Lesið Kára Arnór: Á að kasta krónunni?

Það bar við á þessum mánudegi að Morgunblaðið birtir á miðopnu grein eftir Kára Arnór Kárason hagfræðing undir fyrirsögninni Á að kasta krónunni?

Ég hvet sem flesta, ekki síst evru-trúboða til að kynna sér sjónarmið Kára, sem hefur leyft sér þann munað að hugsa norðan heiða þar sem hann hefur starfað lengi og farsællega. Í öllu falli gæti hagfræðingaelítan hér syðra sitthvað af honum lært.

Þetta er grein sem byggir á innsæi og þekkingu um málefni ESB og Stöðugleika- og vaxtarsáttmálann að baki Evrusamstarfinu. Um veruna í þeim viðjum segir Kári meðal annars:

"Þótt það kosti blóð, svita og tár að vera inni, kann að kosta enn meira að fara út. Allar skuldir bæði viðkomandi ríkis sem og fólks og fyrirtækja eru í evrum. Upptaka sjálfstæðrar myntar myndi því framkalla gjaldeyriskreppu samdægurs með skelfilegum afleiðingum. Löndin eru því föst þar sem kvalafull aðlögun í gegnum vinnumarkaðinn með tilheyrandi félagslegum óróleika virðist eina leiðin. Verði félagslegur óróleiki of mikill kann samstarfið að springa eða að þjóðirnar verða neyddar til að að taka upp millifærslukerfi til að bjarga því. Aðeins framtíðin mun leiða það í ljós."

Ég mæli sérstaklega með því að ASÍ-forystan kynni sér sjónarmið Kára Arnórs og komi greiningu hans á framfæri við umbjóðendur sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Kári er skýr og skilmerkilegur og hefur alveg rétt fyrir sér.

Júlíus Valsson, 23.3.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu, Hjörleifur. Orð Kára Arnórs bera það með sér að vera þungvæg. Menn flana oft að hlutunum, þegar betur væri, að þeir fylgdust með dómi reynslunnar, og sá dómur, þegar á reynir, er nú einmitt að byrja að koma í ljós. Evrutrúin getur orðið okkur stórháskaleg.

Jón Valur Jensson, 24.3.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Góður og skýr málfluttningur  :)   Evrutrúin er búin að sýna sig vera hættuleg.  Horfum til ástandsins í Baltnesku þríríkjunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen.  Núna virðist ekki nægja að vera í bandalaginu, heldur blasir við fullkomið hrun í þessum löndum.  Útlitið í efnahagsástandinu hefur ekki verið verra síðan á sovéttímanum.    Engu að síður eru þessi lönd í ESB.

Baldur Gautur Baldursson, 24.3.2009 kl. 07:54

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir ábendinguna Hjörleifur

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2009 kl. 15:52

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti Hjörleifur, þetta er þörf ábending hjá þér. Gylfi, nýkjörinn forseti ASÍ, og aðrir hagfræðingar á sama bæ ættu að kynna sér grein Kára Arnórs vandlega. Þeir yrðu menn að meiri, ef þeir gengu af sinni villutrú.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.3.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband