Seðlabanki ESB hafnaði strax hugmyndum AGS um evru-upptöku

Eitthvað er hún síðborin þessi fyrirspurn Sigurðar Kára. Vikur eru síðan greint var frá því í fréttum að aðildarríki evru-Myntbandalagsins og Seðlabanki ESB léðu ekki máls á þessum hugmyndum AGS um upptöku evru án uppfylltra Maastricht-skilyrða.

Þar fyrir utan gæti slíkt orðið mikil hermdargjöf fyrir umrædd ríki eins og m.a. sést af evru-tengingu gjaldmiðils Lettlands. Vandi Letta er ekki síst að geta ekki lækkað gengi galdmiðilsins vegna slíkrar bindingar.

Ráðlegast er fyrir Íslendinga að hætta þessu rausi um gjaldmiðilsskipti og átta sig á að við hljótum að búa við krónuna næstu árin og hún gæti reynst okkur nothæfur gjaldmiðill einnig til framtíðar litið. Krónan er ekki orsök efnahagshrunsins hérlendis heldur kollsigling útrásarvíkinganna sem ofhlóðu þjóðarskútuna a.m.k. 10-falt umfram burðargetu á meðan stjórnvöld horfðu á aðgerðarlaus.


mbl.is Tenging við evru skapar erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hjörleifur og takk fyrir þetta

 

Ég veit ekki gerla hvað liggur að baki þessarar hripleku skýrslu frá IMF. En í Eystrasaltslöndunum hafa þeir fengið það orð á sig, meðal hagfræðinga sem t.d sjálfir unnið hafa hjá IMF, að vera fyrst og fremst talsmenn bankageirans og ekki þjóðfélagsins eða þegnana. Flestir bankar í Austur Evrópu eru nefnilega í eigu Vestur Evrópu. Allt að 95% af bankageirum þessara landa eru í erlendri eigu. Til dæmis er hér eitt opið bréf til Eistlendinga: Why You Need Devaluation - An Open Letter To The People Of Estonia

 

Í morgun kom svo þessi hér frétt í Baltic Busniness News: Evruaðild mun ekki bjarga efnahag Eistlands

 

 

En eitt virðist alveg hafa farið framhjá ESB og evrutalsmönnum á Íslandi.

 

En það eru fjármál og lánskjör sænska fjármálageirans. Svíþjóð er ekki með evru því Svíþjóð er með ákaflega góða mynt sem heitir sænsk króna. En hún hefur alls ekki alltaf þótt svona góð.  

  

Eins og er þá verðlaunar markaðurinn (fjármagnseigendur) sænska ríkið og fjármálageira Svíþjóðar fyrir að hafa sinn eigin gjaldmiðil. Verðlaunin eru fólgin í lægri vöxtum og betri aðgengi að fjármagni. Markaðurinn krefst mun lægri vaxta af sænska ríkinu en af ÖLLUM þeim löndum sem eru í myntbandalagi Evrópusambandsins. Af hverju haldið þið að þetta sé svona kæru Íslendingar?

 

Jú það er vegna þess að markaðurinn veit að með eigin gjaldmiðil í hönd þá hefur Svíþjóð getu og völd til þess að stunda virka peningahagstjórn og er þannig fært um að verjast neikvæðum afleiðingum kreppunnar betur ein þeir sem hafa ekki eigin mynt. Ergo: sænska ríkið er af markaðinum talið betri skuldari en ÖLL þau lönd sem eru í myntbandalagi Evrópusambandsins. Svíþjóð getur varist neikvæðum afleiðingum kreppunnar betur með sinni eigin mynt en með mynt annarra landa. Markaðurinn veit þetta og verðlaunar því sænska ríkið og sænska fjármálageirann. Þetta er kölluð heilbrigð skynsemi. Skynsemin er fólgin í því að álykta að Svíþjóð hefur verkfæri til að berja á kreppunni

 

Ef Ísland hefði ekki verið í banka og fjármálasukki undanfarinna ára -  samkvæmt læknisráði hagfræðinga frá m.a. Háskóla Íslands - en heilinn virðist því miður hafa verið leystur upp með lofti í mörgum þeim mönnum - þá stæði Ísland í sömu sporum og Svíþjóð núna. Markaðurinn myndi veðlauna íslenska ríkið og íslenska fjármálageirann fyrir að hafa til ráðstöfunar vopn til að verjast kreppu. Verðlauna landið fyrir að ráða fyrir eign HAGSTJÓRNARTÆKJUM. Vopn til að koma í veg fyrir massíft atvinnuleysi og fallandi skattatekjur (greiðsluhæfni) ríkisins. Ísland væri því góður skuldari. En þessu var hent fyrir borð með heilanum úr banka-hagfræðingum Íslands (þó ekki alveg öllum)

 

EKKERT JAFNAST Á VIÐ GÓÐA HAGSTJÓRN OG SKYNSAMLEGT VIÐSKIPTAVIT.

 

Að taka upp mynt annarra landa er efnahagsleg- og hagfræðileg villimennska. Hvorki meira né minna.

 

Spánn er t.d. með þýska mynt í notkun núna. Hún heitir evra. En Spánn er hausnum núna (og ekki á sjó). Vextir á húsnæðislánum þeirra hækka og hækka á meðan stýrivextir lækka. Vextir á húsnæðislánum Spánverja hafa hækkað um 15% síðustu 12 mánuði vegna þess hve illa fjármálageiri þeirra er settur vegna skuldastöðu Spænska ríkisins. Tveir plús tveir eru ennþá fjórir, sama hvað menn tala myntir upp eða niður. Raunvextir hækka einnig og hækka á meðan verðhjöðnun Spánar eykur við hraða sinn. Vextir á lánum ríkisins hækka og hækka og lánveitingar eru svo að segja stopp. Bæjarfélögin svelta. Spánn er því miður ekki svo góður skuldari, þrátt fyrir galdramyntina sem þeir fengu hjá Þjóðverjum. 

 

Spánverjar geta ekki prentað eigin peninga eða fellt gengið eða gert neitt annað en drepast. Atvinnuleysi er þar 15% núna og bjartsýnustu hagspár fyrir Spán gera ráð fyrir 25% atvinnuleysi á næsta ári - þær verstu gera ráð fyrr 30% atvinnuleysi.

Útflutningur þeirra er full-stopp því þýska myntin þeirra er 60-100% of hátt metin fyrir hagkerfi þeirra. Já endilega fáið ykkur svona tryllitæki kæru Íslendingar. Það myndi nú falla vel inn undir kenningar banka-hagfræðinga á Íslandi. Það væri jafnvel hægt að skrifa nýjan kafla í Íslandssöguna. Hann gæti borið titilinn: ÚR ÖSKUNNI Í ELDINN. Þetta gæti orðið metsölubók. 

rentespænd til euroomraadet januar 2009

Spread til evrusvæðis. Ríkisskuldabréf og peningapólitískir vextir (stýrivextir). Benchmark er EMU. Staðan í janúar/febrúar. Svíþjóð borgar lægstu vextina í Evrópu að Sviss undanskildu.  

6 april fxplot

Gengisþróun íslensku krónunnar, sænsku krónunnar og dollar miðað við evru = 100 - síðustu 12 mánuði. Eins og þið sjáið hefur bæði íslenska krónan og sænska krónan fallið mikið. Ekki hefur það þó rýrt lánskjörin til sænska ríkisins og til sænska fjármálageirans því þau eru mun betri en þau lánskjör sem jafnvel verðbólgunazistarnir í Bunkersbankanum og í Babelsturninum í ECB eru aðnjótandi að.

Ekkert jafnast á við góða hagstjórn 

Já en ég gleymdi víst að taka það fram að það var ekki allt bankakerfi Svíþjóðar sem fór á hliðina núna. Nei, ekki í þetta skiptið, því það gerðist þegar árið 1992. Svíar erunefnilega BÚNIR af hafa sína bankakreppu. Svo það er ekki þessvegna sem SEK hefur fallið svona mikið. En lánstraust Svía er gott, betra og best, þrátt fyrir banka- og gjaldmiðlakreppuna þeirra þarna um árið. Þetta jafnaði sig mjög fljótt, þökk sé massífri gengisfellingu sænsku krónunnar árið 1992/3. Hún bjargaði Svíum og efnahag Svíþjóðar árið 1992. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Auðvitað, þeir eru ekki heimskir! Ég bjóst ekki við því að Íslendingum yrði bara sí svona boðið að vera með!  Við eigum svo langt í að geta uppfyllt kræfur ESB að þetta eru bara draumórar!

Baldur Gautur Baldursson, 6.4.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband