23.4.2008 | 21:43
Vanhugsuð mótmæli vörubílstjóra
Oftar en ekki hef ég haft samúð með þeim sem nota rétt sinn til friðsamlegra mótmæla. Til að slíkt beri árangur þurfa sjónarmið að vera sett fram með skýrum hætti og helst að tengjast almannahagsmunum.
Í tilviki hóps vörubílstjóra sem efnt hefur til mótmæla síðustu mánuði er hvorugu til að dreifa. Alþjóðlegar hækkanir á eldsneyti verða ekki umflúnar hér fremur en annars staðar. Skattlagning ríkisins hefur haldist óbreytt í krónutölu og hið opibera stendur undir viðhaldi og nýframkvæmdum í vegakerfinu sem kallað er eftir úr öllum áttum. Eðlilegt er að almenningur kveinki sér við hækkuðu bensínverði en vörubílstjórar eiga þess kost að velta þeim af sér með því að hækka þjónustu sína.
Til lengri tíma litið er raunhækkun á jarðefnaeldsneyti jákvæð þar eð hún er líkleg til að draga úr óhóflegri notkun þessara mengandi orkugjafa og hvetja til þróunar vistvænna lausna og almenningssamgangna í stað óhóflegrar notkunar einkabílsins.
Vörubílstjórar ættu að láta af vanhugsuðum mótmælum sínum sem ekkert jákvætt leiða af sér og horfa með öðrum fram á veginn.
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Hjörleifur.
Marinó Már Marinósson, 25.4.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.