Færsluflokkur: Bloggar

Sigurði Hreini hjá Íslandshreyfingunni svarað

Sigurður Hreinn Sigurðsson hjá Íslandshreyfingunni helgaði mér pistil á bloggsíðu sinni fyrr í dag. Hér fer á eftir svar mitt til hans:

Sæll og blessaður Sigurður Hreinn.Það er fjarri mér að ætla að leggja stein í götu ykkar í Íslandshreyfingunni, því að auðvitað fylgið þið sem að henni standið ykkar sannfæringu og notið ykkar lýðræðislega rétt eins og hugur ykkar stendur til. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að aðrir hafi skoðun á hversu skynsamlegt það er miðað við aðstæður nú í aðdraganda kosninga. Með grein minni er ég fyrst og fremst að bregðast við málflutningi Ómars Ragnarssonar formanns væntanlegs framboðs Íslandshreyfingarinnar. Á heimasíðu sinni hefur hann í grein eftir grein útlistað það hversu mikla hindrun hann telji það fyrir fólk að kjósa Vinstri græna af því að þeir einnig kenna sig við vinstri stefnu, þ.e. jöfnuð og velferð. Þú hefur eflaust lesið skrif hans með athygli eins og ég, þar á meðal greinina "Vandi vinstri grænna" 21. janúar 2007 og grein hans 5. apríl sl. sem hefst þannig: "Tal um hægri og vinstri er ekki marklaust meðan Vinstri hreyfingin - grænt framboð heitir þessu nafni. Að minnsta kosti ekki í huga þeirra sem kjósa VG vegna vinstri stefnunnar. Og stór hluti Sjálfstæðismanna telja sig hægri menn. Fyrir margan Sjálfstæðismanninn sem er á móti stóriðjustefnunni er það ekki mikið átak í óskuldbindandi skoðanakönnun að segjast ætla að kjósa VG." Síðan fylgir sú kynlega röksemdafærsla, endurtekin aftur og aftur af Ómari, m.a. í nefndri grein þannig orðuð: "Ætlun okkar er að "grípa" þessi atkvæði þegar þau hörfa til baka til hægri en gætu átt það til að staldra við hjá okkur í leiðinni af því að við erum ekki til "vinstri"."Þetta er afskaplega loftkenndur málflutningur og ekki traustur grunnur fyrir sérstöku framboði til Alþingis. Hér er verið að ala á tortryggni gagnvart Vinstri grænum án þess að gera minnstu tilraun til að ræða um hvaða málefni það séu sem Ómar og eftir atvikum Íslandshreyfingin séu ósátt við í stefnu Vinstri grænna. Þá er það mér ráðgáta hvers vegna óráðnir kjósendur sem eru eindregnir stóriðjuandstæðingar ættu frekar að merkja við Íslandshreyfinguna í kjörklefanum en Vinstri græna, ég tala nú ekki um ef í hlut á fólk sem horfir til hægri, á meðan ekki birtast í efstu sætum hjá Íslandshreyfingunni þekktir fyrrum Sjálfstæðismenn eða fólk sem talar skýrt fyrir hægristefnu. Skoðanakannanir síðustu vikna eftir að Íslandshreyfingin kom fram segja sína sögu. Það litla sem Í-listinn fær í könnunum er að langmestu leyti sótt til stjórnarandstöðuflokkanna, einkum VG. Áður en Íslandshreyfingin tilkynnti um framboð mældist stjórnarandstaðan vikum saman með meirihluta á þingi, en síðan hefur þetta snúist við. Það virðist því raunveruleg hætta á því að framboð Íslandshreyfingarinnar geti orðið til þess að ríkisstjórnin haldi velli. Framboð til Alþingis þarf, ef vel á að vera, að gera skýra grein fyrir sínum málefnaáherslum og stefnumiðum. Það hefur  Íslandshreyfingin ekki gert og er vissulega nokkur vorkunn, þar eð enginn flokkur hefur enn verið stofnaður um framboðið svo mér sé kunnugt og ekki enn ljóst, örfáum vikum fyrir kosningar, hverjir verði í framboði fyrir listann. Fyrir utan andstöðu við stóriðju vita menn það helst um stefnuna, að Íslandshreyfingin vilji að eftir kosningar verði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Um þá hugmynd þarf varla að stofna stjórnmálaflokk til viðbótar við Samfylkinguna, en aðild að ESB er þó altént grunnmúruð í stefnu hennar, þótt margt annað sé á reiki.Ég gleðst sannarlega yfir því ef fólk sem víðast, jafnt í frjálsum félagasamtökum sem og í stjórnmálaflokkum, setur fram kröfur um umhverfis- og náttúruvernd og samhæfir þær öðrum stefnumiðum varðandi þjóðmálin. Það er stærsta mál samtímans sem snertir framtíð alls mannkyns. Ég vænti þess að það góða fólk sem er að vinna fyrir Íslandshreyfinguna finni samleið með öðrum að því verkefni.Með bestu kveðjum                                                        Hjörleifur

Sigurði Hreini hjá Íslandshreyfingunni svarað

Sigurður Hreinn Sigurðsson hjá Íslandshreyfingunni helgaði mér pistil á bloggsíðu sinni fyrr í dag. Hér fer á eftir svar mitt til hans:

Sæll og blessaður Sigurður Hreinn.Það er fjarri mér að ætla að leggja stein í götu ykkar í Íslandshreyfingunni, því að auðvitað fylgið þið sem að henni standið ykkar sannfæringu og notið ykkar lýðræðislega rétt eins og hugur ykkar stendur til. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að aðrir hafi skoðun á hversu skynsamlegt það er miðað við aðstæður nú í aðdraganda kosninga. Með grein minni er ég fyrst og fremst að bregðast við málflutningi Ómars Ragnarssonar formanns væntanlegs framboðs Íslandshreyfingarinnar. Á heimasíðu sinni hefur hann í grein eftir grein útlistað það hversu mikla hindrun hann telji það fyrir fólk að kjósa Vinstri græna af því að þeir einnig kenna sig við vinstri stefnu, þ.e. jöfnuð og velferð. Þú hefur eflaust lesið skrif hans með athygli eins og ég, þar á meðal greinina "Vandi vinstri grænna" 21. janúar 2007 og grein hans 5. apríl sl. sem hefst þannig: "Tal um hægri og vinstri er ekki marklaust meðan Vinstri hreyfingin - grænt framboð heitir þessu nafni. Að minnsta kosti ekki í huga þeirra sem kjósa VG vegna vinstri stefnunnar. Og stór hluti Sjálfstæðismanna telja sig hægri menn. Fyrir margan Sjálfstæðismanninn sem er á móti stóriðjustefnunni er það ekki mikið átak í óskuldbindandi skoðanakönnun að segjast ætla að kjósa VG." Síðan fylgir sú kynlega röksemdafærsla, endurtekin aftur og aftur af Ómari, m.a. í nefndri grein þannig orðuð: "Ætlun okkar er að "grípa" þessi atkvæði þegar þau hörfa til baka til hægri en gætu átt það til að staldra við hjá okkur í leiðinni af því að við erum ekki til "vinstri"."Þetta er afskaplega loftkenndur málflutningur og ekki traustur grunnur fyrir sérstöku framboði til Alþingis. Hér er verið að ala á tortryggni gagnvart Vinstri grænum án þess að gera minnstu tilraun til að ræða um hvaða málefni það séu sem Ómar og eftir atvikum Íslandshreyfingin séu ósátt við í stefnu Vinstri grænna. Þá er það mér ráðgáta hvers vegna óráðnir kjósendur sem eru eindregnir stóriðjuandstæðingar ættu frekar að merkja við Íslandshreyfinguna í kjörklefanum en Vinstri græna, ég tala nú ekki um ef í hlut á fólk sem horfir til hægri, á meðan ekki birtast í efstu sætum hjá Íslandshreyfingunni þekktir fyrrum Sjálfstæðismenn eða fólk sem talar skýrt fyrir hægristefnu. Skoðanakannanir síðustu vikna eftir að Íslandshreyfingin kom fram segja sína sögu. Það litla sem Í-listinn fær í könnunum er að langmestu leyti sótt til stjórnarandstöðuflokkanna, einkum VG. Áður en Íslandshreyfingin tilkynnti um framboð mældist stjórnarandstaðan vikum saman með meirihluta á þingi, en síðan hefur þetta snúist við. Það virðist því raunveruleg hætta á því að framboð Íslandshreyfingarinnar geti orðið til þess að ríkisstjórnin haldi velli. Framboð til Alþingis þarf, ef vel á að vera, að gera skýra grein fyrir sínum málefnaáherslum og stefnumiðum. Það hefur  Íslandshreyfingin ekki gert og er vissulega nokkur vorkunn, þar eð enginn flokkur hefur enn verið stofnaður um framboðið svo mér sé kunnugt og ekki enn ljóst, örfáum vikum fyrir kosningar, hverjir verði í framboði fyrir listann. Fyrir utan andstöðu við stóriðju vita menn það helst um stefnuna, að Íslandshreyfingin vilji að eftir kosningar verði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Um þá hugmynd þarf varla að stofna stjórnmálaflokk til viðbótar við Samfylkinguna, en aðild að ESB er þó altént grunnmúruð í stefnu hennar, þótt margt annað sé á reiki.Ég gleðst sannarlega yfir því ef fólk sem víðast, jafnt í frjálsum félagasamtökum sem og í stjórnmálaflokkum, setur fram kröfur um umhverfis- og náttúruvernd og samhæfir þær öðrum stefnumiðum varðandi þjóðmálin. Það er stærsta mál samtímans sem snertir framtíð alls mannkyns. Ég vænti þess að það góða fólk sem er að vinna fyrir Íslandshreyfinguna finni samleið með öðrum að því verkefni.Með bestu kveðjum                                                        Hjörleifur

Dapurlegt hlutskipti Íslandshreyfingarinnar

Öllum hérlendis er heimilt að spreyta sig á vettvangi stjórnmálanna sem betur fer. Þeir sem ætlast til að vera teknir alvarlega komast hins vegar ekki hjá því að gera grein fyrir erindi sínu. Það hefur Íslandshreyfingin ekki gert enn sem komið er. Formaðurinn Ómar Ragnarsson segir að helsta erindi þessa framboðs eigi að vera að höfða til umhverfisssinnaðra kjósenda sem ella myndu kjósa annan hvorn núverandi stjórnarflokka. Íslandshreyfingin sé flokkur hægramegin við miðju. Þetta er ekki sannfærandi, hvorki miðað við framkomna stefnu á blaði né það fólk sem undanfarið hefur talað máli Í-listans. Ómar þyrfti að fara heljarstökk til að verða sannfærandi "hægrimaður", Margrét var talin vinstrisinnuð meðan hún var hjá Frjálslyndum, Jakob var til skamms tíma varaþingmaður í Samfylkingunni og Ósk hefur ekki vakið á sér athygli fyrir annað en að tala máli umhverfisverndar. Það er því ráðgáta hvernig þetta góða fólk telur sér trú um að það muni sækja fylgi til hægri umfram þá flokka sem fyrir eru í stjórnarandstöðu.   

Skoðanakannanir að undanförnu bera þess heldur ekki vott að kjósendur meti stöðuna öðruvísi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur verið að sækja í sig veðrið, annars gott og vaxandi fylgi við Vinstri græna hefur heldur verið að dala eftir að Í-listinn kom fram og stjórnarandstaðan verður ótrúverðugri kostur sem heild eftir því sem framboðum fjölgar á þeim væng. Sú hætta hefur jafnframt aukist með tilkomu Í-listans að ríkisstjórnin haldi meirihluta sínum á Alþingi eftir kosningar, jafnvel þótt hún nyti ekki stuðnings meirihluta kjósenda. Það er dapurlegt hlutskipti fyrir þá sem að Í-listanum standa að hætta slíku til. Það vantar heldur ekki framboð sem standa fyrir umhverfisvernd og stóriðjustopp og hafa Vinstri grænir raunar gert það af þrótti tvö undanfarin kjörtímabil. Fylgi við þann málstað hefur verið að vaxa óðfluga. Ég hef satt að segja verið að vona að Ómar og aðrir sem að Í-listanum standa sjái sig um hönd í tæka tíð.

Hjörleifur Guttormsson


Sigur í Hafnarfirði þrátt fyrir ofurefli

Úrslit íbúakosninganna í Hafnarfirði þar sem andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík unnu glæsilegan sigur þrátt fyrir ofurefli mun lengi í minnum hafður. Á móti Sól í Straumi stóð harðsnúin áróðursvél Alcan sem jós úr sjóðum sínum til að hræða Hafnfirðinga til fylgis við nýja risaálverksmiðju. Á hliðarlínunni sat þögull meirihluti Samfylkingarinnar sem leynt og ljóst hefur staðið að undirbúningi stækkunar álversins með bæjarstjórann Lúðvík Geirsson í broddi fylkingar. Í huga Alcanforystunnar og ráðandi meirihluta Samfylkingarinnar áttu kosningarnar aðeins að vera formsatriði til að fá lokastimpil á undirbúning að framkvæmdum við stækkun. Áætlanir Alcan gerðu ráð fyrir að framleiðsla í nýjum áfanga hæfist árið 2010. 

Sigursveit Péturs Óskarssonar formanns Sólar í Straumi og Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa Vinstri grænna hefur lyft Grettistaki við erfiðar aðstæður og sent ríkisstjórn stóriðjuflokkanna skilaboð sem ekki verða misskilin. Mikill fjöldi fórnfúsra einstaklinga lagðist á eitt með óeigingjörnu starfi og nógu margir Hafnfirðingar höfðu framsýni til að tryggja þessa niðurstöðu. Þetta var afar mikilvægur áfangi í baráttu gegn stóriðjustefnunni sem fylgt verður eftir í alþingiskosningunum 12. maí.

Hjörleifur Guttormsson


Landnám álhringanna

Þjóðin er að vakna upp við veruleika sem er ekki nýr en hefur mörgum verið dulinn. ÍSAL í Straumsvík hóf starfsemi sína 1970 og hafði þá þegar náð ítökum inn í þá stjórnmálaflokka sem stóðu að samningunum við Alusuisse 1966. Síðar festust fleiri flokkar í því neti, m.a. með því að standa vörð um útsölusamning á raforku sem bundinn var í áratugi.

Aðdragandi kosninganna í Hafnarfirði segir allt um stöðuna, hvernig auðhringurinn hefur hreiðrað um sig í sveitarfélaginu og heldur núverandi meirihluta Samfylkingarinnar í gíslingu. Forsætisráðherra landsins hefur sagt Hafnfirðingum hvernig þeir eigi að greiða atkvæði og bæjarfulltrúar meirihlutans taka undir með þögninni. Hver svo sem verða úrslit íbúakosninganna mun krabbamein álhringanna halda áfram að grafa um sig, því að fjölþjóðafyrirtæki hafa langtímastefnu og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Að jafnaði reyna auðfélög af þessum toga að tryggja hagsmuni sína að tjaldabaki með pólitískum ítökum en nú hefur orðið breyting á. Alcan með Rannveigu Rist og blaðursfulltrúa sinn í fararbroddi gengur opinskátt fram á völlinn eins og um stjórnmálaflokk sé að ræða og skirrist ekki við að ausa út tugmiljónum í baráttu um hugi Hafnfirðinga. Það sem kynnt var sem nýung í íbúalýðræði hefur breyst í sýnikennslu um hvers er að vænta nú og framvegis af erlendu stóriðjufyrirtækjunum og innlendum handlöngurum þeirra.

Aðeins einörð andstaða á landsvísu við frekara landnám álhringanna getur stöðvað ráðandi ítök þeirra í stjórnmálalífi hérlendis, jafnt í ríkisstjórn sem innan sveitarfélaga. Þar dugir ekki að segja eitt á Húsavík og annað á Reykjanesi eða Suðurlandi. Í skjóli slíks hringlandaháttar reynist fjársterkum aðilum auðvelt að deila og drottna.

Hjörleifur Guttormsson

 


Fjölþjóðahringar í fegurðarsamkeppni

ÍSLENDINGAR fá nú á færibandi sýnishorn af vinnuaðferðum fjölþjóðafyrirtækja sem leitast við að kaupa sér umhverfisvæna ímynd til að breiða yfir náttúruspjöll og mengun.

Fáeinum dögum fyrir atkvæðagreiðslu um margföldun á umsvifum Alcan í Hafnarfirði er send út tilkynning um að auðhringurinn sé reiðubúinn að greiða fyrir því að raflínur í grennd við álverksmiðjuna verði settar í jörð svo fremi að Hafnfirðingar samþykki nýja 280 þúsund tonna risaálbræðslu við hlið þeirrar gömlu.

Þá sendi Alcoa miðvikudaginn 28. mars út fréttatilkynningu á veraldarvefnum þess efnis að fyrirtækið fagni sérstaklega (embraces) ákvörðun Alþingis um að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. Þar segir ennfremur að Alcoa hafi um nokkurra ára skeið stutt við stofnun þjóðgarðsins og fylgst náið með undirbúningi að stofnun hans. Vitnað er sérstaklega til orða Tómasar Sigurðssonar forstjóra Alcoa Fjarðaáls sem segir fyrirtækið "lengi hafa stutt við verndun þessa náttúrusvæðis þar sem það er hluti af okkar sjálfbæru hugmyndafræði". Síðan fylgir löng þula um framleiðslu Alcoa á heimsvísu og klykkt er út með því að Alcoa hafi nýlega fengið útnefningu auðmannaráðstefnunnar í Davos í Sviss (World Economic Forum) sem ein af fremstu sjálfbæru samsteypum á heimsvísu.

Bakgrunnur þessarar hógværu fréttar er sennilega fjárstyrkur að upphæð 20 milljónir króna sem Bernt Reitan aðstoðarforstjóri Alcoa afhenti Sigríði Önnu Þórðardótur umhverfisráðherra 15. maí 2006 og renna skyldi til uppbyggingar þjóðgarðanna í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.

Það fylgir hins vegar ekki sögunni að skilningur Alcoa á sjálfbærni hefur einkum birst Íslendingum í því að fyrirtækið hljóp undir bagga með íslenskum ráðamönnum til að koma á fót Kárahnjúkavirkjun og hefur síðan með byggingu álbræðslu á Reyðarfirði umturnað austfirsku samfélagi.

Raflínur sem liggja að Fjarðaál-verksmiðjunni kringja nú þorpið á Reyðarfirði. Þar á Alcoa leik á borði þegar fyrirtækinu dettur í hug að stækka verksmiðju sína að bjóðast til að leggja þá gálga í jörðu.

Höfundur er náttúrufræðingur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband