Áhrifamikil og beinskeytt ræða Styrmis

Það var áhrifamikið að hlýða á ræður þeirra Styrmis Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur í Salnum í Kópavogi á fullveldisdaginn. Styrmir beindi máli sínu tæpitungulaust til Sjálfstæðismanna og hvatti þá til að hrinda sókn ESB-sinna innan sloksins, sagðist raunar ekki í vafa um að að þögull meirihluti innan flokksins myndi standa fast á stefnu hans og verja auðlindir þjóðarinnar og vænti að hið sama væri uppi á teningnum hjá forystu flokksins. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega varaformanninn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Katrín Jakobsdóttir taldi brýnt að fjalla um fullveldið og styrkja það í breyttum heimi og koma á framfæri við þjóðina staðgóðum upplýsingum um Evrópusambandið.

Framundan eru söguleg átök um hugi landsmanna. Forysta Vinstri grænna hefur ítrekað andstöðu sína við að Ísland gerist aðili að ESB og nú er beðið svara frá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.

 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband