Bush, loftslagsmálin og íslenska ríkisstjórnin

Bush enn-USA-forseti gerir garðinn frægan víðar en í Írak. Í loftslagsmálum er hann króaður af. Í gær, viku fyrir fund G-8 ríkjanna, gerði hann örvæntingarfulla tilraun til að þykjast vilja gera eitthvað gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Lausnarorðið var að kalla til funda 15 helstu syndaselina í losun gróðurhúsalofttegunda til að spjalla um markmið, sem hann nefndi þó ekki hver ættu að vera. Hvarvetna eru tilburðir þessa forseta olíuauðhringanna fordæmdir og í besta falli sagðir hlægilegir. Aðeins gamli Írak-bandamaðurinn Tony Blair einnig á útleið sagði þetta skref í rétta átt.

En hvað ætlar SS-stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að gera í loftslagsmálum? "Ríkisstjórnin stefnir að því að ... gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðruhúsalofttegunda" segir í stjórnarsáttmálanum. Og auk þess: "Íslendingar eiga að stefna að því að taka forystu í baráttunni gegn mengun hafsins og alþjóðlegu starfi til að bregðast við loftslagsbreytingum." Minna mátti það ekki vera. En hvernig er enn hulin ráðgáta. Á að falla frá "íslenska undanþáguákvæðinu" fyrir stóriðju hér og nú? Á að reyna að endurtaka leikinn frá og með 2012 og biðja um endurnýjaða undanþágu? Umhverfisráðherrann þarf kannski að fara að lesa sig til um þetta eins og varðandi Þjórsárverin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband