Einnig Sjálfstæðisflokkurinn eindregið gegn ESB-aðild

Fagna ber eindreginni ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins gegn ESB-aðild. Með því hafa tveir stórir stjórnmálaflokkar, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn, talað skýrt í þessu máli og augljóst að af aðild Íslands að Evrópusambandinu verður ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Hver sem úrslit alþingiskosninga verða eftir mánuð má telja útilokað miðað við fylgiskannanir að mynduð verði ríkisstjórn að þeim loknum sem sæki um aðild að ESB.

Skoðanakannanir undanfarið sýna líka að ekki er meirihlutafylgi við umsókn, hvað þá um aðild að ESB. Fyrirliggjandi afstaða VG og D veldur því líka að afar ósennilegt er að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi um aðildarumsókn á næsta kjörtímabili.

Athyglisvert er orðalagið í ályktun Sjálfstæðismanna þar sem segir: "Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild ..." skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun. Slík ákvörðun verður auðvitað ekki tekin fyrir atbeina þeirra stjórnmálaflokka sem andvígir eru aðild og þannig stendur Samfylkingin nú sem fyrr einangruð með þetta áhugamál sitt.


mbl.is Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fullveldissinnar geta fagnað í dag, því segja má að fullnaðarsigur hafi unnist á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er orðið að skoðanakannanir hafa sagt rétt til um hug flokksbundinna Sjálfstæðismanna, ekki síður en um hug kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Ég legg til að VG og Sjálfstæðisflokkurinn hefji nú þegar viðræður um myndun nærstu ríkisstjórnar, því að það er eina leiðin til að kæfa endanlega landráðahjal Samfylkingarinnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Heyr!

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

VG og X-D = ást

Gísli Ingvarsson, 27.3.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eins og svo oft hefur hrotið úr mínum penna, vil ég ennog aftur ítreka þa´skoðun mína, að það er þjóðarnauðsyn, að komi Nýsköpunarstjórn.

Stjórn, sem er í færum til, að koma málum þannig, að við setjum Ísland aftur í forgrunn og að við viðurkennum, að´æfaforn gildi um, að frelsi eins megi ekki verða helsi annars, kjörorð Heimdallar,  er og mun verða besta og í raun eina vörn lítilmagnans gegn yfirgangi og ójönuði.

Foreldrar mínir voru aldir upp á heimilum sem arfur fortíðar allt frá Miðöldum voru í heiðri. Eitt þessara orð ræðna var einmitt í þessa veru.

Öngvum ber meir en magamál leyfir í verum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.3.2009 kl. 22:55

5 identicon

Þessari afstöðu sjálfstæðismanna ber að fagna og nú er staðan þannig að Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem raunverulega talar fyrir ESB aðilid.

Persónulega er ég mjög andvígur ESB aðild en eitt skil ég hinsvegar ekki þegar kemur að þeim sem eru hliðhollir ESB aðild  og það er þessi mikli áhugi fólks til að hefja aðildarviðræður einmitt á þessum tímapunkti. Það væri í alla stað slæmt að hefja aðildarviðræður við ESB á þessum tímapunkti. Miðað við aðstæðurnar hér á landim, þeim efnahagsþrengingum sem við munum ganga í gegnum á næstu árum og þeirri staðreynd að verulega langur tími er í það að við uppfyllum ákvæði fyrir upptöku Evru þá er þetta með öllu óskiljanlegt.

Einnig held ég að ESB gæti í farið illa út úr þeim þrengingum sem ganga yfir núna. Nýju aðildarríkin í austri eiga í sambærilegum ef ekki meiri erfiðleikum heldur en Íslendingar og hvernig munu ríkin í vestur Evrópu taka á þessu innan ESB? Eru þau tilbúin til að hlaupa undir bagga með þeim í austri? Ef ekki hvernig fer þá?

Ásmundur Einar Daðason (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég velti þessu líka fyrir mér Ásmundur og mín niðurstaða var sú, að ESB-sinnar hafi séð tækifæri í núverandi stöðu. Við skulum ekki gleyma, að Samfylkingin heldsti boðberi ESB-inngöngu á sér fortíð í Alþýðuflokknum.

Sá flokkur var eindreginn í Evrópu-þjónkun og náði sínum merkasta áfanga með Viðeyjarstjórninni 1991. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn þvingaður til að samþykkja inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið. Innganga í Evrópska efnahagssvæðið var samþykkt á Alþingi 12.janúar 1993 og tók gildi 01.janúar 1994.

Samfylkingin arftaki Alþýðuflokksins er því búinn að bíða í 15 ár eftir nærsta tækifæri. Sossarnir héldu að þeir gætu þvingað Þingvallastjórn Geirs Haarde til fylgilags. Það tókst ekki (en nærstum) og því var efnahagshrunið kærkomið tækifæri. Markmiðið helgar alltaf meðalið hjá trúarhópum. Fyrir Samfylkinguna skiptir því heldur ekki máli hverjar aðstæður eru í Evrópu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.3.2009 kl. 00:27

7 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Makalaust hvað menn argast í þér, sem ert ekki einu sinni framboði. Skrítð að enginn skuli taka eftir þeim sem eru á uppleið og munu leiða flokkinn, enda fara þeir kannski varlegar í yfirlýsingum um málefnin sem skipta Íslendinga máli en þú gerir.

Lífinu er ekki stjórnað að ofan, því er stjórnað að neðan, ef þú skilur hvað ég meina.

Gústaf Gústafsson, 28.3.2009 kl. 02:33

8 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gústaf, þú afsakar fáfræði mína, en ég hefi alltaf haldið, að hugmyndir fæddust í höfði manna, en ekki í lífærum neðan við mitti !

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.3.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband