Undanhald samkvæmt áætlun

Já, þetta gengur erfiðlega hjá Nató í Afganistan og ekki nema von að vígreifur Rasmussen vilji fá Rússa með sér í leikinn. Þeir hafa reynsluna af undanhaldi og uppgjöf í Afganistan sællar minningar, en þá voru það Bandaríkjamenn sem studdu héraðshöfðingjana og Taliban með ráðum og dáð gegn Rússum sem þá voru enn í Sovétinu. Það er annars skrítið að Fogh minnist ekki á Össur utanríkisráðherra sem hlýtur þó að vera honum vel kunnugur úr Norðurlandaráði. Össur ræður að vísu ekki yfir hersveitum en hann gæti minnt framkvæmdastjórann danska í nauðum á heilræði Steins Steinars úr kvæðinu "Undanhald samkvæmt áætlun", þar sem segir:

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,

að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.

Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.

Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.


mbl.is Segir sigur mögulegan í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband