Samfylkingin rammflækt í neti svikinna kosningaloforða

Samfylkingin er orðin svo rammflækt í neti kosningaloforða sinna um Fagra Ísland að talsmenn hennar vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Stóriðjustoppið margfræga birtist mönnum nú sem reipdráttur tveggja ráðherra Samfylkingarinnar, þeirra Össurar og Björgvins G, um það eitt hvort álverið fyrir sunnan eða norðan, í Helguvík eða á Húsavík, skuli hafa forgang. Einhverjir héldu að með því að blaðra á dögunum um að setja ætti rannsóknaboranir í Gjástykki í mat á umhverfisáhrifum væri iðnaðarráðherrann að hugga umhverfissinnað fólk í eigin flokki. Þetta er greinilega algjör misskilningur. Ráðherrann ætlar að láta framkvæmdaleyfi forvera síns, Jóns Sigurðssonar, standa og því verður ekki breytt með umhverfismati. Í viðtalinu lætur Össur hins vegar að því liggja að Skipulagsstofnun geti með áliti sínu stöðvað slíka framkvæmd. Á því hefur þvert á móti verið hamrað síðustu mánuði að slíkt vald hafi Skipulagsstofnun ekki eftir að lögum var breytt 2005, sbr. 11. og 13. grein laga nr. 101/2000.Kórónan í viðtalinu er svo krafa iðnaðarráðherrans um að lögð verði ný hálendislína milli Kárahnjúkavirkjunar og Húsavíkur.  Muna menn ekki að Halldór Ásgrímsson og aðrir talsmenn fyrir Kárahnjúkavirkjun héldu því stíft fram að með virkjun fyrir austan væru raflínur til annarra landshluta óþarfar og menn spöruðu sér slíka fjárfestingu?Er nema von að formaður Samfylkingarinnar og þingflokksformaðurinn Lúðvík fullyrði í dag í fjölmiðlum að fullkominn einhugur ríki innan Samfylkingarinnar um Fagra Ísland! Sjaldan hefur mislukkuðu slagorði verið snúið svo gersamlega á haus.  

 

 

 


mbl.is Össur skammar Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband