13.11.2008 | 07:39
Í gapastokkinn hjá ESB
Sé þessi frétt áreiðanleg stefnir í að ríkisstjórnin gangi beint í gapastokkinn hjá ESB. Fram að þessu hafa ráðherrarnir sagt að ekki komi til greina að ganga að afarkostum.
Hér er fullyrt "... að það sé sameiginleg afstaða allra ESB-ríkjanna 27 að leggjast gegn því að Ísland fái aðstoð Alþjóðagjaldeyrisstjóðsins nema fyrst verði samið um Icesafe-skuldirnar." Þar er komin skýring á ólíkum viðbrögðum Norðurlandanna, þar sem ESB-ríkin Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa haft neikvæðari afstöðu til að aðstoða Íslendinga með lánum en Noregur og Færeyjar.
Hér birtast í skýru ljósi afleiðingar EES-samningsins, en það er ákvæði hans um að eitt verði yfir alla að ganga á EES-svæðinu sem nú er beitt gegn Íslandi.
Kannski verður atlaga ESB gegn Íslandi til þess að augu manna opnist fyrir því hversu fráleitt það er að ætla að sækja um aðild að þessum klúbbi þar sem gömul nýlenduveldi ráða ferðinni.
Samningar um Icesave eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er skýlaus krafa að Forseti lýðveldisins setji málið í þjóðaratkvæði, verði það samþykkt á Alþingi
Baldvin Jónsson, 14.11.2008 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.