Stóriðjuveisla í undirbúningi

Undir lok næstu viku verður samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sest á stóla. "Frjálslynd umbótastjórn" segir Ingibjörg formaður og telur vandalaust að ganga frá málefnasamningi. Það er sennilega rétt hjá henni, því að engin skýr skil eru á milli þessara flokka nema í afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu. Það mál nefndi Samfylkingin varla í kosningabaráttunni og því verður örugglega ekki hreyft í stjórnarmyndunarviðræðum.

Stóriðjumálin munu heldur ekki þvælast fyrir. Samfylkingin skrifaði í auðlindanefndinni síðastliðið haust fyrirvaralaust upp á allar tillögur stjórnarflokkanna. Áfram verður haldið undirbúningi álbræðslu á Húsavík og í Helguvík og Samfylkingin í Hafnarfirði bíður bara eftir nýrri skipulagstillögu frá Alcan um stækkun. Þá verður íbúakosning greiðlega endurtekin. Þeir sem bágt eiga með að trúa því lesi viðtalið við Lúðvík Geirsson í Viðskiptablaðinu 9. maí sl. Framundan er stóriðjuveisla með tilheyrandi gullöld og gleðitíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband