30.12.2008 | 11:44
Slit stjórnmálasambands við Ísrael
Heimsbyggðin horfir með skelfingu til framferðis Ísraela á Gaza. Ríki sem um áratugi hefur hundsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna gengur nú fram með purkunarlausum hætti hervalds gagnvart Palenstínumönnum. Á fjórða hundrað liggja í valnum á Gaza og hátt í 1000 manns eru særðir, mikill hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í einni árásinni dóu fimm dætur einnar og sömu fjölskyldu, sú yngsta fjögurra ára. Ísraelsstjórn hótar nú landhernaði og að ganga milli bols og höfuðs á Hamashreyfingunni sem notið hefur stuðnings meirihluta fólks á Gaza.
Íslendingar bera sögulega mikla ábyrgð á tilkomu Ísraelsríkis í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Því ber íslenskum stjórnvöldum að sýna nú hug sinn til framferðis Ísraela með því að lýsa yfir slitum stjórnmálasambands við Ísrael láti stjórnvöld þar ekki þegar í stað af hernaðaraðgerðum sínum.
Athugasemdir
Já, en mér skilst að ISG vilji það ekki. Sjálfsagt bara táknrænt í hennar augum.
Björgvin R. Leifsson, 30.12.2008 kl. 13:24
Sæll Hjörleifur.
Í mínum huga er ekki spurning að slíta þessu stjórnmálasambandi. Við eigum að vera menn að meiru og standa upp og segja "Hingað og ekki lengra" Þetta er bara skelfing og ekkert annað. Þessi svokölluðu stjórnvöld hafa eins og við vitum lítið þor til framkvæmda, en ég vona að til sé einhver samviska í hausnum á þeim.
Ég óska þér og þínum góðra og friðsælla áramóta og þakka góð kynni í gegn um árin.
Ásta Steingerður Geirsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.