Kosningar að vori sigur fyrir lýðræðið

Það er að rofa til. Kosningar til Alþingis eftir röska þrjá mánuði er stór áfangi í að svara kröfum mikils meirihluta landsmanna. Ákvörðunin er sigur í lýðræðisátt, árangur tugþúsunda mótmælenda, stjórnarandstöðu og fólks í stjórnarflokkunum sem skynjaði að ekki væri boðlegt að stjórnin reyndi að þrauka.

Það skyggir óneitanlega á að að forystumenn ríkisstjórnarinnar í báðum flokkum ganga ekki heil til skógar, Geir formlega úr leik sökum veikinda og óvissa um bata Ingibjargar. Pólitískir andstæðingar harma slík mannleg örlög, hver sem á í hlut.

Alþingiskosningar að vori verða mikið uppgjör sem miklu getur ráðið um framvindu íslensks samfélags. Segja má að enginn sé öfundsverður sem tekur við þrotabúinu en skyldan kallar og mikilsvert að ný forysta í landsmálum blási þjóðinni í brjóst sóknaranda og bjartsýni. Umfram allt þarf að leggja grunn að gjörbreyttri stefnu með jöfnuð og sjálfbæra þróun að leiðarljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband