Varúð í nýtingu háhitasvæða

Stefán Arnórsson prófessor hefur lög að mæla þegar hann bendir á hversu óvarlega hefur verið gengið fram við undirbúning og ákvarðanir um virkjun háhitasvæða. Það er nóg komið af handahófsvinnubrögðum hérlendis í orkumálum og stóriðju og eru fyrirætlanirnar um að álver í Helguvík og við Húsavík lýsandi dæmi um slíkt.

Það er hægt að kollsigla þjóðarbúið á fleiri sviðum en í fjármálastarfsemi. Lykillinn að farsæld er að flýta sér ekki um of. Jarðhitinn er dýrmæt auðlind sem stórbætt hefur hag okkar eins og hitaveiturnar sanna. En það eru takmörk fyrir hversu hratt má ganga á háhitasvæði og á því sviði þurfum við að fara okkur hægt. Mörg slíkra svæða á jafnframt að vernda ósnortin um alla framtíð.


mbl.is Íslensk orka í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já þetta er hárrétt. Jarðvarmaorka er nefnilega ekki ótakmörkuð orkuauðlind eins og t.d. fallvötn, vindorka og sólarljós.  Þetta eru ákveðnir brunnar og ef of miklu er dælt upp þá tæmast þeir. Þannig heyrði ég einhverntíman að eftir nokkra áratugi verði holurnar á Nesjavöllum tómar með sömu nýtingu og í dag.  Auðvitað er alltaf hægt að bora dýpra og dýpra en þá eykst kostnaðurinn að sama skapi.

Þorsteinn Sverrisson, 24.11.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband