Íslendingar gjörsamlega ofmetið stöðu sína í alþjóðasamfélaginu.  Smæð hagkerfisins hér gerið það að verkum að útlendingar geta beðið og sýnt okkur þolinmæði.  En ekki misskilja þessa þolinmæði, við erum geymd en ekki gleymd.  Sá dagur mun renna upp að við verðum krafin greiðslu á skuldum okkar. 

Útlendingar eru praktískir, þeir munu leyfa íslenskum stjórnmálamönnum að telja landsmönnum trú um að auðlindir landsins séu í eigu þjóðarinnar.  Afrakstur og hagnaður mun hins vegar renna í erlenda vasa til að borga skuldir.  T.d getur ESB einfaldlega rift EES samningnum og boðið okkur tvíhliða samning með "Icesave" tollum!

ESB verður okkar eina raunhæfa leið út úr vandanum til að varna landflótta, fátækt og viðvarandi atvinnuleysi.  IMF samningurinn mun að lokum sannfæra meirihluta þjóðarinnar.  Þegar niðurskurðurinn og launalækkanir fara að bíta af alvöru munu margir skipta um skoðun.  Það er enn langur tími til jóla.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Einar Ben

Stöðugt gengi, stöðugt verðlag, afnám verðtryggingar, afnám tollamúra sem auðveldar útflutning á fullunnum landbúnaðar og sjávarútvegsvöru, upptaka evru þegar fram í sækir.

Þetta eru hlutir sem geta bara verið Íslandi til góða.

Allt bull um afsal fullveldis og sjálfstæðis á sér enga stoð, það eru 27 ríki í ESB og ekkert þeirra hefur afsalað sér sjálfstæði/fullveldi, nema Bjarni Harðar hafi gleymt að senda þeim email og láta þá vita að þau væru orðin ósjálfstæð smáríki....

....þvílíkt og annað eins bull....

kv.

Einar Ben, 19.4.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband