3.1.2009 | 21:45
Brengluð afstaða Samfylkingarinnar
Það er rétt skelfilegt að fylgjast með talsmönnum Samfylkingarinnar þegar kemur að hryðjuverkum Ísraelsmanna gagnvart íbúum Gaza. Ingibjörg utanríkisráðherra sem í upphafi ferils síns í ríkisstjórn virtist ætla að láta til sín taka í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs en birtist nú líkt og væri hún handhafi Rauða krossins með nokkrar krónur í aðhlynningarstörf. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðherrans sérstaklega gagnvart svívirðilegu framferði Ísraelsríkis?
Árni Páll sem sagður er varaformaður utanríkismálanefndar segir hér að "það sem við getum fyrst og fremst gert er að koma sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld á svæðinu." En hvaða sjónarmiðum? Um það heyrist hvorki hósti né stuna frá Samfylkingunni á meðan blóðið eitt vökvar hrjóstrin á Gaza.
Nýr kafli í hörmulegri sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 23:38
Áhrif og völd þessa liðs mega sín lítils í þessu máli, tala nú ekki um þar sem að þetta lið getur ekki tekið einarða afstöðu með eða á móti heldur talar endalaust í hálfkveðnum vísum sökum hræðslu um að vera sökuð um að hafa skoðun sem ekki allir aðhyllast. Mátlaust lið
Gísli Foster Hjartarson, 4.1.2009 kl. 01:13
Vel mælt Hjörleifur! Ég kalla sömuleiðis eftir einvherri stefnu og ekki bara stefnu heldur að við Íslendingar sýnum að við höfum ekki lagt árar í bát í efnahagsástandinu hérlendis, heldur séum sterk og stefnuföst og óbrotin í því að réttlæti og friður eigi að ríkja, meðal þjóða og menninarheima. Þetta sé stefna okkar og við með öðrum þjóðum eigum að safna liði og koma henni í verk. Ekki sitja bara máttleysislega og segja "sei, sei - þetta má ekki".
Baldur Gautur Baldursson, 4.1.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.