3.10.2009 | 11:43
Brotthvarf Ögmundar úr ríkisstjórn og óviss eftirleikur
Í greinarkorni á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur rýni ég í Icesafe-málið eins og það hefur þróast frá hruni, núverandi stöðu þess og horfur framundan. Þar segir m.a.
"Þeir atburðir sem leiddu til afsagnar Ögmundar eru líklegir til að gera þá lausn sem oddvitar ríkisstjórnarinnar virðast stefna að erfiðari en ella. Í framhaldi af því að Jóhanna lyfti veldissprota sínum var leitað eftir því að þingflokkar Samfylkingar og Vinstri grænna veittu formönnum flokkanna umboð til að leiða Icesafe-málið til lykta. Ljóst er af fréttum og viðtali í gær [1.okt.] við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur þingflokksformann VG að umboð af hálfu þingflokks hennar tekur aðeins til þess að leitt verði í ljós á hvaða nótum unnt væri að ná málamiðlun við Hollendinga og Breta. Einstakir þingmenn VG hafa þannig ekki skuldbundið sig fyrirfram til að samþykkja lagabreytingu við lögin um ríkisábyrgð, verði hennar talin þörf."
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir tímabæra grein Hjörleifur. Þetta er góð grein. Það er víst ekki hægt að komast að réttari niðurstöðu en einmitt þessari:
"Ráðlegast væri jafnframt að stjórnvöld dragi fyrr en seinna til baka umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu en þar liggja þegar að er gáð rætur þess ástands sem hér ríkir."
Það er ekki hægt að hafa bæði mél í munni og blása á sama tíma.
ESB þráhyggja Samfylkingarinnar strax í stjórnarmyndunarviðræðunum er núna sprungin út sem smitandi og blómstrandi graftarkýli. Hún er að valda miklum skaða á þjóðarbúskap Íslands. Hún mun reynast Íslandi dýr. Kannski óbærilega rándýr.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2009 kl. 13:42
Það skuggalegasta við allt þetta mál er að sumir ESB-andstæðingar skuli vísvitandi reyna að eyðileggja bestu lausn á Icesave-málinu í eintómri von um að trufla ESB-aðildarviðræður.
Ég er tilbúinn til að taka undir hverja færa leið um lausn á Icesave, en hvernig er með þá sem vilja enga færa leið og vísa enga leið? - Hvað vakir fyrir þeim?
Helgi Jóhann Hauksson, 4.10.2009 kl. 00:01
Gunnar Rögnvaldsson, öfga hægri maður sem virðist í launuðu starfi við a semja öfugmælavísur, lýgisögur og and-Evrópuáróður tekur fyrstur mann undir með Hjörleyfi - Hvað segir það okkur?
Gunnar snýr öllu á hvolf á vefnum sínum. Ég er reyndar löngu hættur að lesa hann en fyrir nokkrum dögum gerði ég það þó og þá var hann að segja að Spánverjar væru að gjalda fyrir evru. Hann vitnaði í erlend skrif og gaf upp þræði máli sínu til sönnunar — sem ég kíkti á, - en viti menn þar var aðeins talað um að evrusvæðið væri að gjalda fyrir Spán, þ.e. algerlega öfugt við málflutning Gunnars, — eins og hans er háttur og venja í nær öllum skrifum.
Satt að segja er þessi öfugsnúningur og rangfærsla öfgahægrimanna orðin afar þreytandi og mikil ráðgáta hvernig lærisveinar sjálfs Karls Marx geta fundið í þeim samherja. Eins og allir vita sem hafa lesið Marx fyrileit hann ekkert sem þjóðernishyggjuna. - Þó hann á seinni hlut ævi sinnar tæki undir með uppreins Íra gegn Bretum var það einmitt með þeim rökstuðningi að þjóðernishyggjan væri svo skæð og hættuleg að breskur verkalýður finndi fremur samstöðu með breskum burgeisum en írskum verkalýð. - Það var því ekki í samstöðu með þjóðernishyggjunni eða í sátt við hana sem hann tók undir með Írum heldur einmitt hið ganstæað í algerri fyrirlitningu fyrir þjóðernishyggjunni.
- Enda syngja alvöru verklýðssinnar Nallann en ekki þjóðsönginn.
Helgi Jóhann Hauksson, 4.10.2009 kl. 00:21
Sæll Hjörleifur, tek heilshugar undir þessa grein þína. Hef lengi verið þeirrar skoðunar að þjóðstjórn var það sem þurftum á að halda strax við hrunið. Annað hvor var það valdatogstreita milli Samfylkingar og VG kom í veg fyrir það, eða rangt mat á aðstæðum. Davíð Oddson sagðist hafa nefnt það að ef einhvern tíma væru aðstæður fyrir þjóðstjórn, sem hann væri á móti, þá var það við hrunið. Hann bar það hins vegar til baka að hann hafi stungið upp á þjóðstjórn.
Framkvæmd samninganna um Icesave eru afar stór mistök, og menn þurfa að viðurkenna þau. Ögmundur Jónasson og þeir þingmenn VG sem stuðluðu að því að þetta mál fékk faglega meðferð í þinginu eiga hrós skilið. Við þurfum ný vinnubrögð í íslenskri pólitík.
Sigurður Þorsteinsson, 4.10.2009 kl. 22:01
Thad er gott ad vita ad ekki ALLIR hafi selt samvisku sína. Eg er alltaf ad vonast til ad litid verdi til nyrra leida en ESB og AGS. Synd og skömm thykir mer thessi "rörsýn" stjórnmalamanna.
Baldur Gautur Baldursson, 5.10.2009 kl. 09:01
Hjörleifur. Þakka þér fyrir mjög góða grein. Það er kannski en von til að Vg rísi upp úr svaðinu sem Samfylkingin hefur troðið flokknum í. Því fyrr sem ESB aðildin verður aftur kölluð því betra, það verður þá kannski til þess að tekið verður á þeim brýnu vandamálummálum sem bíða.
Rafn Gíslason, 5.10.2009 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.