18.4.2009 | 10:20
Samfylkingin að fara á taugum með slitinn naflastreng við Brussel
Það er grátbroslegt að sjá taugaveiklun Samfylkingarinnar og attaníossa út af því að öll sund eru að lokast varðandi eina siglingaljós flokksins - aðild að Evrópusambandinu. Látið er að því liggja að Ísland sé að missa af gullnu tækifæri meðan lestin til Brussel blússar framhjá.
Þetta er nákvæmlega sami hræðsluáróðurinn og beitt hefur verið gagnvart Noregi og fleiri ríkjum sem ekki hafa verið ginnkeypt fyrir innlimun í evrópskt stórríki. Boðskapurinn um ávinning af ESB-aðild er mesta öfugmælavísa sem sett hefur verið saman af stjórnmálaflokki. Hann hefur reyndar verið kyrjaður hér af krötum í hálfa öld.
Ég bendi mönnum á að kynna sér þau fjölmörgu atriði sem mæla gegn ESB-aðild og ég geri grein fyrir á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur
Þreyta í stækkun ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja ég hef gert einsog þú bentir á og lesið hugleiðingar þínar um ESB sem eru reyndar bara andmæli. Það er ekkert þar að finna sem gæti td mælt með ESB. Bara það er veikleiki í röksemdafærslu. Það er miklu hægara að biðja fólk að staldra við og breyta ekki neinu og gjalda varhug við en að benda á tækifærin sem eru innan seilingar en ekki föst í hendi. Hvað varðar þjóðarhag bæði okkar og þjóða innan ESB er ekkert fast í hendi. allt er í heiminum hverfult. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að fullveldisafsal sé stórýkt í málflutningi andstæðinga sem ljá ekki máls á ESB aðild. Ég held þvert á móti að fullveldi Íslands sé orðið svo veikt í umhverfis og orkumálum svo bara það dæmi sé tekið að ég beinlínis hissa á því að þú sem áðurfyrr skéleggur málsvari þessarar umræðu telur að okkur sé stætt aleinum gegn alþjóða auðhringum sem bæði eignast ágóðan af framleiðslunni og vextina af lánunum sem Landsvirkjun fær til að sligast undir. Íslendingar sem ætla að þverskallast við að draga úr koldíoxiðmengun með niðurlægjandi umsóknum um sérmeðhöndlun. Svona vitleysa kæmist hvorki lönd né strönd í samvinnu við ESB. Þar er þetta mál rekið á öðrum grundvelli sem er ekki grundvallaður á sérhagsmunum eins ríkis innan bandalagsins. Auðlindir okkar eru í stórhættu vegna ásælni erlendra auðhringa og hrygglausrar pólitískrar forystu. Sem fyrrveradni vinstri grænn og nú verðandi kjósandi samfylkingarinnar þá verð ég að benda á þetta. Aleinir munu Íslendingar klúðra umhverfismálunum. Það þarf ekki að tala lengur um hverning efnahagsmálunum er fyrir komið.
Gísli Ingvarsson, 18.4.2009 kl. 14:59
Ég get ekki séð Gísli, að þú getir bent á neitt bitastætt sem mælir með undirgefni við Evrópusambandið. Ætli það sé ekki bara málið, að rökstuðningur Hjörleifs er þéttur ? Hvers vegna ætti hann þá að andmæla eigin niðurstöðum ?
Sú tilraun þín að snúa Hjörleifi með tilvísun í umhverfismál er hálf aumkunarverð. Þeir sem hafa í sér þá mannlegu reisn að skynja mikilvægi sjálfstæðisins, láta ekkert aftra sér frá baráttu fyrir því meginmáli. Okkur sjálfstæðis-sinna getur grein um allt annað en sjálfstæðið, en við stöndum þétt saman í þeirri baráttu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 15:22
Er ekki kominn tími á að hætta þessu ESB kjaftæði og snúa okklur að öðrum möguleikum þar sem við þurfum ekki að afsala okkur sjálfstæði Íslands,hvað með DOLLAR þar eru miklir möguleikar og einnig eru okkar viðskifti mikil í DOLLAR ég spyr bara ???? ætlar engin sem er nógu fær í þessum málum að fara að hamra dáldið vel á þessu.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.4.2009 kl. 15:27
Ég vil benda þér á Marteinn, að kynna þér það sem ég er búinn að vera að boða í 6 mánuði, sem er "fastgengi undir stjórn Myntráðs". Um málið hef ég skrifað fjölda greina og haldið fyrirlestra.
Þú getur til dæmis byrjað hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/821455/
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 15:49
Loftur minn, ég ætti nú eitthvað annað eftir en að snúa Hjörleifi í þessu máli. Þó kemur mér það á óvart að hann skuli á endanum eiga frekar samleið með þér en mér. Það er einmitt það sem veldur mér mestum vonbrigðum með VG að þegar kemur að grundvallarmálum einsog ESB og við erum allir sammála um að þetta sé grundvallar mál þá eiga VG og sjálfstæðisflokkurinn samleið. Það er ekki hægt að lesa saman niðurstöður flokksþinga þessara tveggja "andstæðu" póla öðru vísi en þær séu einsog skrifaðar af sama höfundi. Kannski er ekkert að marka flokkssamþykktir gerðar rétt fyrir kosningar en það er það eina haldbæra sem ég hef. Þú umgengst til dæmis orð einog sjálfstæði einsog það sé eitthvað sem allir séu sammála um hvað þýði. Hver getur verið á móti sjálfstæði í víðu og almennu samhengi? Sennilega enginn. Ekki frekar en Ástin og Trúin og hið góða í manneskjunni. Ef við beitum þessu of mikið í umræðum sem fjalla um annað einsog samskipti þá getur sjálfstæði haft mismunandi þýðingu, frekar þrönga og sjaldan mjög víða. Þess vegna ásaka ég þig Loftur og marga þá sem halda fram hörðum og einbeittum málflutningi gegn ESB að misbeita tungumálinu og gera alla umræðu fátækari og leiðinlega. Sannfæringarkrafturinn ber boðskapinn ofurliði.
Gísli Ingvarsson, 18.4.2009 kl. 16:52
Það ætti að segja þér eitthvað Gísli, að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru einhuga í sjálfstæðismálinu. Þessi samstaða er ekki til að stríða Samfylkingunni, heldur djúp sannfæring. Þótt vinstri og hægri séu jöskuð hugtök, þá má samt ætla að nálgun fólks í þessum tveimur flokkum sé mjög mismunandi.
Þessi staða ætti jafnframt að vekja Samfylkingarfólk til umhugsunar um sína eigin afstöðu. Getur ekki verið að afstaða Samfylkingar til ESB sé röng ? Ef nálgun frá ólíkum sjónarhornum leiðir til einnar og sömu niðurstöðu, eru miklar líkur til að sú niðurstaða sé rétt.
Eitt af því sem Samfylkingarfólk hefur reynt, er að þynna út hugtakið sjálfstæði. Þetta ættu menn að leggja af, því að það er bara hlægilegt að spyrða saman ESB og sjálfstætt Ísland. Menn hljóta að vera sammála um að þetta eru andstæður. Ef það gerir umræðuna leiðinlegri að geta ekki teygt hugtök yfir víðan völl, þá verður svo að vera.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 17:25
Sjálfstæði Breta er sem sagt minna en Íslendinga! Þjóðverjar og Frakkar ósjálfstðari en Íslendingar. Íslendingar Færeyingar og Norðmenn sjálfstæðari en Svíar,Finnar og Danir. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp.
Gísli Ingvarsson, 18.4.2009 kl. 17:42
Er þetta ekki bara glópagull?
Hörður Einarsson, 18.4.2009 kl. 20:10
Skoðanabróðir þinn, Loftur Altice, skrifar á bloggi sínu 18.04.09 kl. 11:49:
„Er það raunverulega svo, að þessu landráðahjali um innlimun landsins í Evrópusambandið (ESB) eigi ekki að linna ? Eru predikarar Andskotans (ESB) ekki að verða saddir lífdaga ? Þarf þjóðin að losa þessa menn við hausinn á sér, svo að þeir þagni ?“
Í hvaða félagsskap ert þú eiginlega lentur á gamals aldri, Hjörleifur?
Finnur Birgisson, 19.4.2009 kl. 01:18
Góðir gestir.
Gísli lýsir hér undrun sinni yfir að samhljómur sé í andstöðu VG og Sjálfstæðismanna varðandi inngöngu í Evrópusambandið. Hann þarf ekki að vera hissa á því þar eð hér er um grundvallamál að ræða, eins og hann nefnir réttilega, hafið yfir annan ágreining um einstök þjóðmál. Og þeir eru auðvitað margir í öðrum flokkum og utan flokka sem taka sömu afstöðu sem samanlagt veldur því að meirihluti Íslendinga hefur skv. skoðanakönnunum að undanförnu lýst andstöðu við að fara í aðildarviðræður, hvað þá að vilja innlimun í þessa risasamsteypu.
Og litið til umhverfismálanna tekur ekki betra við, sbr. það sem lesa má á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur m.a. um þann stóta málaflokk.
Verst er að í þeim afdrifaríka málaflokki er Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur á miklum villigötum og hefur verið frá upphafi, sbr. m.a. afgreiðslu mála á nýafstöðnu þingi.
Og Finnur góður. Ég hef alltaf verið í góðum félagsskap þar sem er þjóðin mín sem ég gleðst dag hvern yfir að vera hluti af.
Hjörleifur Guttormsson, 19.4.2009 kl. 20:25
Ég vil nú ganga svo langt og segja að það sé í besta falli barnalegt að vilja ekki skoða hvað er í boði í ESB með því að fara í aðildarviðræður og tek mér orð Þorsteins Erlingssonar í munn
"Því sá sem hræðist fjallið
og einatt aftur snýr
fær aldrei leyst þá gátu
havð hinum megin býr"
kv.
Einar Ben, 24.4.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.