Merkileg upptalning í stjórnarsáttmála

Í stjórnarsáttmálanum eru talin upp nokkur svæði sem „verði undanskilin nýtingu og jarðrask þar óheimilt ÞAR TIL framtíðarflokkun hefur farið fram ... Slík svæði eru Askja, Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Kverkfjöll og Torfajökull.” Það er engu líkara en að Framsóknarmenn hafi haldið hér á penna en þeir birtu hliðstæða skrá í kosningabaráttunni. Askja hefur verið friðlýst náttúruvætti síðan 1978 og Hveravellir síðan 1960. Kverkfjöll eru þegar innan Vatnajökulsþjóðgarðs og allir flokkar hafa tekið undir að friðlýsa beri Brennisteinsfjöll og Torfajökulssvæðið. Sama á við um Jökulsá á Fjöllum, nema hér er tekið skýrt fram að VATNASVIÐI árinnar verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn. Fyrir því hafa Vinstri græn barist og fengu þingmenn úr öðrum flokkum á Alþingi með á slíka tillögu á síðasta þingi (65. mál á 133. löggjafarþingi) en tillagan fékkst þó ekki afgreidd. Er gott að sjá þessa stefnu nú njörvaða niður í stjórnarsáttmála. Með þessu bætist mikið land við þjóðgarðinn, ekki síst austan Jökulsár, þ.e. aðrennslissvæði Kreppu, Arnardalur,  Möðrudalur, Hólsfjöll og mikil lönd í Öxarfirði.

Fleira um stjórnarmyndunina getið þið lesið á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband