1. desember og fullveldið

Það fer ekki mikið fyrir hátíðarhöldum nú á fullveldisdaginn og náðist þó 1918 sá áfangi sem skipti sköpum fyrir Íslendinga sem þá urðu þjóð meðal þjóða. Í æsku minni heima á Hallormsstað var þetta hátíðisdagur ekki síður en 17. júní eftir lýðveldisstofnunina 1944. Það er kaldhæðnislegt að nú skuli vera við völd á Íslandi ríkisstjórn sem vinnur að því baki brotnu að færa til baka þann ávinning sem forfeður okkar náðu fram í sjálfstæðisbaráttunni. Hvernig má það vera að meirihluti á Alþingi Íslendinga skuli ekki sjá að sér og draga til baka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu? Þessa dagana verður það ljósara en áður að færa á vald yfir fjármálum ESB-ríkja undir kommissarana í Brussel, til viðbótar við það fullveldisafsal sem fyrir var. Mætti ég biðja þá þingmenn VG sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt óheilladaginn 16. júlí 2009 að hugsa sinn gang. Þeirra er ábyrgðin að haldið er áfram viðræðum við ESB um að farga fullveldinu.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru ekki síðustu forvöð að halda upp á fllveldið?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 12:08

2 identicon

Er einhver von til þess þegar landinu er stjórnað af landráðafólki og þjóðníðingum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skiptir mig engu máli hvort eitthvert land útí bæ sé samkvæmt ströngum lagatæknilegum atriðum ,,fullvalda". Mér gæti ekki verið meira sama. Enda mest deila um keisarans skegg. það sem snýr að einstaklingum á þessari eyju er að þeir njóti sama réttar og tækifæra og frændur þeirra og bræður í nágrannalöndum. Sem þeir hafa reyndar náttúrulegan og lagalegan rétt á að krefjast. það er það sem skiptir máli. Tal um eitthvað ,,fullveldi lands" er alveg úrelt og byggt á misskilningi. Ennfremur voru það stór mistök að slíta sambandi við frændur okkar dani. Senilega ein stærstu mistök íslandsögunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2011 kl. 13:57

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er leitt hvað Íslendingar upp til hópa gera lítið úr því að halda uppi minningu Jóns Sigurðssonar.

Á Íslendingaslóðum í Vesturheimi er minnig þessa manns í hávegum höfð og við lá að maður skammaðist sín þar vesturfrá.

Gunnar Heiðarsson, 1.12.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér gott greinarskrifið, Hjörleifur.

En Ómar Bjarki gerir sem fyrri daginn lítið úr fullveldi okkar. Nú er hann orðinn áberandi Danasleikja, blessaður maðurinn. Heldur hann, að hann fái fleiri uppþumlanir og færri niðurþumlanir á Eyjunni út á það?!

Það er reisn og virðing og stöðug áskorun í því að vera hér sjálfstætt ríki. Hefðum við lent inni í Esb. með Danmörku 1973, hefðum við ekki fengið útfærslu fiskveiðiögsögunnar úr 50 í 200 mílur árið 1975.

Jón Valur Jensson, 2.12.2011 kl. 03:27

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar er bitur yfir hruni evrunnar og yfirvofandi og illumflýanlegri upplausn ESB. Málstaður hans er glataður svo hann mun eyða tímanum austur á útnára, gnístandi tönnum fullvalda í eigin einsemd.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 07:50

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Fólki finnst gaman að fara í sirkus og öðrum þykir skemmtilegt að leika viðundur. Þannig sé ég ESB-vilja sumra. Hér er smá innlegg til að skýra málið: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1208793/

Baráttukveðjur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

FORNLEIFUR, 2.12.2011 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband