Evra hefði engu breytt um hrunið segir Carsten Valgreen

Fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, Carsten Valgreen, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær, laugardag 10. janúar. RÚV vitnaði til hennar í fréttum en ég saknaði þar eftirfarandi orða Carstens um evruna:

"Þó að mynt hagkerfisins hefði verið evra hefði það ekki komið í veg fyrir áhlaupið", þ.e. bankahrunið.

Og síðar í greininni: "Síðan þegar innlendum stofnunum og verðbólguvæntingum hefur verið komið í eðlilegt horf er hægt að fara að hugleiða upptöku evrunnar. Það er þó ekki víst að þess þurfi. Það er ekki ljóst hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta, ætti að taka upp alþjóðlega mynt."

Hér kemur fram allt annað sjónarmið en klifað er á af þorra hagfræðinga hérlendis nú um stundir. Evran er ekki sú allra meina bót sem af er látið. Hrunið í október var ekki krónunni að kenna sem gjaldmiðli, heldur því hvernig útrásarvíkingar hegðuðu sér í skjóli ESB/EES-reglna og að stjórnvöld og innlendar stofnanir sváfu á verðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Carsten Valgreener er búin að vera að tala fyrir því undanfarið að höggið verði á tengingu dönsku krónunnar við evru og hefur nánast verið útskúfuð af danska viðskiptageiranum fyrir þá skoðun sýna. En ég held það sé mál þeirr sem á þetta horfa utan frá að þar hafi hún talsvert til síns máls. Þessi orð hennar eru því liður í að verja þá stefnu sína en ekki rökrétt mat sem sést best á því að hún virðist ekki hafa neina yfirsýn á íslenskt efnahagslíf þó svo hún sé að tjá sig um það.  Á sama tíma drullar hún yfir íslenska seðlabankann og gerir óspart grín af smásagnahöfundinum Davíð Oddsyni sem hún segir ekki vera starfinu vaxin. En virðist ekki vita að seðlabakastjórarnir íslensku eru þrír, Tveir hagfræðingar og ein lögfræðingur. Og svo trúir hún því að afdankaður pólitíkus á íslandi með  þriðjungs seðlabankastól geti fellt stóra banka á erlendri grund með því að hóta að rassskella bankastjórana. Ég verð bara segja að mer finnst þessi hagfræðingur ekki trúlegur. 

Carsten Valgreener bankamaður og það verður að skoða hennar afstöðu í því ljósi því Bankamenn virðast bara kenna undantekningalítið pólitíkusum um heimskreppuna og þá skipta fagleg sjónarmið litlu máli. (Að Bjarna Ármanns undanskildum auðvitað).

Guðmundur Jónsson, 11.1.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Carsten er karlmannsnafn mér vitanlega.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband