9.5.2007 | 09:57
Álrúllettan háskaleg fyrir Ísland
Þeir sem lögðu trúnað á huggunarorð formanns Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu í gær vegna yfirtökuhótunar Alcoa gagnvart Alcan hafa eflaust orðið fyrir vonbrigðum í morgun. Hjá Sigurði Þóri Ásgeirssyni, fjármálastjóra og staðgengli forstjóra Alcan í Straumsvík, kveður við allt annan tón en hjá iðnaðarráðherranum. Sigurður segir ómögulegt að ráða í framtíðina og mögulegur samruni Alcoa og Alcan geti haft áhrif á væntanleg verkefni fyrirtækjanna hér á landi. Tíðindin um yfirtökutilboðið frá Alcoa hafi komið starfsmönnum Alcan verulega á óvart.
Umbrotin í álheiminum munu fyrr en seinna leiða til samruna tveggja eða fleiri af álrisunum og sá möguleiki blasir við að sá stærsti þeirra, Rusal, gleypi Alcoa. Þessar sviptingar sýna betur en mörg orð hversu háskalegt það er fyrir Ísland að halda áfram á stóriðjubrautinni eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ætla sér. Aðeins stórsigur VG í kosningunum á laugardaginn getur komið í veg fyrir þá háskalegu þróun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.