Hringekja jöfnunarsætanna

Margir eru að kvarta undan því að þeir skilji lítið í kosningakerfinu sem menn fengu sýnishorn af hvernig virkar á kosninganótt. Þetta er skiljanlegt þegar sýnikennsla fer fram að jafnaði aðeins á fjögurra ára fresti. Ég er enginn aðdáandi þessa kerfis, greiddi atkvæði gegn viðkomandi stjórnarskrárbreytingu og frumvarpi að kosningalögum árið 1999. Rök fyrir afstöðu minni má lesa á heimasíðu (ræður á 123. löggjafarþingi) www.eldhorn.is/hjorleifur Aðeins örfáir þingmenn voru þá andsnúnir frumvarpinu og á mismunandi forsendum.

Eitt af því sem fundið er að er rúllettan sem birtist í úthlutun jöfnunarsæta. Hún er ekki það versta í reglunum þar eð bakgrunnurinn er að ná jöfnun í þingmannatölu milli framboða. Eru menn andvígir því? Slík jöfnunarkerfi hafa verið í lögum í mismunandi formi a.m.k. síðar 1942, kölluð uppbótarsæti og viðkomandi þingmenn "landskjörnir". Um tíma bættu menn "flakkara" ofan á sem 63. þingmanninum. Ég vorkenni ekkert þeim frambjóðendum sem í hlut eiga að bíða niðurstöðu á kosninganótt og fyrir áhorfendur er þetta býsna spennandi. Þeir sem illa þola spennuna geta farið að sofa og mótekið úrslitin í morgunsárið. Það eru margir aðrir ágallar verri á kosningalögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband