9.10.2009 | 19:47
Forsætisráðherra farin á taugum og þarfnast sárlega hvíldar
Síðustu útbrot í Icesafe-málinu er í senn alvarleg og dapurleg. Forsætisráðherra pantar greinargerðir frá Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra og frá Seðlabankanum til að hafa í nesti á fund með talsmanni Samtaka atvinnulífsins og flokksbróður sínum Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Umsagnirnar við fyrirspurnum forsætisráðherra eru notaðar til að draga upp einskonar dómsdagsspá um íslensk efnahagsmál verði ekki tafarlaust skrifað upp á Icesafe. Jóhanna segir þetta vera staðreyndir, en á sama tíma færir hún þjóðinni engar fréttir af viðbrögðum Breta og Hollendinga, bara að Íslendingar verði að kyssa á vöndinn. Hagstæðari skilaboð gátu þessir andskotar okkar ekki fengið frá Íslandi.
Margt hafa menn séð í þessum Icesafe-sirkus en þetta er það raunalegasta hingað til. Forsætisráðherrann hefur greinilega tapað dómgreind sinni um hvað teljist sæmandi vinnubrögð. Ekkert er ólíklegra til að þjappa mönnum saman um niðurstöðu hér innanlands en slíkar tiltektir. Það fylgir sögunni að hvorki seðlabankastjóri né fjármálaráðherra vissu um væntanlega birtingu þessara umsagna en sá síðarnefndi biður fólk að halda ró inni.
Nú er vart annað til ráða en panta pláss á hvíldarheimili fyrir forsætisráðherrann á meðan hún safnar kröftum og reynir að jafna sig fyrir átök komandi viku.
Athugasemdir
Það á að henda þessari druslu út á hafsauga.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:27
Mér sýnist nú að þér veiti ekki af góðri dvöl í Hveragerði, minn kæri Hjörleifur. Ertu ekki VG maður? Eða ertu bara í skæruhernaði gegn stjórnvöldum, eins og lengstum ævi þinnar? Lifðu heill!
Björn Birgisson, 9.10.2009 kl. 20:54
Ýmsar uppákomur hefur maður upplifað á þeim rúmum 50 árum sem ég hef fylgst með stjórnmálum þessa lands okkar. En nú hefur tekið útfyrir allan þjófabálk að vanhæfasti stjórnmálamaðurinn á alþingi, Jóhanna Sigurðardóttir skuli stýra forsætis ráðuneytinu, ESB bulla eins og allt Samfylkingar pakkið (Samspillingar pakkið) Á hinu háa alþingi er.
Þórólfur Ingvarsson, 9.10.2009 kl. 20:57
Sagt er að sérhver þjóð eigi skilið þá foringja sem hún fær. Það hefur sannast á Íslendingum. Stjórnmálaumræðan ber enn vitni um öfgar, dómgirni og hlutdrægni fyrir utan ónýta fjölmiðla sem ættu að vísa veginn.
Enginn trúir öðrum og allir vita betur en hinir. Davíð Oddsson, einn mikilhæfasti stjórnmálamaður Íslendinga á liðinni öld, lét osftopa og dómgirni - svo ég segi ekki hatur - leiða sig í ógöngur, og nú er hann farinn að skálda í Morgunblaðið - og það er vond latína. Gáfaðasti stjórnmálamaður liðinnar aldar, Hjörleifur Guttormsson, getur ekki litið andstæðinga sína réttu auga og fellir óréttmæta dóma. Hvað má til varnar verða vorum sóma?
Tryggvi Gíslason, 9.10.2009 kl. 21:54
Já, þyngra en tárum taki ...
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2009 kl. 23:06
Tryggvi, þinn texti hér er frábær. Stal honum á síðuna mína, allt innan gæsafóta. Bessaleyfi? Þú fyrirgefur mér vonandi. Bestu kveðjur, BB.
Björn Birgisson, 9.10.2009 kl. 23:14
Fulltrúalýðræðið er komið á skilorð. Nú gengur þetta ekki lengur. Sundrung, klaufaskapur og kjarkleysi er ekki það sem okkur vantar.
Árni Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 00:42
Jóhanna tapaði dómgreindinni við ráðningu aðstoðarmanns, Hjörleifur. Og Bretar og Hollendigar eiga sér ekki dyggari stuðningmann hér á landi. Kannski er Jóhanna að tryggja að ekki fari eins fyrir henni og nöfnu hennar af Örk.... í viðskiptum við Breta.....?
Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 01:41
Merkilegt að ríkisstjórnin skuli ekki þiggi ráðgjöf frá Joshep Stiglitz og Evu Joly.....
og ráða fagfyrirtæki í allt málið - með þessa ráðgjafa og fleiri - sem bakland....
í stað þess að láta einhverja "steypustöð" hræra saman ónýta "steypu" í formi skaðlegra "fréttatilkynninga".....
og misnota þannig t.d. "ráðgjöf Seðlabankans" sem var snarbrugðið - hefðu haft orðalagið allt annað - ef þeir hefðu vitað að "ráðgjöf Seðlabankans"...
ætti að fara beint í "steypuhrærivélina" og þaðan ...
...plöggað með hraðtengi við tengiliði "kranablaðamennskunnar" -
rennandi blaut steypan.. sem rann ljúflega - í pressuna....
og eftir situr Ísland - með ríkisstjórn sem var að skora mörg sjálfsmörk.... -
5:0 fyrir Breta og Hollendinga í "leiknum" í gær........
Kristinn Pétursson, 10.10.2009 kl. 06:11
Sorglegt að sjá þetta frá jafn greindum manni og þér Hjörleifur.
Þjóðin er í skelfilegri stöðu, næstum sama hver á heldur.
En hvað ert þú að ákalla ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.10.2009 kl. 09:13
Það er rétt hjá Hildi að við erum í skelfilegri stöðu. Þá skiptir einmitt miklu hver á heldur. Forsætisráðaherra þarf að' taka niður hálskraga sem kemur í veg fyrir að hann geti bara horft til einnar áttar.
Það kemur æ betur í ljós að svokölluð Evrópuleið er helreið.
Sigurður Þórðarson, 10.10.2009 kl. 13:13
Greind er mjög erfitt að skilgreina, ekki treysti ég mér til að úrskurða eins og Tryggvi að þú hafir verið "greindasti" maður síðustu aldar. Kannski er svolítill broddur í þessu hjá Tryggva, hefur greindinni hnignað, það er komin ný öld? Ég ætla ekki að fara að ræða við þig Hjörleifur um pólitík eða umhverfismál, þú ert fyrir löngu gengin í þau björg hugans að þú ert ekki viðræðuhæfur.
En hafðu íslenskt mál í heiðri. Hjörleifur, þú átt að segja "Forsætisráðherra farinn á taugum...Orðið forsætisráðherra er karlkyns.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 14:46
Góðu viðmælendur.
Þakka ykkur vinsamlegar ábendingar og sjónarmið. Gunnar Helgi stjórnmálfræðingur segir eftirfarandi um sama efni, útbrotin í Icesafe-málinu og athafnir forsæisráðherrans, samkvæmt Mbl.is:
"Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag, að með því að birta í gær greinargerðir Seðlabankans og efnahagsráðuneytisins væri Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, væri að senda Vinstri grænum skilaboð um að fallist þeir ekki á afgreiðslu Icesave-málsins geti það riðið ríkisstjórnarsamstarfinu að fullu.
Í tilkynningu forsætisráðuneytisins í gær kom fram það mat, að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf yrði frekari töf á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Gunnar Helgi sagði athyglisvert, að forsætisráðuneytið hefði sent út tilkynninguna ásamt greinargerðunum tveimur að seðlabankastjóra forspurðum. Þá veki einnig athygli að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi ekki verið látinn vita. Jóhanna og Steingrímur hafi hingað til staðið saman gagnvart fjölmiðlum í stærri málum ríkisstjórnarnar og kynnt þau í sameiningu."
Hjörleifur Guttormsson, 10.10.2009 kl. 17:16
Hjörleifur,
Ertu nokkuð genginn í Framsóknarflokkinn?
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 17:45
Það ríkir mikil gleði í herbúðum sjálfstæðismanna og framsóknarmanna þessa dagana. Þar gengur maður undir manns hönd að hrósa Ögmundi. Já hann ætlar að hafa það af með þrjósku sinni og hroka að afhenda þessum flokkum völdin á ný. Alveg er það furðulegt með fólk sem hefur náð fermingaraldri að geta aldrei samið. Ef það vill 100 en er boðið 50 þá skellir það hurðum og velur 0
Vegna svona fólks hefur íhaldið stjórnað hér alla tíð með framsókn.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 19:16
Greind er afstætt hugtak... það eru til svo margar gerðir af henni. Stundum trufla sterkar tilfinningar greindina.
Ég er algjörlega sammála Hjörleifi í þessum pistli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 04:18
Víst er þetta hryggilegt! Mér finnst þessa ríkisstjórn hafa einkennt fátækleg hugsun og fádæma úrræðaleysi. Djörfung hefur ekki sést fyrir bregða og einatt er horft till sömu hluta.
Trist, dödtrist!
Baldur Gautur Baldursson, 12.10.2009 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.