26.4.2009 | 17:54
Samfylkingin í erfiðri stöðu með litla fylgisaukningu
Þvert ofan í það sem blindir fjölmiðlar reyna að enduróma er Samfylkingin um margt í erfiðri stöðu eftir að hafa aðeins náð 29,8% fylgi í kosningunum en hafði 31% árið 2003. Þetta er staðan eftir að Íslandshreyfingin gekk til liðs við Samfylkinguna fyrir kosningar og einhver ótalinn fjöldi á að hafa bæst flokknum út á kröfuna um ESB-aðild. Hvert fór það lið semfyrir var? Á sama tíma og viðbótin sem Samfylkingin fær er 11,2% bætir VG við sig 51,7% og sú aukning er fengin m.a. út á einarða andstöðu við ESB-aðild.
Ljóst er að Samfylkingin hefur enga stöðu til að setja VG eða öðrum flokkum kosti í Evrópumálum. Það er rétt sem formaður Framsóknar segir: "Ég tel reyndar að fylgi Samfylkingarinnar sé viðkvæmara nú en oft áður vegna þess að það byggist svo mikið á tveimur hlutum. Annars vegar Jóhönnu Sigurðardóttur og hins vegar Evrópusambandinu."
Við þetta bætist að Samfylkingin hefur ekki mótað sér nein samningsmarkmið varðandi aðildarumsókn. Jóhanna er í stöðu Rauðhettu litlu sem stefnir beint í gin úlfsins. Það er greinilega afar brýnt að kveðja út björgunarsveitir til að stöðva feigðarflan þessara einfeldninga sem boðuðu aðild að ESB sem allra meina bót fyrir kosningar.
VG verður að gefa eftir í Evrópumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fagna árangri VG í slagnum við Samfylkinguna. Þarna voru hin raunverulegu átök í kosningunum og tekist var á um ESB- aðild.
Auðvitað getur Samfylkingin ekki sett VG neina afarkosti. Ég hefði gaman að sjá þá reyna að koma saman ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni.
Núverandi ríkisstjórn endist ekki meira en 12 mánuði hið mesta. Þá verður mynduð Fullveldisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar. Þessi stjórn mun hafa 39 þingmenn og 60,2% atkvæða á bak við sig og því sterka stöðu. Þar með verður ESB-bullið afgreitt fyrir fullt og allt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 18:12
Vissulega er staða Samfylkingar ekki eins sterk og ætla mætti, til þess byggist fylgið við hana of mikið á vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur. En mér virðist komin upp pattstaða varðandi Evrópumálið. Er um nokkuð annað að ræða en þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi það mál, burt séð frá meintum eigneldningum með eða móti?
Pjetur Hafstein Lárusson, 26.4.2009 kl. 18:58
Þá er bara stjórn Samfylkingar framsók og Borgarahreyfingar,það er bara góður kostur.Ihaldið færði sig yfir í VG þeir eru ekki trúverðugir kjósendur.
Árni Björn Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 19:42
VG verður einfaldlega að gera sér grein fyrir því að Samfylking fer ekki í stjórn nema gegn því að sótt verði um til ESB. Umboð þeirra er til að stýra aðildarviðræðum við sambandið og það umboð getur flokkurinn ekki rofið. Þarna er ekki verið að stilla VG upp við neinn annan vegg en þann sem VG vissi um fyrirfram -- þetta lá allt fyrir. Alveg eins og VG hefði aldrei starfað í ríkisstjórn á sínum tíma sem hafði Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði á stefnuskrá sinni, þá hlýtur Samfylking að setja þetta skilyrði. Hvernig flokkarnir ná saman um málið á eftir að koma í ljós, en það er auðvitað alveg á hreinu að lokaákvörðunin er þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu, og undir niðurstöðu hennar verða allir að beygja sig.
GH, 26.4.2009 kl. 19:55
Ég þekki einga samkynheigða einstaklinga sem ekki kaus samfylkinguna núna. Ef rétt er, að kinvilla sé vandamál um 10% einstaklinga eins og samkynheigðir halda fram, má ef til vill gera því skóna að fylgi Sf væri ekki nema 20% án Jóhönnu.
Guðmundur Jónsson, 26.4.2009 kl. 20:34
Þetta er nú furðuleg skýring:
Er þetta ekki svipað og segja að fylgi framsóknar sé í hættu því að margir hafi kosið þá út á 20% niðurfellingu skulda. Eða að fylgi Vg sé í hættu því margir hafi kosið þá út á umhverfisstefnu.
Hjörleifur gleymir því að þrátt fyrir allt er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi eftir kosningar. Í fyrsta skipti í sögunni eru Sjálfstæðismenn ekki stærstir. Þannig að í því felst sigurinn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.4.2009 kl. 21:07
Þá er bara að láta meirihluta Alþingis greiða atkvæði um hvort eigi að fara við viðræður við ESB.Fá einhvern til að bera upp tillögu um það á þinginu í vor.
Árni Björn Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 21:20
Aldreigi þessu vant, er ég sammála Magnúsi. Það sem kemur upp úr kjörkössunum er það sem skiptir máli, ekki hvernig það komst þangað.
Samfylkingin hafði meira fylgi 2003, þannig ekki þarf að koma á óvart að þeir nálgist núna fyrra fylgi. Auðvitað var þetta enginn kosningasigur hjá Samfylkingunni. Jóhanna heldur samt áfram að tala eins og svo sé og frétta-mafían styður hana.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 21:23
Uppúr kössunum komu AÐILDARVIÐRÆÐUR !
Tímamót.
Merkileg tíðindi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2009 kl. 21:26
Já Magnús.
Þrátt fyrir alla hina eilífðar ESB-herferð samfylkingarinnar síðustu 8 árin, um að ESB leysi ALLTAF allann vanda Íslands, sama hver hann er, þá er það nú einu sinni og alltaf þanng að yfir 71% af kjósendum Íslenska lýðveldisins kjósa EKKI samfylkinguna. Hvað segir það okkur Magnús? Það segir okur að þjóðin vill ekki í ESB.
Þjóðin kýs ekki ESB frekar en að hún kýs þá flokka sem alveg eins hefðu á stefnuskrá sinni, ef um það er beðið nógu oft og ef "aðildarviðræður" skyldu "hugnast" sumum, að ganga í Bandaríkin. Eigum við að láta reyna á það líka? Eigum við að sleppa þeim hesti lausum á þjóðina líka Magnús?
Íslendingar hafa ALDREI beðið um ESB. Það er einungs forusta Samfylkingarinnar sem er haldin sjúklegri ESB þráhyggju og spilar þessu alltaf út sem UHU-lími stjórnmálalegrar köngulóar. Spinnur þetta sem pólitískan vef. Innan Samfylkingarinnar eru einnig mjög margir ESB andtsæðingar.
Það er varla til meiri andstaða á móti aðild að Evrópusambandinu en einmitt á Íslandi, nema ef kanski væri í sjálfum Bandaríkjunum.
Þessutan þá er þetta málefni sem vaðrar afsal fulveldis Íslands og krefst um 70% samþykkis þjóðarinnar til þess að Samfylkingin geti þvingað Íslendinga til að ganga í ESB-Samfylkinguna að eilífu. Það er engin leið út úr ESB aftur Magnús, þannig að þetta er ekkert smá mál fyrir þjóðina.
Þetta er ekki eins og að stofna banka í útlöndum eða kaupa Iceland Frosen Food í Bretlandi og fara svo á klósettið til að skíta í buxunrar og þurrka svo af endaþarminum yfir á Íslensku þjóðina. Þetta er stór stór mál. Særra en þarmar Samfylkingarinnar.
Þetta er stórmál því Evrópusambandið breytist hratt og er á leiðinni að verða United States of Europe. Þessi vörmerking stendur ekki utan á umbúðunum núna. En það sem stóð utan á umbúðunum fyrir aðeins 15 árum endnurspelgar heldur ekki það sem er í pakkanum núna.
Dæmi: Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter mælti með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Ég hlustaði sjálfur á hann. Hann gerði það með slagorðinu "Sambandið er steindautt" (danska.: "unionen er stendød").
Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir því að það væri verið að lokka þá inn í eitthvað sem væri hægt að kalla the European Union inni í framtíðinni, eða sem gæti endað með "Evrópusambandinu".
Þessi fullvissa Poul Schlüters gerði það að verkum að Dönum varð rórra í þjóðarsálinni. Þeir létu því til leiðast til að kjósa "já" með 52% meirihluta. 43,8% kusu "nei".
Poul Schlüter settist svo á þing sem þingmaður í þingi þessa Evrópusambands árið 1994. Já Magnús, á þing þess Evrópusambands sem hann fullvissaði Dani um að væri stendautt og einnig steindautt sem "hugsun/hugsjón eða fyrirbæri" þarna árið 1986. Einmitt þegar Danir óttuðust sambands-hugmyndina meira en allt annað. Þetta tók aðeins 10 ár.
Allt í sambandi við Evrópusambandið fer svona fram. Kosningar eftir kosningar er kjósendum boðið uppá að samþykkja þann yfirdrátt sem fram fór á undanförnum árum. Kjósa um það sem búið er að gera í leyfisleysi en sem ekki er hægt að vinda ofan af. Það er aldrei meirihluti fyrir neinu því það er alltaf búið að fara fram úr því sem ESB hafði umboð til að verða. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn á bankamáli. Þú segir bara við bakann þinn að þú getir ekki borgað og því verði að hækka yfirdráttinn.
Svo koma sárindin, eins og til dæmis þegar Berlingske Tidende skrifaði um þá Gallup-könnun sem nú sýnir að Danir eru mjög illilega sárir yfir að ESB dómstólinn er búinn að ógilda lög danska þingsins um það hverjir meiga verða ríkisborgarar í landi þeirra eða ekki. Þessu ræður ESB núna. Danir ráða ekki lengur yfir landi sínu.
ESB-sérfæðingur Berlingske gerði svo greiningu (úttekt) á því hver réði mestu í Danmörku. Niðurstaðan var: ESB ræður næstum því öllu í Danmörku.
ESB er eignilega sjúkdómur og margir kalla hann: Eurosclerosis. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn aftur og það er ekki hægt að stoppa hann. Því hljóta menn þó að vera sammála því á meðan Ísland brennur eru til stjórnmálaflokkar sem vilja hella þessu bensíni á bálið til að auka eldinn. Auka á sundrungu og aumingjaskap. Hræða og hræða.
Allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þar gera þeir einmitt það. Evrópusambandið getur ekki haldið áfram að vera eins og það er í dag því núna er það krypplingur (misfóstur) sem virkar alls ekki. Það vinnur meiri skaða á þjóðfélögum þess en það gerir gagn. Evrópusambandið getur einfaldlega ekki haldið áfram að vera eins og það er núna. Það verður annaðhvort að fara áfram - eða afturábak.
Nýja stjórnarskráin á að bjarga ESB. Með nýju stjórnarskránni er leiðin til samhæfingar skatta og sameinilegra fjárlaga opnuð. Evrópusambandið breytist mjög hratt. Takmark Rómarsáttmálans er: æ meri samruni. Þetta stoppar aldrei fyrr en það hrynur og þá munu ríkin berjast hart um þrotabúið. Þegnarnir borga svo brúsann.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2009 kl. 21:49
Já það er um að gera að viðhalda fram í rauðan dauðann öllum þeim ágreiningi og tortryggni sem hægt er á milli vinstri flokkanna. Þannig hefur ykkur sem það stundið tekist að leggja lóð á vogarskálar íhaldsins og framsóknar alla tíð. Mér sýnist þú ætla að halda því áfram framúr.
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:22
Tek heils hugar undir með Reinhard!
Hvað á þessi metingur og nöldur að þýða, þegar loks hefur fengist meirihluti jafnaðar-/félagshyggjumanna á Alþingi Íslendinga?
Hlédís, 26.4.2009 kl. 22:52
Evrópusambandið er félafgshyggufélag. Það vita allir,allir félgshyggjumenn vilja ganga í ESB. Það eru bara einagrunarsinnar og íhaldsmenn sem eru á móti og afturhaldskommatittir.
Árni Björn Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 13:13
Rangt, Árni!
Efasemdir um ágæti EB og draumsæl ofurtrú á EB fyrirfinnst í öllum flokkum og hópum. Hér þarf hreinlega meiri vitneskju og samninga um aðildarskilmála áður en þjóðaratkvæðagreiðsla er möguleg.
Hlédís, 27.4.2009 kl. 15:03
Athugasemd Guðmundar er allrar athygli verð. Hver væri staða Samfó, ef ekki nyti persónutöfra heilagrar Jóhönnu ? Samt eru VG raunverulegir sigurvegarar kosninganna í mínum huga. Sirka 60-70 % þjóðarinnar eru á móti ESB-aðild.
Innganga Íslands í Nató var mjög svo umdeild. Talað var um landsölu, landráð og fleira í þeim dúr. Mér finnst boðun inngöngu í ESB flokkast undir það sama, þ.e.a.s. landráð. Því getur þetta fólk ekki bara fluttst til meginlands Evrópu og látið okkur hin í friði hér á skerinu ?
Með kveðju frá Karlskrona, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 4.5.2009 kl. 07:01
Mig langar að benda á, hvað Árni Björn er heiðarlegur í sínum málflutningi. Hann segir:
Þetta félagshyggjufélag gengur líka undir nöfnunum Gosenland Sossanna og Ráðstjórnarríki Evrópu.
Þótt Samfylkingin sé ekki formlega meðlimur í Flokki evrópskra sósíalista (Sozialdemokratische Partei Europas), þá þarf enginn að efast um að þaðan koma fyrirmælin um innlimun Íslands.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.