4.4.2009 | 11:57
Formannaumræða og eftirleikur Í vikulokin
Afstaða til krónunnar og Evrópumálin voru þungamiðja formannaumræðu í sjónvarpinu síðastliðið föstudagskvöld. Formaður VG hafði skýra afstöðu til mála að vanda. Við munum búa við krónuna næstu árin og eigum ekki að tala hana niður. VG er nú sem fyrr andvígt ESB-aðild og ríkisstjórnir undanfarið hafa tekið mið af ólíkum viðhorfum landsmanna í þeim efnum. Aðeins Jóhanna Sigurðardóttir klifaði á ESB-aðild og formaður Framsóknar fylgdi í humátt á eftir.
Í þættinum Í vikulokin endurómaði Hrannar aðstoðarmaður Jóhönnu viðhorf Samfylkingarinnar sem ætlar augljóslega að spóla í þessu ESB-fari í kosningabaráttunni. Þetta fólk skilur greinilega ekki mannamál hvað þá að geta lesið í pólitísku stöðuna og hug meirihluta landsmanna.
Athugasemdir
Sammála þér Hjörleifur,ég held að VG.hafi gert mikil mistök að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kostningar,mér finnst þessir flokkar eigi mart sameiginlegt og hafi skilning á að byggja þarf upp atvinnulífið til að koma okkur þessum þrengingum.
Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2009 kl. 12:24
Tek undir með Ragnari að það hafi verið mistök að útiloka D svona afdráttarlaust. Það getur hæglega farið svo að vondur Sjálfstæðisflokkur verði skárri kostur en hættuleg Samfylking eftir kosningar. Eins konar Nýsköpun 2.
Til þess þyrfti D reyndar að hafa kjark til að játa syndir sínar, segja skilið við frjálshyggjuna, iðrast og hverfa til gamalla gilda.Og það eru meiri líkur á að það gerist að en S láti af uppgjafarstefnu sinni.Haraldur Hansson, 4.4.2009 kl. 13:55
Sæll Hjörleifur. Ein spurning. Hafna Vinstri grænir ALFARIÐ aðildar-
viðræðum og þar með umsókn að ESB? Forystumenn VG hafa hingað
til komið sig hjá að svara þessari grundvallar spurningu og ályktun
flokksþings ykkar virðist GALOPIÐ hvað þetta varðar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.4.2009 kl. 16:39
Góðir viðmælendur.
Ég held að jafnvel Sjálfstæðismenn átti sig á að þeir hafa dæmt sig úr leik fyrst um sinn til að halda um stjórnvölinn. Formaður VG gaf til kynna nýlega að það þyrfti ekki að vara um langa framtíð en ég hef ekki trú á að slíkt geti átt við um komandi kjörtímabil.
Spurningu Guðmundar svara ég játandi. Niðurstaða landsfundarins var ákvarðandi: VG "telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins."
Hjörleifur Guttormsson, 4.4.2009 kl. 19:16
Kæru samherjar
Vinstri Grænir ættu að segja sem svo að þeir bendi á sjálfa sig sem kandidat í forsætisráðherraembættið, fyrir og eftir kosningar. Þeir ættu ekki að hafa sagt að þeir bendi á Samfylkinguna sem eina skilyrðislausa maka sinn á Íslandi fyrir og eftir kosningar. Það voru mistök að gera þetta og gera þetta ekki. Þar með setja þeir sjálfum sér stólinn fyrir dyrnar og Íslandi einnig stólinn fyrir dyrnar að mínu áliti
Þessa vegna ætti ekki að leika neinn vafi á að næsta ríkisstjórn getur ekki orðið langlíf ef hún mun samanstanda af Vinstri Grænum og Samfylkingunni. Þetta eina eina málefni Samfylkingarinnar, ESB og framsal fullveldisins, mun annaðhvort gera Vinstri Græna gráhærða og vitslota - og sennilega hvorutveggja í senn - eða sprengja samstarfið og um leið sprengja Vinstri Græna í tætlur.
Róður hinna raunverulegu málefna þjóðarinnar mun alltaf verða blýþungur í skauti rifrildis þessa eina málefnis Samfylkingarinnar. Bankamálaráðherrastefna auðmanna- og útrásarfaðms Samfylkingarinnar mun alltaf kjósa framsal fullveldis Íslands til erlends ríkis umfram allt annað. Umfram allt allt annað.
Þetta yðri skammgóður vermir og slæmt fyrir Ísland því eftir afglöp Samfylkingarinnar ofaní afglöp Sjálfstæðisflokksins munu nauðsynleg málefni ekki fá farsæla úrlausn. Því mun íslandi blæða.
Kreppan sem er afleiðing bankakreppu sem svo breyttist í stjórnarkreppu og svo þaðan í efnahagskreppu mun halda áfram. Venjulega er ferlið EKKI svona heldur svona: banka- og fjármálakreppa => breytist í efnahagskreppu => sem svo tekur á sig mynd stjórnmálakreppu.
En þetta gerðist bara ekki svona á Íslandi. Samfylkingin sá fyrir því. Nú er það Nýfundnalandskreppan sem ræður ríkjum á Íslandi um ókomin ár. Samfylkingin veifar með innistæðulausum ávísunum frá Bruussel, framan í börn Íslands og lætur allt lönd og leið á meðan. Sjálfstæðið og fullveldið í skiptum fyrir túkall með gati (gamlar krónur)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.