Í áttina en betur má ef duga skal

Umhverfisráðherra er hér að framfylgja lögboðinni skyldu um að leggja fram náttúruverndaráætlun til fjögurra ára. Það sem hér kemur fram er góðra gjalda vert en betur má ef duga skal. Friðlýsing Gerpissvæðisins hefur t.d. verið á dagskrá NAUST frá því 1973 og var svæðið formlega tekið inn á verkefnaáætlun umhverfisráðuneytisins um aldamótin 2000. Lítið hefur þó þokast í því máli hingað til af stjórnvalda hálfu.

Á náttúruverndaráætlun 2005-2008 var stefnt að friðlýsingu 14 svæða, en aðeins eitt af þeim hefur komist í framkvæmd. Stóð þó Alþingi og umhverfisráðneytið að baki þeirri áætlun.

Eitthvað mikið þarf að breytast í vinnubrögðum umhverfisráðuneytisins og undirstofnana þess eigi að komast skriður á þessi brýnu málefni.


mbl.is Þrettán ný svæði friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vona innilega að landið og þjóðin beri gæfu til að vernda enn stærri svæði af landinu okkar fallega og að þetta sé bara brotabyrjun á því sem koma skal. 

Eftir að þessi friðunarvinna er hafin, vil ég sjá rannsóknir fræðimanna á því margvíslega og undursamlega fjársjóði sem landið okkar er.  

Baldur Gautur Baldursson, 7.12.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband