Draumalandið - snilldarkvikmynd fyrir unga sem aldna

Bók Andra Snæs Draumalandið sló í gegn. Kvikmynd Sigurðar Gísla Pálmasonar og félaga bætir um betur með sterku myndmáli, meitluðum skeytingum og atburðarás sem spannar öll eftirstríðsárin. Fjöldi kunnuglegra andlita birtist á tjaldinu inn á milli náttúrulífsmynda og sláandi eyðileggingar.

Myndin afhjúpar aðferðafræði auðhringanna sem hafa verið að ná fótfestu hérlendis til að koma hér upp stóriðjuverum í bandalagi við stjórnmálamenn, ráðherra og fulltrúa í sveitarstjórnum. Aðferðirnar hafa verið svipaðar hérlendis og í vanþróuðum ríkjum eins og John Perkins rekur á sannfærandi hátt.

Inngangsorð leikstjórans Þorfinns Guðnasonar á frumsýningunni voru tímabær hvatning til þjóðarinnar um að halda vöku sinni, láta ekki eyðileggja það sem við eigum dýrmætast, náttúru landsins og sjálfstæði.

Háskólabíó var troðfullt og undirtektir með langvinnu lófataki gáfu til kynna að verkið skilaði sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bíð spenntur eftir að sjá þessa mynd Hjörleifur. Bók Andra Snæs var frábær. Hann er ekki spámaður heldur fyrst og fremst raunsær. Hef séð kynningarbrot úr myndinni og sé þar innslög sem ég kannast við. T.d. frábær myndskeið frá Hjalta Stefánsson myndatökumanni og vinnufélaga mínum um árabil hjá RÚV á Austurlandi.

Haraldur Bjarnason, 8.4.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ef þjóðin vaknar ekki til meðvitundar um hvert stefnir og gerir allt sem hún getur til snúa til baka frá þeirri vegferð eyðileggingar og glötunar sem hún stefnir í - þá veit ég ekki hvað þarf til að hún vakni. Þessi mynd er magnaðri en orð fá almennilega komið til skila - ég er djúpt snortin.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband