16.10.2009 | 09:34
Dæmigerð viðbrögð stóriðjurisa
Fréttirnar frá Suður-Afríku um að Rio Tinto Alcan hafi hætt í bili við fyrirhugað Coega-álver vegna áforma þarlendra stjórnvalda um raforkuverðshækkun þurfa engum að koma á óvart. Þetta eru dæmigerð viðbrögð stóriðjuauðhrings. Það sama gildir um viðbrögð þessa fyrirtækis hérlendis vegna áforma stjórvalda um orkuskatt á álverksmiðjuna í Straumsvík.
Menn ættu að rifja upp deilu íslenskra stjórnvalda 1981-1984 við Alusuisse, þáverandi eiganda Ísal, um skattgreiðslur og raforkuverð. Þá tókst íslenskum stjórnvöldum að knýja auðhringinn til að gefa eftir vegna þess að hægt var að sanna á hann stórfelld undanskot frá skattgreiðslum til íslenska ríkisins. Niðurstaðan varð tvöföldun á raforkuverði til Landsvirkjunar, breyting sem bjargaði Landsvirkjun frá stórfelldum áföllum vegna óviðunandi raforkusamnings við Ísal til langs tíma.
Rio Tinto Alcan hættir við í S-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert óeðlilegt við þetta. Bara dæmigerð viðbrögð fyrirtækja í einkaeigu, stórra sem smárra, þegar samningar breytast á síðustu stundu.
Þetta eru þó ekki eftiráskattar eins og hér, sem er forkastanlegt og til þess fallið að rýra traust erlendra fjárfesta á landinu, ekki bara í álgeiranum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 10:11
Fjármálaráðherrann bendir réttilega á að erlendir auðhringar sem eiga álverin hérlendis skuldi þjóðinni svör við "af hverju þeir vilja ekki greiða hærri skatta & gjöld til íslenskt samfélag í þeirri stöðu sem við finnum okkur. Auðhringarnir hafa hingað til fengið raforkuna á glæpsamlegu undirverði og notið alskonar velvildar er kemur að skattaumhverfi okkar. Þeir hafa fengið "free ride" allt og lengi! Við sem þjóð verðum að ÞORA að rukka þessa auðróna um pening í stað þess að sleikja endarlaust á þeim rassinn. Það er nefnilega skítalykt af þeirri stefnu Ránfuglsins & Landsvirkjunnar sem tekur hagsmuni auðhringa ávalt framfyrir hagsmuni þjóðarinnar. Við verðum að hafa hugreki til að gera hlutina á gáfulegan hátt..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 16.10.2009 kl. 12:34
Tek undir með Gunnari það er ekkert óeðlilegt við þetta. Ef manni er boðið eitthvað á ákveðnu verði, en svo þegar á að skrifa undir, þá eru einhverjar allt aðrar og hærri tölur á borðinu.
Þú mundir líka hætta við ef færið væri svona með þig.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 14:05
Ég hugsa að ég myndi hætta við að kaupa gulrót, ef ég þyrfti allt í einu að greiða ekstra gulrótagjald.
Myndi kanski kaupa rófu í staðinn.
Þessi skattheimta ríkissins er af sama meiði og græðgi "útrásarsnillinganna". Þeir áttu allt, en þurftu að eignast meira.
Þess vegna fóru þeir á hausinn. Rikið er að vinna að því að fara endanlega á hausinn eins og þeir.
Jón Ásgeir Bjarnason, 16.10.2009 kl. 14:34
Allir hér að ofan koma sér fimlega framhjá þeirri umræðu hvort þeim finnist ríkja hér "eðlileg skattheimta eða eðlilegt raforkuverð..???" Ránfuglinn spilar með auðhringum sem auðvitað hafa það eina markmikð að "arðræna & græða sem mest" alstaðar þar sem þeir stíga niður fæti. Auðvitað kunna þeir þennan leik að segjast hætta við þessa & þessa verksmiðju hér eða í Nígeríu ef þeir fái ekki "þetta & þetta í gegn" - hvers konar banannalýðveldi hefur Ránfuglinn breytt landinu í spyr ég??? Viljum við virkilega eiga viðskipti við aðila sem "nauðga okkur???" Hvers konar sjálfsvirðing & aumingja hugsun er eiginlega til staðar hérlendis?? Ég skil að auðhringar vilji græða, það er þeirra hlutverk en ég skil ekki íslenska sauðinn sem lætur bara nauðga sér og er í raun fegin að einhver sé til í að koma og nauðga honum. Ef þessi fyrirtæki vilja ekki greiða eðlilega skatta þá eiga þau ekkert heima hér hefði ég haldið.
Ef málið snýst bara um að skapa hér atvinnu, þá má alveg færa fyrir því rök að breyta Íslandi yfir í "hóruhús Evrópu" fá hingað hórur sem bjóða lægðsta verð í Evrópu, fá auknar gjaldeyristekjur frá ferðamönnum. Það sjá vonandi allir að málið snýst um aðeins meiri hugsun en bara útvega hér vinnu. Við verðum að þora að horfa út fyrir "álskálina - skál í botn segir fíkilinn og heimtar sinn skammt..!" Ég spyr: "Hafa okkar spor verið gæfuspor? Var Kárahnjúkavirkjun gæfuspor???" Hvernig væri að álversdónarnir færu að svara áleitnum spurningum???? Heiðarleg svör óskast..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 16.10.2009 kl. 15:04
Já, Kárahnjúkavirkjun var sannkallað gæfurspor, um það get ég vitnað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 15:09
Hjörleifur þú stóðst þig vel þegar kom að ÍSAL, en þú stóðst þig ekki eins vel þegar þú sveikst gefin loforð um Eyjabakka og kísilmálmblendi hér á Reyðarfirði. Mér finnst þú gleyma þér stundum í öfgunum.
Kárahnjúkar sem gæfuspor jú ég hugsa að þegar mönnum hefur verið lofað öllu fögru á 40 ára tímabili eins og Allaballarnir gerðu á sínum tíma við Reyðarfjörð og engar efndir, þá hugsa ég að um gæfuspor sé að ræða.
Þú vilt nefnilega gleyma ansi mörgu af því sem þú lofaðir og sveikst síðan. Og slóst um þig að þú værir svo umhverfisvænn. En ég veit ekki um neinn umhverfisvænni kost til raforkuframleiðslu en hreint vatn. Gufuaflsvirkjanir hafa ekki þennan kost, kolarekin raforkuver hafa alls ekki þennan kost o.s.l.t.
En að Rio Tinto sem er að hugsa eingöngu um sína hluthafa skuli hafa hætt við í bili er bara ekkert skrýtið.
Baldvin Baldvinsson, 16.10.2009 kl. 18:10
Þessi umræða um græna orku er ekki rétt að mínu mati,hverju er fórnað fyrir græna orku?er það ekki óspillta náttúra okkar sem er verið að fórna og það er ekki hægt að fá hana til baka.Afverju skildi vera siglt um hálfan hnöttinn með súrál til Íslands,haldið að það sé bara útaf grænni orku? nei hér borga þessi stóriðjufyrirtæki mjög lítið fyrir þessa svokallaða græna orku sem við fórnum fyrir þessi fyrirtæki,man ekki alveg tölurnar(einhver getur vonandi leiðrétt mig)en ef ég man rétt borgum við 2 þriðju af allri orku hér á landi en stóriðjurnar 1 þriðja en við notum bara 1 þriðja af orkunni en stóriðjurnar 2 þriðju.Þessir menn meiga bara væla fyrir mér,ég er ekki viss um að þeir vilji loka álverum hér þó það þurfi að hækka gjaldið um nokkra aura...
Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.10.2009 kl. 21:45
Það má vera að einhverjum finnist græn orka ekki skila sínu. Ég hugsa að ef við skoðum málið og förum útí það að pæla með hverjum hætti raforka er búin til, þá verða vatnsaflsvirkjanir alltaf í fyrsta sæti síðan kemur kjarnorka. Við getum líka pælt fram og til baka um náttúrperlur þessarar þjóðar, það er samt nokkuð merkilegt að alltaf þegar kemur að því að virkja einhversstaðar verður til hópur fólks sem gagnrýnir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og þá breytir engu hvort þetta svæði hefur verið sótt af ferðamönnum eða ekki, bara af því að þetta er hluti af þessu ægifagra landi Íslandi þá er þetta merkisblettur sem ber að friða til frambúðar.
Ég var svona sinnis sem ungur maður og aðhylltist alls konar umhverfisvernd og skrifaði undir alskonar plögg og dót til stuðnings hinu og þessu. En þegar upp er staðið þá er ekkert í mannlegu valdi sem getur viðhaldið náttúrunni og ég set upp spurningarmerki þegar fólk er að tala um að vernda eitthvað til frambúðar. Ísland er meðal yngstu eyja hvað varðar jarðfræði og okkar saga er afskaplega stutt á jarðsögulegu tímabili. Ef ég man rétt ritaði Hjörleifur grein um jökla Íslands á landsnámstímum og þá virðast þeir hafa verið talsvert minni en þeir eru í dag. Það bara eitt og sér segir manni að ekkert undir sólinni fær viðhaldið einhverjum náttúrminjum þær eyðast allar með tímanum og því er spurningin er þá ekki alveg eins gott að nýta þær auðlindir sem landið getur gefið okkur. Við erum ekki að átta okkur á því að vatnsaflið er okkar olíuauðlind, en ég get verið sammála að við eigum ekkert að gefa það. Held að það hafi ekki staðið til heldur, hvað sem hver segir um það. Afhverju skildi vera silgt um hálfan hnöttinn, þegar stórt er spurt verður yfirleitt fátt um svör. En ein af ástæðum þess er að við bjóðum lágt orkuverð og ef það getur orðið til þess að hér fái einhverjar hræður vinnu til frambúðar við það tel ég markmiðinu náð. Því ef okkur fjölgar eins og líkur eru á þá megum við gjöra svo vel og nýta allt sem við getum. Megi þið eiga góðan dag.
Baldvin Baldvinsson, 17.10.2009 kl. 17:01
Líklega munu Íslendingar semja af sér hér eins og með ICESAVE.
Baldur Gautur Baldursson, 21.10.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.