16.1.2009 | 21:09
Framsóknarflokkurinn á útsölu
Samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins um að sækja um aðild að Evrópusambandinu hlýtur að gleðja Halldór Ásgrímsson óendanlega mikið um leið og látnir forystumenn flokksins frá fyrri tíð eins og Eysteinn Jónsson bylta sér í gröfinni.
Valgerður og aðrir Evrópusambandssinnar hafa fallist á málamyndaskilyrðin í trausti þess að ekkert verði með þau gert þegar til kastanna kemur. Fyrir alþingiskosningarnar 1995 var helsta slagorð Framsóknarmanna xB=ekki ESB. Nú verður þessu snúið við þannig að XB=Ísland í ESB.
Það verður fróðlegt að heyra hvernig Bjarni Harðarson bóksali leggur út af þessum leikþætti.
Framsókn vill sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Valgerður og aðrir Evrópusambandssinnar hafa fallist á málamyndaskilyrðin í trausti þess að ekkert verði með þau gert þegar til kastanna kemur."
Nákvæmlega, Hjörleifur. Hér hafa hættulegir hlutir gerzt. Þó að skilmálarnir virðist mjög strangir, að standa vörð um yfirráð okkar yfir auðlindum landsins o.fl., er þar með ekki öll sagan sögð. Gleymum ekki að taka tillit til þess, sem refjar heimsins og pólitíkurinnar bjóða upp á og beitt hefur verið áður í störfum flokksforystunnar. Þessir skilmálar eru sennilega einungis til þess gerðir að gabba efasemdamennina í flokknum til að greiða tillögunni atkvæði, en svíkja síðan allt saman. Flokkseigendafélagið lítur á samþykktir eingöngu sem áfanga í átt til þess, sem það sjálft vill gera. Látum ykkur ekki dreyma um, að EBé-klíkan í flokknum ætli að láta þetta verða sér að farartálma á brautinni með fullveldisréttindi okkar til Bryssel. – Einmitt þess vegna – og vegna hinnar raunverulegu grasrótar flokksins, sem ber allt aðrar vonir í brjósti – var þessi samþykkt sjálfsvígstilraun Framsóknar. – Meira í grein minni fyrr í kvöld um þessa samþykkt og í fleiri greinum um Framsóknar- og EBé-mál á Vísisvef mínum: http://blogg.visir.is/jvj/.
Jón Valur Jensson, 16.1.2009 kl. 21:56
Hvernig í óskupunum geta sannir framsóknarmenn , stutt þennan flokk eftir þennan gjörning. Er einhver munur orðinn á Samfó og framsókn eftir þetta, ég á við er einhver málefnamunur, hann er orðinn vandfundinn
Sigurður Baldursson, 17.1.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.