Jón Bjarnason er ekki að segja nein óvænt tíðindi um einangrun Samfylkingarinnar í því áhugamáli hennar að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fyrir aðildarumsókn er hvorki stuðningur meðal þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir né heldur á Alþingi miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna.
Bæði Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa með landsfundarsamþykktum sínum útilokað fyrir sitt leyti að stefna að aðild að ESB og ekki eru líkur á að Samfylkingunni nægi haltrandi stuðningur Framsóknarflokksins að loknum kosningum til að mynda meirihluta á Alþingi um aðildarumsókn.
Síbyljuáróður Samfylkingarinnar fyrir ESB-aðild sem orðin er þungamiðjan í stefnu flokksins nú í aðdraganda alþingiskosninganna er ómerkilegur blekkingaleikur, þar á meðal að láta svo sem evra væri þannig innan seilingar. Flestum er ljóst að jafnvel þótt Ísland yrði komið í Evrópusambandið strax á morgun stæði því ekki evra til boða næstu 5-10 árin. Hér er Samfylkingin því að veifa röngu tré sem engin innistæða er fyrir.
Þar fyrir utan gæti evra orðið myllusteinn um háls Íslendinga eins og nú er komið í ljós í nokkrum ESB-ríkum eins og Írlandi og Lettlandi. Vegna evrubindingar eru þar nú lokuð sund til að rétta við hríðversnandi efnahag. Lettar geta ekki vegna evru-tengingar lækkað gengi gjaldmiðils síns og Írar með sína evru hafa þann eina kost að skera niður ríkisútgjöld og lækka laun alls almennings í stórum stíl. Um þetta ætti Samfylkingin með Jóhönnu í fararbroddi að fræða kjósendur í stað ómerkilegustu kosningabeitu sem lengi hefur sést hérlendis.
Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hélt ég að ég ætti eftir að verða hjartanlega samála Hjörleifi Guttormssyni,en það er ég í þessu máli.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 19:42
Hjörleifur. Þótt þú sert heill gagnvart ESB þá er flokksforysta VG
það alls ekki. Hefur hingað til EKKI svarað því afdráttarlaust hvort
VG hafni alfarið aðildarviðræðum. Sem er grundvallarspurningin.
Því til að hefja aðildarviðræður þarf fyrst að sækja um aðild að ESB.
Jón Bjarnason kom sér hjá að svara þessu eins og ALLIR þingmenn
VG. Hvers vegna getur eða vill ekki VG svara þessu?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 20:34
Sæll Hjörleifur. Mig langaði að fá þig til að lesa smá pistil eftir mig. Annars bið ég að heilsa frúnni, með indælustu læknum sem ég hef verið hjá.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.4.2009 kl. 20:39
Ef krónan með sína 15.5% vexti, verðtryggingu og höft er þessi töfralausn sem tryggir að hér þurfi ekki að koma til aðhaldsaðgerða til að brúa ríkishallann eins og á Írlandi, hvers vegna standa ríki þá ekki í biðröðum til að taka upp krónu?
Ekki hefur sjálfstæður gjaldmiðill bjargað Simbabve. Þeir neyddust til að taka sinn gjaldmiðil úr umferð í þessari viku.
Nei svona einfalt er þetta ekki. Krónan hefur sína kosti og galla og það hefur evran líka.
ESB er alls ekki út úr myndinni. Bíðið bara þangað til AGS fer af stað eftir kosningar. Í AGS samningnum á hallinn á ríkisfjárlögum að fara úr 13% niður í 0% 2012 en Írar hafa ákveðið að hallinn hjá sér fari úr 13% niður í 3% 2013!
Nei, ekkert mun veita eins miklu vatni á millu ESB sinna og samningurinn við AGS. Það er enn langt til jóla.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 20:44
Zimbabwe öðlaðist sjálfstæði árið 1980 og þar hefur efnahagsstjórn verið slæm, sérstaklega síðasta áratug. Síðustu opinberu verðbólgutölur í Zimbabwe voru 516.000.000.000.000.000.000% verðbólga á ársgrundvelli, eða 195% verðbólga á dag.
Verðbólga á 12 mánaða tímabili á Íslandi hefur einu sinni farið yfir 100%, og það var árið 1982.
Ísland og Zimbabwe eru ekki samanburðarhæf, og í rauninni er eina landið sem hægt er að bera Zimbabwe cið er Ungverjaland eftir seinna stríð, svo slæmt er ástandið í Zimbabwe.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.4.2009 kl. 20:53
Ég var ekki að bera Ísland og Simbabve saman aðeins að benda á að sjálfstæður gjaldmiðill bjargaði ekki Simbabve.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 21:15
Hjörleifur!
Hvers vegna á ekki að láta reyna á það hvað við getum fengið út úr aðildarviðræðum?
Hvers vegna eigum við að dröslast með handónýtan gjaldmiðil? Halda áfram að sigla með líkin í lestinni. Ekki trúi ég Hjörleifur að þú láir því lið að taka upp dollarann?
Það er í samþykktum ykkar VG og sjálfstæðisflokks að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að fara út í viðræður. Hvað á að kjósa um? Hverjir eiga að berjast fyrir málstað þeirra sem vilja og ekki?
Það er eðlilegast að fara í viðræður, ná sátt og leggja hana síðan í þjóðaratkvæði.
Njörður Helgason, 13.4.2009 kl. 22:37
Á meðan 49% landsmanna vija ganga í ESB þá er ekki hægt að tala um einangrun Samfylkingarinnar í þeim málum og ef við gæfum okkur að allir sem vilja ganga í ESB myndu kjósa SF þá erum við að tala um hreinan meirihluta á Alþingi !
Og veit ég ekki betur en að VG vilji tryggja að ef 15-20% landsmanna skrifi undir bænaskja um einhver mál þá verði að efna til þjóðararkvæðagreiðslu á því máli.
Ekki tala um einangrun SF þó svo hinir stjórnmálaflokkarnir hafa ekki þor né dug til að kanna hvað fæst í aðildarviðræðum. Mín spá er sú að vegna ESB stefnu SF þá munum við sjá stórsigur Jóhönnu og félaga seinna í mánuðinum.
Tjörvi Dýrfjörð, 13.4.2009 kl. 23:47
Yfir 70%þjóðarinnar eru andvíg kvótakerfinu, brottkasti og lénsveldi sægreifa. Vinstri grænir eru bara sáttir við þær leikreglur og sáttir við árangurinn sem er 30% af auðlindinni sem kerfinu var ætlað að vernda. Nú finnst mér að flokkurinn ætti að loknum góðum sigri í kosningunum að fá sér leigt í musteri kvótagróðans við enda Laugavegar.
Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 00:13
Tjörvi, hinir flokkarnir hafa flestir kannað hvað fæst í viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið og ekki litist á. Samfylkingin hins vegar neitar að horfast í augu við raunveruleikann - eða er alveg sátt við hann.
Hjörtur J. Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 16:06
Góðir gestir.
Margt er hér fróðlegt sagt og spurt. Guðmundur vill vita hvort VG muni fallast á aðildarviðræður að ESB. Ekki á ég von á því af flokki sem er andvígur aðild. Ég held að þeir í Brussel tækju lítið mark á slíkri sendinefnd!
Svo er það blessaður gjaldmiðillinn. Hann er fyrst og fremst tæki sem bregst við eftir því hvernig með hann er farið. Stjórnvöld og útrásarvíkingarnir léku hana grátt. Nú er að hlúa að henni samhliða endurreisnarstarfinu.
Fróðlegur og góður pistill frá þér Axel um fríverslun. Þar missa menn af tækifærum ef til kæmi aðild að ESB. Læknirinn biður annars að heilsa þér, man eftir þér og þínu fólki.
Hjörleifur Guttormsson, 14.4.2009 kl. 16:24
Hjörleifur!
???????????????????????
Njörður Helgason, 14.4.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.