Þjóðin virðist vera að átta sig á því hversu fráleitt það væri að Ísland færi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins nú er sú þriðja í röð sem sýnir meirihluta gegn aðildarumsókn. Fyrst voru það rösk 50%, síðan hátt í 60% og nú um 54% sem lýsa sig andvíga því að sækja um aðild.
Samhengið í afstöðu eftir því hvaða flokka fólk segist myndu kjósa er einnig athyglisvert. Nær þrír af hverjum fjórum Sjálfsæðismönnum eru andvígir aðild, um 62% kjósenda VG og 60% kjósenda Framsóknarflokksins. Hefur sá síðastnefndi þó nýlega samþykkt á flokksþingi að reyna eigi á aðild í viðræðum, en sú stefna nýtur greinilega ekki stuðnings meirihluta meðal fylgjenda flokksins. Þá virðast fleiri en áður innan Samfylkingarinnar eða 22,5% vera andvíg því að sækja um aðild.
Þetta er eðlileg og ánægjuleg þróun, því að hún sýnir að fólk hefur áttað sig á að með aðild að ESB er engan bjarghring að hafa gegn afleiðingum bankahrunsins sl. haust. Upptaka evru væri líka hvergi í sjónmáli næstu árin og aðild stórfellt hættuspil litið til framtíðarhagsmuna þjóðarinnar.
Við allt þetta bætist síðan ástandið sem er að skapast innan Evrópusambandsins og minnt var á með neyðarfundi leiðtoga þess í dag. Er það þó aðeins upphaf að langtum meiri þrengingum og deilum milli aðildarríkja. Jafnvel gera menn því skóna, eins og lesa má um í síðasta hefti tímaritsins The Economist nú í vikunni, að evruhópurinn kunni að sundrast þegar fram í sækir. Hvaða heilvita manni dettur í hug að fara að leggja inn aðildarumsókn af Íslands hálfu á tímum sem þessum, jafnvel þótt menn hafi verið því fylgjandi áður en kreppan hófst fyrir alvöru?
Meirihluti andvígur ESB-umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Frímann, reyndu nú að taka þessu eins og maður.
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 23:31
Aðild að ESB hefur aukist um 6,1 % á einum mánuði
Í janúar voru 40 % hlynntir aðild, en í dag 46,1 %.
Páll A. Þorgeirsson, 2.3.2009 kl. 02:08
Sæll Hjörleifur
Nú ætti vilji þjóðarinnar að vera öllum ljós.
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 12:21
Rök Evrópubandalagssinna skilgreina Totalitarianismann vel. Submit or die. Endurlausn og virtual himnaríki eða jarðneskt og metafýsískt helvíti eins og Kaþólskan bauð upp á í 600 ár.
Ef þetta eru ekki trúarbrögð, þá er Páfinn trúleysingi. Ef þetta er ekki Totalitarianismi þá voru Hitler og Stalín lýðræðissinnaðir húmanistar.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 17:02
Sæll, Jón Steinar, mikið segir þú í fám orðum og hnitmiðuðum. Við, bloggvinir, látum ekki deigan síga í þessu stóra máli.
Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 3.3.2009 kl. 22:53
Jón Frímann, fyrir þér er greinilega allt lygi sem fellur ekki að þínum eigin skoðunum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.