VG: Skýr stefna og blásandi byr

Á morgun er valdið hjá kjósendum og þarf að vera það oftar en á fjögurra ára fresti þegar leiða á stórmál til lykta.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur lagt fram skýra stefnu í öllum helstu þjóðmálum. Það á að auðvelda kjósendum valið og greiða fyrir viðræðum um myndun ríkisstjórnar eftir helgina.

Glæsileg forystusveit býður sig fram til þingsetu, meirihlutinn konur litið til tveggja efstu sæta á framboðslistum VG en annars er fullt jafnræði með kynjum.

Umhverfis- og náttúruvernd og sjálfbær þróun er uppistaðan í stefnu okkar unga stjórnmálaflokks og endurspeglast í öllum málefnaáherslum.

Kjósendur, konur og karlar, sem vilja sjá grænar áherslur og samfélagslegan jöfnuð sem leiðarljós á Alþingi og í landstjórninni eiga auðvelt val.

Ég spái því að nálægt 20% kjósenda setji x við V. Það væru skýr skilaboð inn í framtíðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband